Leita í fréttum mbl.is

Undarleg lausn Samfylkingar á vanda þjóðarbúsins.

         Dofri Hermannsson kvartar yfir hækkandi kaffihúsaverði fyrir hönd Samfylkingarinnar.

Fyrsti varaborgar- fulltrúi og talsmaður borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar

    Undarleg lausn Samfylkingar á vanda þjóðarbúsins.

Kaffihúsin hafa hækkað verðskrá sína umtalsvert upp á síðkastið.

·        Cafe Latte  (tvöfaldur) hækkaði úr 360 í 390 hjá Te&kaffi, úr 350 í 380 hjá Kaffi Tári en kostaði 370 hjá Kaffi Hljómalind og hefur ekki hækkað.

·        · Uppáhellt kaffi hækkaði úr 290 í 320 hjá Te&kaffi, úr 240 í 280 hjá Kaffi Tári en kostaði 300 hjá Kaffi Hljómalind og hefur ekki hækkað.

·        ·    Súkkulaðikaka, ein sneið, hækkaði úr 490 í 590 hjá Te&kaffi, úr 530 í 580 hjá Kaffi Tári og úr 520 í 540 hjá Kaffi Hljómalind.

·        ·     Ef við gefum okkur að tvær manneskjur ætli að hittast yfir kaffibolla og kökusneið. Önnur drekkur Caffi Latte en hin uppáhellt og hvor um sig fær sér kökusneið. Þá hefur þessi lúxus hækkað sem hér segir:

·        ·         Hjá Te&kaffi úr 1630 í 1890 eða um 16%, hjá Kaffi Tári úr 1650 í 1820 eða um 10,3%

 
Kaffi Tár, Cafe Latte , Te&kaffi,  eru góð frumtök, og starfa  í þjónustugeiranum (tertiay sectror) og í raun skapar það engar útflutningstekjur, en byggist m.a á innflutning (aðflutt hráefni, og að nokkru leyti tekjur sem ferðamenn leggja til við kaup á kaffi).  Aðrar tekjur sem Kaffi Tár fær eru frá fólkinu í landinu sem kaupir af því vörur og þjónustu.                                                                                              Án frumvinnslu- og úrvinnslugreina fengi t.d. starfsemi eins og Kaffi-Húsanna mjög illa þrifist, því allt er þetta háð hvert öðru í blönduðu hagkerfi.  Mjög einhæf hagkerfi eru að jafnaði mjög veik og vanþróuð og þola illa sveiflur í efnahagslíf heimsins.Hinsvegar bjarga kaffihúsin ekki  Íslensku hafkerfi  né afkomu þjóðarbúsins.

  • Það er auðvitað ekkert skrítið að Stopp Stopp flokkarnir liðið í Samfylkingunni og VG  skilja ekki hvernig málum og  er háttað úti á landsbyggðinni og landinu. Steingrímur J. er líklega einn af fáum í liði  VG og Samfylkingarinnar sem hefur komið út fyrir 101 Reykjavík og Litlu kaffistofunnar.

·        ·         Robert Wade  flutti fyrirlestur  Fjármálakreppan 2007-2010 í Í fyrirlestrinum fjallaði Robert Wade um orsakir og eðli fjármálakreppunnar í heiminum síðastliðið ár. Hann  færði rök að því að hún sé alvarlegri en þær fjármálakreppur sem við höfum kynnst undanfarna áhuga og afleiðingarnar verði einnig meiri fyrir bandarískt efnahagslíf. Hann mun  um hugsanlegar breytingar á regluverki fjármálamarkaða í kjölfar kreppunnar, breytingar á Basel 2 samþykktum og alþjóðlegum reikningsskilastöðlum, hömlur á hreyfingar fjármagns á milli landa, nýjar reglur um starfsemi fjárfestingasjóða, starfsemi og markmið seðlabanka, starfsemi matsfyrirtækja

  • Einn þekktasti hagfræðingur heims, Xavier Sala-i-Martin prófessor við Columbia- -háskóla í New York , kynnti  niðurstöður árlegrar könnunar Woeld Economic Forum í Sviss á samkeppnishæfni hagkerfa heimsins. Þá fjallaði hann einnig um samkeppnisstöðu efnahagslífsins á Íslandi og langtímahorfur auk þess sem hann beindi sjónum að því á hvaða sviðum Ísland geti aukið samkeppnishæfni sína út frá viðmiðum  Woeld Economic   Forum.

    Til að Ísland geti aukið samkeppnishæfni sína er lykilatriði að hér aukist efnahagslegur stöðugleiki, segir Sala-i-Martin. Sem fyrr er Ísland ofarlega á lista yfir samkeppnishæfustu hagkerfi heims.            Í tveimur af þeim tólf þáttum sem tekið er tilliti til stendur Íslandi þó flestum öðrum að baki

               Manni finnst það undarlegt að hafa áhyggjur af kaffisopanum þegar fjöld uppsagnir og                               samdráttur  í atvinnulífinu  blasa við Íslensku efnahagslífi undarleg pólitík það.

·             Bjarni Friðrik Jóhannesson, rekstrarstjóri Nóatúns, segir að 70 manns hafi verið sagt upp en fyrirtækið hafi reynt að útvega fólki störf annars staðar. Ekki hafi þó verið hægt að tryggja öllum atvinnu.

·        ·         Gunnar Pálsson, formaður VR , segir að uppsagnir berist úr öllum geirum atvinnulífsins og stjórnvöld þurfi að bregðast við.

·        ·         Landsbankinn spáir að verðbólgan nái hámarki í ágústmánuði, 14%, Framkvæmdastjóri SVP   segir að auka þurfi lánsfjármagn í atvinnulífinu á næstu vikum ef ekki eigi illa að fara. Mörg fyrirtæki standa frammi fyrir greiðsluerfiðleikum um þessar mundir. Framkvæmdastjóri Félags íslenskra stórkaupmanna segir að samdráttur á einum stað í efnahagslífinu hafi keðjuverkandi áhrif á þann næsta                                 

·        Mörg verktakafyrirtæki standa nú frammi fyrir miklum erfiðleikum samfara hækkunum á olíuverði, gengislækkunum og skertum aðgangi að lánsfé. Næg verkefni eru fyrir hendi en þó er ljóst að staða sumra fyrirtækja er mjög tæp.

·        ·     Íslendingar verða að fara að gera sér grein fyrir því að byggja þarf upp atvinnuveginn sem skapa þjóðarbúinu gjaldeyrir og fjölbreytt störf í iðnaði       

·        Það skapar ekki auðlegð eins og kaffihópurinn 101 RVK, að stoppa alla uppbyggingu undirstöður atvinnuveganna, kaffistofur er ekki lausnin af afkomu þjóðarbúsins.


 Kv. Sigurjón Vigfússon


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Sæll Sigurjón

Ég er búinn að lesa slatta af pistlum eftir þig og er ánægður að eiga skoðanabróður í þér hvað stóriðjuna og virkjanamálin varðar. Haltu áfram að blogga!

Við stóriðjusinnar höldum baráttunni áfram. Mér sýnist að nú - í því óvissuástandi sem ríkir - muni margir átta sig á því hvað þeirra hafa í álinu. Jafnframt munu margir átta sig, þegar í ljós kemur í lok þessa árs og á næsta ári, að það verður álið og álvers- og stóriðjuframkvæmdir, sem hafa bjargað okkur út úr þeim ógöngum, sem við virðumst hafa ratað í. Mín skoðun er þó að kreppan sé ekki jafnslæm og margir vilja vera láta. Álútflutningurinn er á uppleið (svo um munar), stóriðjuframkvæmdir framundan á Reykjanesi og á Bakka og olíuhreinsunarstöð fyrir vestan - ef við kærum okkur um!

Ég veit ekki hvar við værum stödd, ef við ættum einungis að lifa af grasatínslunni og klósettþrifunum á Eddu hótelum yfir blásumarið líkt og VG leggur til! Því miður var þjóðin orðin hálf veruleikafirrt eftir allt góðærið!

Hún er góð hjá þér lýsingin á 101 liðinu. en maður verður samt að sýna þessu fólki smá miskunn og skilning, því það hefur annaðhvort ekki upplifað ruglið frá 1972-1997, eða er búið að gleyma því. það man bara góðu tímana frá 1998-2007 og því er því vorkunn. Nú kemur ný lífsreynsla fyrir suma og upprifjun fyrir aðra.

Ég held að þessi samdráttur hafi þegar til langs tíma verður litið góð áhrif á þjóðina og kippi henni niður á jörðina. Við fáum sennilega sæmilegan frið til að klára álverið í Helguvík og á Bakka. Síðan þarf að skoða vel þetta með olíuhreinsunarstöðina fyrir vestan, sem ég er nú frekar hlynntur í augnablikinu, en er þó ekki búinn að mynda mér endanlega skoðun á.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 17.6.2008 kl. 12:36

2 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll,  Guðbjörn og takk fyrir.

     Ef hugmyndir Framtíðarlandsins og þeirra er styðja hugmyndir þeirra t.d. um losunar kvóta þá er stórar líkur á því að ferðarmannaiðnaður leggist af, þar fara þeir fram á losunar kvóta upp á áttatíu milljarða á ferðarmannaiðnaðinn samkvæmt útreikningi sínum, með hækkandi eldsneytisverðu munu fluggjöld hækka um 30% á næstunni ofan á áforn Framtíðarlandsins um mengunarkvótann, eins og fram hefur komið í fréttum vill, en losun á CO2 á ferðarmannaiðnaðinn er á við 16 álver.

Efnahagsbandalagið leggur til mengunarkvóta á flug á árunu 2010 til 2012 , og annan iðnað verði af því er óumflýjanlegt ferðamannaiðnaður leggst af í núverandi mynd en  t.d  áliðnaður verður skaðinn minn kostnaðurinn leggst einfaldlega á áltonnið en mikil vaxandi eftir spurn er eftir áli enda siglir í orkukreppu á samaskapi mun áliðnaðurinn greiða aðeins hærra raforkugjald eða 5 -7 % hærra en í dag áliðnaður mun vél ráða við þetta álag.

 Þá  leggjast öll Edduhótelin af og flest öll hótelstarfsemi en, á föstudag bitru þeir skýrsluna en hún var ekki betur unni en það að gangi hún eftir leggst ferðarmannaiðnaður af á Íslandi í núverandi mynd og með ómæld atvinnuleysi tekur þá við í greininni. Persónalega vildi ég sjá álverið á Bakka rísa á undan Helguvíkinni, Landsbyggiðn þarf á fjölbreyttari atvinnuuppbyggingu og atvinnuöryggi.

Kv. Sigurjón Vigfússon 

Rauða Ljónið, 17.6.2008 kl. 14:24

3 Smámynd: Bumba

NIÐUR MEÐ SAMFYLKINGUNA. Með beztu kveðju.

Bumba, 20.6.2008 kl. 07:06

4 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Sæll

Ég er alveg sammála þér að öllu leyti nema varðandi Helguvík. Norðurálsmenn eru þegar byrjaðir á framkvæmdum og eru alveg ferskir, þar sem þeir eru nýbúnir að stækka í Hvalfirði. Höfnin er fyrir hendi og allt umhverfismatskjaftaæðið og leyfin klár. Þetta er ekki bara í höfn, heldur mun uppbyggingin ganga mjög hratt fyrir sig.

Gert er ráð fyrir að fyrsta áfanga álversins verði lokið í árslok 2010 og á ég ekki von á að nokkur maður leggi þar stein í götu eins og atvinnuástandið verður næsta haust.

Ég á jafnvel von á því að þeir setji kraft í Bakka og framkvæmdir byrji þar á næsta ári. Við megum ekki gleyma því að þegar álverin byrja að starfa, byrja þau að mala gull og það lagar viðskiptahallann, sem er okkar aðal vandamál.

Þetta lítur allavega vel út í augnablikinu!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 20.6.2008 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rauða Ljónið
Rauða Ljónið

Rautt ljónið er göfugt . Red Lion is noble.

Segðu fólki það sem það þegar veit og skilur og þér verður þakkað.

Segðu fólki það sem það ekki veit og skilur og þú verður fordæmdur.

 Lyginn getur ferðast um allan heiminn, á meðan sannleikurinn er að fara í skóna.

Sigurjón Vigfússon

Nýjustu myndir

  • ...au_anesvita
  • ...aaa
  • ...6239_n_1_jl

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband