Leita í fréttum mbl.is

Nú eiga Hollendingar og Breta Ísland

Ný heimasíða hefur birst á internetinu þar sem fullyrt er að Bretar og Hollendingar hafi gengið að öllum eigum Íslendinga  og eigi nú landið í heild sinni.

Á síðunni TheDutchIceland.com er kort af meintri skiptingu landsins og samkvæmt því eiga Bretar stóran hluta af austurlandi en bróðurpartur landsins er sagður vera í eigu Hollendinga. Fullyrt er að frá og með morgundeginum geti breskir og hollenskir ríkisborgarar valið sér landskika á Íslandi í gegnum síðuna og fengið hann afhendan endurgjaldslaust.
islan
Bent er á að allir breskir og hollenskir ríkisborgarar drekki héðan í frá frítt á íslenskum krám. Þá eru kynnt áform um að nýta landið sem ruslahaug, virkja allar ár og vötn og byggja hér stærsta kjarnorkuver heims sem myndi sjá allri vestur-Evrópu fyrir raforku í gegnum sæstreng.

 

Svo virðist sem hollenskir háðfuglar standi á bakvið síðuna. Þrátt fyrir allt er íslenskri náttúrufegurð rómuð í hástert á síðunni og landinu lýst sem sem Bretar og Hollendingar geti verið stoltir af því að eiga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Já og bjóða alla velkomna til Hollenska-Íslands..

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 1.3.2010 kl. 13:05

2 identicon

Er ekki ágætt að linka á ruv.is þegar heil frétt er copy-peistuð? :)

Það er auðvitað ekkert nauðsynlegt en kannski betra að geta heimilda þegar svo er.

hmm (IP-tala skráð) 1.3.2010 kl. 13:05

3 Smámynd: Rauða Ljónið

Auðvita verðum við að bjóða alla velkomna til Hollenska-Íslands.

Sæll. hmm færsla er skrifuð upp úr frétt RVU  það er rétt, en ekki beint copy-peistuð.

Kv. Sigurjón

Rauða Ljónið, 1.3.2010 kl. 13:31

4 identicon

Mér er nú alveg slétt sama svosem, en eftir stendur að þetta er orð fyrir orð, staf fyrir staf, sama frétt - fyrir utan einn paragraph sem er klipptur út :)

En það skiptir ekki máli, síðan er jafn skemmtileg fyrir það og það væri gaman að komast að því nákvæmlega hverjir settu hana upp.

hmm (IP-tala skráð) 1.3.2010 kl. 14:16

5 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. hmm auðvita væri gaman að vita hver, hverjir sett þetta upp.   hér er linkurinn.

Rauða Ljónið, 1.3.2010 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rauða Ljónið
Rauða Ljónið

Rautt ljónið er göfugt . Red Lion is noble.

Segðu fólki það sem það þegar veit og skilur og þér verður þakkað.

Segðu fólki það sem það ekki veit og skilur og þú verður fordæmdur.

 Lyginn getur ferðast um allan heiminn, á meðan sannleikurinn er að fara í skóna.

Sigurjón Vigfússon

Nýjustu myndir

  • ...au_anesvita
  • ...aaa
  • ...6239_n_1_jl

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband