Leita í fréttum mbl.is

Vinnum að því að lágmarka svifryk og stækkum Alcan

Stuðningsmenn öfgaumhverfisstefnu verða að vera samkvæmir sjálfum sér og henda bílgörmum sínum og fá sér reiðhjól í staðinn .Í fréttum Stöðvar 2 um daginn var loks talað við hlutlausan aðila um málefni Alcans um mengun. 

Svifryk er hættulegasta mengunin sem mannfólkið býr við.                                            

Þór Tómasson, efnaverkfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir afskaplega ólíklegt að brennisteinsdíoxíð frá álverinu geti étið lungu íbúa að innan en þessi frétt kom frá fyrverandi starfsmanni Ísals í  Kompás þætti síðasta Sunnudag  - ekki nema menn stæðu með höfuðið í reyknum ofan í skorsteinum álversins. Enda sé styrkur efnisins í umhverfinu hér langt undir settum mörkum.sjá myndband frá Stöð 2

Þór hefur ekki trú á því að börn sem sofa úti í vagni, kannski allt að fjóra tíma á dag, í Vallarhverfinu og öðrum hverfum nærri álverinu verði fyrir heilsutjóni af völdum brennisteinsdíoxíðs eða annarrar mengunar. Sú loftmengun sem samkvæmt Evrópusambandinu er talin langskaðlegust heilsu manna í dag, segir Þór, er fínt svifryk og næst á eftir var köfnunarefnisoxíð. "Hvoru tveggja þessara efna koma náttúrlega mest frá umferð á Íslandi." 

Miðað við ummæli sumra þá mætti halda að sumir dreymdu dagdrauma með höfuðið ofan í reyk.  

Ég treysti sérfræðingum sem hafa farið yfir öll þessi mál og gefið Alcan leyfi fyrir stækkun.  Nútímaverksmiðja á góðum vinnustað er draumur verkamannsins. 

Kveðja Árelíus Þórðarson sem er umhverfissinni en vil hafa kröftugt atvinnulíf í sátt við náttúruna.

 

Stækkum Alcan já takk.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rauða Ljónið
Rauða Ljónið

Rautt ljónið er göfugt . Red Lion is noble.

Segðu fólki það sem það þegar veit og skilur og þér verður þakkað.

Segðu fólki það sem það ekki veit og skilur og þú verður fordæmdur.

 Lyginn getur ferðast um allan heiminn, á meðan sannleikurinn er að fara í skóna.

Sigurjón Vigfússon

Nýjustu myndir

  • ...au_anesvita
  • ...aaa
  • ...6239_n_1_jl

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband