Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Umhverfismál

Rangfærslur Bergs Sigurðssonar, framkvæmdastjóri þingflokks VG og Einar Þorleifsson náttúrufræðings

Áliðnaður og umhverfismál – Rangfærslur leiðréttar Bergur Sigurðsson, framkvæmdastjóri þingflokks VG og Einar Þorleifsson náttúrufræðingur,fara mikinn í tveimur blaðagreinum sem þeir rita um áliðnaðinn í Fréttablaðinu þann 17. og 29. desember sl.
Meginhluti greinanna snýr að báxítvinnslu og umhverfisáhrifum hennar. Fullyrðingar þær sem greinar höfundar setja fram eru í besta falli mjög villandi og því rétt að benda þeim félögum á nokkrar staðreyndir um báxítvinnslu.
Báxítvinnsla er umfangslítil námavinnsla á heimsvísu. Um 160 milljón tonn af báxíti eru unnin á ári hverju samanborið við t.d. um 7 milljarða tonna af kolum og um 1,5 milljarða tonna jarðefnis til koparvinnslu. Auðvelt er að nálgast upplýsingar um vinnsluna en bæði Alþjóðasamtök álframleiðenda og Evrópusamtök álframleiðenda veita ítarlegar upplýsingar um báxítvinnslu á heimasíðum sínum, www.world-aluminium.org og www.eaa.net .
Í grein sinni halda þeir Bergur og Einar því fram að stærstur hluti báxítvinnslu eigi sér stað í fátækum ríkjum á borð við Gíneu og Jamaíka. Þetta er rangt. Staðsetning báxítvinnslu ræðst af jarðfræði en ekki efnahagslegum þáttum og fer lang stærstur hluti hennar fram í Ástralíu (40%) sem seint verður talin til fátækustu ríkja heims. Um 20% heimsframleiðslunnar fer fram í Gíneu og á Jamaíka.
Árlega eru um 30 ferkílómetrar lands lagðir undir nýjar báxít námur, eða sem samsvarar um 75% af flatarmáli Garðabæjar. Uppgræðsla á gömlum námum nemur svipaðri tölu á ári hverju og alls ná áætlanir námafyrirtækja um uppgræðslu til meira en 90% þess landsvæðis sem lagt hefur verið undir
báxítvinnslu frá upphafi .
Af ofangreindum 30 ferkílómetrum eru um 2-3 ferkílómetrar regnskóga lagðir undir báxítnámur á ári hverju. Meira en 97% þeirra eru ræktaðir upp í sömu mynd að námavinnslu lokinni.
Hvað varðar áhrif báxítvinnslu á búsetu þá er rétt að taka fram að um 80% allrar báxítvinnslu á sér stað á landsvæðum þar sem íbúafjöldi í 10 kílómetra radíus frá námu er minni en 5 íbúar á hvern ferkílómetra, þar af um 40% þar sem íbúafjöldi á ferkílómeter er 1 eða færri.
Í grein sinni blanda þeir Bergur og Einar með einstaklega ósmekklegum hætti áliðnaði saman við hryllileg mannréttindabrot herstjórnarinnar í Gíneu þann 28. september 2009 er 157 mótmælendur voru skotnir til bana af hernum þar í landi. Mótmælendurnir voru að mótmæla herstjórn sem hrifsaði völd í landinu í árslok 2008, en landið hafði verið undir stjórn einræðisherra allt frá því það hlaut sjálfstæði árið 1958. Mótmælin leiddu á endanum til fyrstu lýðræðislegu kosninganna í landinu frá sjálfstæði sem haldnar voru fyrr á þessu ári. Stjórnarandstaðan fór með sigur af hólmi og tók við völdum í nóvember síðastliðnum. Það að blanda áliðnaði inní þessa atburðarrás, hvað þá að fullyrða að áliðnaður viðhaldi herstjórn landsins er fjarstæðukennt.
Greinarhöfundum finnst þó greinilega ekki nóg komið og halda rangfærslum sínum áfram. Þannig segja þeir allt að 30% alls áls sem framleitt er í heiminum fara til hergagnaiðnaðar, en segjast þó ekki finna neinar heimildir til stuðnings þeim fullyrðingum sínum. Á heimasíðu Samáls, www.samal.is, má finna upplýsingar um helstu not áls í heiminum. Um 25% fer til framleiðslu ýmissa neytendavara svo sem húsgagna,húsbúnaðar, geisladiska o.s.frv. Um fjórðungur fer til framleiðslu ýmis konar samgöngutækja svo sem bifreiða og flugvéla. Um 20% fer til byggingariðnaðar svo sem í gluggakarma, klæðingar og fleira. Um 20% er notað til framleiðslu ýmis konar umbúða svo sem álpappírs og dósa og loks fara um 10% til raforkuiðnaðar og þá helst til framleiðslu á raflínum.
Ofangreind fullyrðing er því röng. Hergagnaiðnaður notar vissulega ál sem og stál,gler,plast,hugbúnað,örflögur, tölvur eða fjölmargar aðrar framleiðsluvörur eða þjónustu. Hvað það hefur með áliðnað að gera er hins vegar erfitt að sjá. Varla dytti nokkrum manni í hug að leggja til að við
Íslendingar hættum að veiða fisk þar sem hluti hans væri borðaður af hermönnum.
Staðreyndin er sú að áliðnaður hefur ýmislegt gott til umhverfismála að leggja. Þannig dregur notkun áls til að létta samgöngutæki í Evrópu verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Samdráttur losunar vegna þessa er meiri en sem nemur heildarlosun áliðnaðar í Evrópu, en um 30% áls sem framleitt er í Evrópu er notað í samgöngutæki. Íslenskur áliðnaður kemur enn betur út í þessum samanburði enda nemur heildarlosun hér á landi á hvert framleitt tonn af áli aðeins um 20% af heildarlosun evrópsks áliðnaðar á hvert framleitt tonn.
Álfyrirtækin hér á landi hafa lagt mikinn metnað í umhverfismál, sem meðal annars má sjá í þeirri staðreynd að losun á hvert framleitt tonn hefur dregist saman um 75% frá 1990 og íslensk álfyrirtæki eru í fararbroddi á heimsvísu hvað þetta varðar. Ennfremur hafa íslensk álfyrirtæki stutt við ýmis konar verkefni í sviði umhverfismála svo sem endurheimt votlendis, skógrækt, Vatnajökulsþjóðgarð og svo mætti áfram telja.

Íslenskur áliðnaður er ávallt reiðubúinn til að ræða hvað betur megi gera í umhverfismálum. Við biðjum aðeins um að sú umræða sé málefnaleg og byggi á staðreyndum.

Þorsteinn Víglundsson

Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka álframleiðenda á Íslandi

 „Íslenskur áliðnaður er ávallt reiðubúinn til að ræða hvað betur megi gera í
umhverfismálum. Við biðjum aðeins um að sú umræða sé málefnaleg og byggi
á staðreyndum.“

 


Jarðskorpuhreyfingar við Eyjafjallajökul mælast úr geimnum

Jarðskorpuhreyfingar við Eyjafjallajökul mælast úr geimnum
Með nákvæmri úrvinnslu gervitunglamynda má meta hreyfingar jarðskorpunnar með allt at 5-10 millimetra nákvæmni.  Notaðar eru myndir úr ratsjárgervitunglum og aðferðin sem beitt er við samanburðinn kallast bylgjuvíxlmælingar, en gerður er nákvæmur samanburður á hvernig ratsjármerki frá gervitunglum endurkastast af jörðinni á mismunandi tímum. Með þessari aðferð hafa nú fengist mælingar á jarðskorpuhreyfingum í kringum Eyjafjallajökul frá september 2009 og fram til 20. mars, en gosið hófst þá um kvöldið. Mælingar sýna miklar hreyfingar jarðskorpunnar bæði norðan og sunnan jökuls vegna kvikuinnskots inn undir jökulinn.  Jarðskorpuhreyfingarnar koma fram sem litamunstur þar sem hver heil bylgjulend (breyting í litaskala) táknar tilfærslu jarðskorpunnar um 1.5 cm. Myndirnar tvær sýna breytingu í fjarlægð frá jörð til gervitungls fram til 20. mars en gosið hófst þá um kvöldið. Þetta eru fyrstu bylgjuvíxlmyndirnar í röð sambærilegra mynda sem vonast er til að sýni þróun gossins.
Bylgjuvíxlmyndirnar eru búnar til úr myndum sem hið þýska TerraSAR-X gervitunglið safnaði. Rannsóknir á þessum gögnum eru unnar í samvinnu Norræna eldfjallasetursins á Jarðvísindastofnun, Tækniháskólans í Delft í Hollandi og Háskólans í Wisconsin-Madison, USA. Myndirnar eru unnar af Andy Hooper í Delft.
Tengiliðir:  Rikke Pedersen (rikke@hi.is), Martin Hench (martinh@hi.is), Andy Hooper (a.j.hooper@tudelft.nl), Kurt Feigl (feigl@wisc.edu), Amandine Auriac (ama3@hi.is), Freysteinn Sigmundsson (fs@hi.is)
 

Terrasar1
Terrasar2

 

Radarmynd tekin út flugvél Landhelgisgæslunnar 24. mars 2010 
Á henni má glöggt sjá hraunstrauminn sem rennur til norðausturs í Hrunagil. (mynd Eyjólfur Magnússon, eyjolfm@raunvis.hi.is)
 



 


 
Mynd: Páll Einarsson



Kort: Eyjólfur Magnússon



Nánari upplýsingar um staðsetningu gossprungunnar á myndum sem teknar voru í flugi yfir jökulinn 19. mars 2010 (pdf skjal)

Modis hitamynd af svæðinu sýnir greinilega staðsetningu gossins:



Sakar Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra um ærumeiðandi og illa ígrunduð ummæli, byggð á óáreiðanlegum heimildum.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps ásakar Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra um ærumeiðandi og íll  ummæli, byggð á óáreiðanlegum heimildum. Á hreppsnefndarfundi í félagsheimilinu Árnesi í gær var gerð bókun vegna þess rökstuðnings sem ráðherra færði fyrir ákvörðun sinni um að hafna því að staðfesta aðalskipulag hreppsins. Bókunin er svohljóðandi:

"Í bréfi umhverfisráðherra til sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps frá 29.01.2010 þar sem ráðherra synjar staðfestingar skipulagstillögu vegna Hvamms og Holtavirkjana er því haldið fram að sveitarstjórnarmenn, hafi persónulega þegið aukagreiðslur frá Landsvirkjun vegna funda í sambandi við skipulagsgerðina. Þetta er rangt, sveitarstjórn hefur ekki þegið nein önnur laun né aðrar greiðslur en þær sem sveitarsjóður hefur greitt fyrir. Ummælin eru illa ígrunduð, byggð á óáreiðanlegum heimildum og ærumeiðandi. Sveitarstjórn hefur ætið haft að leiðarljósi að hvorki íbúar né landeigendur biðu skaða af framkvæmdum innan sveitarfélagsins."


Skemmdarvargurinn Svandís afþakkar 15 milljarða.

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra segir að ekki verði sótt um neinar undanþágur eða sérkröfur settar fram fyrir Íslands hönd á væntanlegum fundi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál í Kaupmannahöfn í desember. Þetta kom fram í máli hennar við setningu tveggja daga Umhverfisþings 2009 á Hótel Nordica í morgun.
 
Í frétt frá Umhverfis- og samgöngusviði Reykjavíkur segir að á fundinum í Kaupmannahöfn verði stefnt að því að ná nýju hnattrænu samkomulagi um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum. Samkomulagið eigi að taka við af  Kyotosáttmálanum sem rennur út 2012. Umhverfisráðherra vill að Ísland leggi ekkert að mörkum.

Umhverfisráðherra vill auka losun á gróðurhúsaloftegundum á hnattrænavísu.

 Ísland er ekki eyland í umhverfismálum.           

Losun gróðurhúsaloftegunda á Íslandi. Farþegaflug ferðamannaiðnaður og vöruflug, þ.e. flug frá og til Íslands og innanlands nemur um 4.2 milljónum tonna af CO2, áhrifagildin eru fjórföld í háloftum 4,2 milljón tonn * 4 = 16,8 áhrifagildi. Hvert tonn af áli sem framleitt er á Íslandi eða 790 þúsund tonn með raforku úr vatnsorku sparar andrúmsloftinu 10,4 tonn af koltvísýringi. (  790 þúsund x 13,2 CO2 ) = 10.4 milljóna af CO2 sparnaður á hnattræna vísu.                                       

Pólitískar vinsældaveiðar og lítt vísindalegar skoðanir sem nú eru efst á baugi mega ekki ráða ferðinni til að fá klapp á öxlina og X á kjörseðilinn það eru svik bæði við náttúruna og þær kynslóðir sem á eftir okkur koma..

Íslendingar geta lagt stærri skerf af mörkum í baráttunni við þá vá sem öllu mannkyni stafar af gróðurhúsavandanum. Líklega er mesta hættan í að mönnum mistakist að vinna bug á gróðurhúsaáhrifunum fólgin í hugsunarhætti VG. Tilhneigingunni til að skjóta sér sjálfum undan vanda með allskyns afsökunum en ætla öðrum að leysa hann og óvísundalegahugsun og menntunarleysi í umhverfismálum eins og með Svandísi. Sú hugsun sæmir síst Umhverfisráðherra Íslendinga sem leggur sig í líma að skaða og valda tjóni á gjaldeyristekju Íslendinga og fækka störfum nú í atvinnuleysinu og vill ekki draga úr útblæstri gróðurhúsaloftegnda með ákvörðun sýni.

 


Höfundur

Rauða Ljónið
Rauða Ljónið

Rautt ljónið er göfugt . Red Lion is noble.

Segðu fólki það sem það þegar veit og skilur og þér verður þakkað.

Segðu fólki það sem það ekki veit og skilur og þú verður fordæmdur.

 Lyginn getur ferðast um allan heiminn, á meðan sannleikurinn er að fara í skóna.

Sigurjón Vigfússon

Nýjustu myndir

  • ...au_anesvita
  • ...aaa
  • ...6239_n_1_jl

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband