Leita í fréttum mbl.is

Hagur af stækkun álvers yfir 12 milljarðar króna

Vísbending: Hagur af stækkun álvers yfir 12 milljarðar króna

Í nýjasta tölublaði Vísbendingar (11. tbl. 2007) er reiknað hvaða hag landsmenn hafa í heild af álveri í Hafnarfirði miðað við sömu forsendur og Hagfræðistofnun gefur sér um hag Hafnarfjarðarbæjar. Í ljós kemur að heildarhagurinn er um 12 milljarðar króna sem er talsvert hærri fjárhæð en Hagfræðistofnun reiknaði út, enda meira reiknað inn í dæmið.

Úr greininni:

,,Með sama hætti er ekki ástæða til þess að efast um réttmæti þeirra útreikninga sem sýna að árlegur tekjuauki Hafnarfjarðarbæjar af útsvari muni eftir stækkunina nema 45 milljónum króna. Núvirðing með 5% vöxtum gefur heildartekjuauka upp á 575 milljónir. Tekjuauki samfélagsins í heild af þessum þætti er aftur á móti miklu meiri. Ráða þarf um 350 manns til viðbótar í verksmiðjuna ef hún verður stækkuð. Reiknað er með að munur á launum í álverinu og meðallaunum í samfélaginu verði sá sami í framtíðinni og hingað til. Út frá því er núvirt heildarhagræði þjóðfélagsins af þessum hátekjustörfum um 9,4 milljarðar króna.''

Kv, Sigurjón Vigfússon 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rauða Ljónið
Rauða Ljónið

Rautt ljónið er göfugt . Red Lion is noble.

Segðu fólki það sem það þegar veit og skilur og þér verður þakkað.

Segðu fólki það sem það ekki veit og skilur og þú verður fordæmdur.

 Lyginn getur ferðast um allan heiminn, á meðan sannleikurinn er að fara í skóna.

Sigurjón Vigfússon

Nýjustu myndir

  • ...au_anesvita
  • ...aaa
  • ...6239_n_1_jl

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband