Leita í fréttum mbl.is

Athugasemdir

1 identicon

Í heild má segja að efnahagslegur ávinningur Íslands af starfsemi stóriðjuvera sé lítill og hafi farið minnkandi á síðustu árum. Hann er nú vart meira en 0,1 – 0,2% af þjóðarframleiðslu fyrir hvert álver. Arður af íslenskum auðlindum kemur aðallega fram í hagnaði iðjuveranna og rennur vegna lágra skatta að mestu ósnertur í vasa hinna erlendu eigenda.

Elvar Geir Sævarsson (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 17:41

2 Smámynd: Rauða Ljónið

135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 1339 — 624. mál.





Svar



iðnaðarráðherra við fyrirspurn Valgerðar Sverrisdóttur um framlag áliðnaðarins til þjóðarbúsins.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hvert er framlag áliðnaðarins til þjóðarbúsins, sundurliðað m.a. eftir fjölda starfa, tekjum ríkissjóðs og hlutfalli af útflutningstekjum?

Fjöldi starfa.
    Eftirfarandi upplýsingar fengust frá álfélögunum um fjölda fastra starfsmanna í maí 2008, áætlaðan fjölda starfsmanna í sumarafleysingum og mat félaganna á fjölda starfa sem eru afleidd af starfsemi álveranna.

Álfélög

Fastir starfsmenn

Sumarafleysingar

Áætluð afleidd störf

ÍSAL í Straumsvík

540

130

1.350

Norðurál á Grundartanga

477

140

750

Fjarðaál í Reyðarfirði

450

130

1.000

Samtals

1.467

400

3.100


    Nýsir hf. ráðgjafarþjónusta mat fjölda afleiddra starfa í skýrslu árið 2002 um samfélagsleg og efnahagsleg áhrif álvers í Fjarðabyggð þannig að óbein og afleidd störf á Mið-Austurlandi gætu orðið 295 og annars staðar í landinu 680, samtals 975.


    Verðmæti útflutningsafurða í stóriðju 2006 var 62.908 millj. kr. Langstærstur hluti þess, eða 57.101 millj. kr., myndaðist í áliðnaði.
    Samkvæmt upplýsingum álfyrirtækjanna fer að jafnaði um þriðjungur af heildartekjum þeirra til að mæta innlendum kostnaði. Innlendur kostnaður er einkum raforkukaup, launakostnaður, skattar til ríkis og sveitarfélaga og kaup á innlendum vörum og þjónustu. Miðað við þessar upplýsingar má áætla að árið 2006 hafi um 19 milljarðar kr. farið til greiðslu á innlendum kostnaði. Efnahagsskrifstofa fjármálaráðuneytisins áætlaði í vorskýrslu um þjóðarbúskapinn 2008 að útflutningstekjur af áliðnaði á þessu ári verði 166,2 milljarðar kr. Frá janúar til júní 2008 var flutt út ál fyrir 73,5 milljarða kr., þannig að líklegt er að sú spá rætist. Ástæða fyrir svo mikilli tekjuaukningu er m.a. gríðarleg framleiðsluaukning á áli með stækkun Norðuráls og tilkomu Fjarðaáls. Auk þess hefur heimsmarkaðsverð á áli hækkað mikið að undanförnu og er því spáð að meðalverð 2008 verði nærri 2.800 bandaríkjadölum á tonn.
    Með svipuðum forsendum og áður má gera ráð fyrir að um 55 milljarðar kr. fari til greiðslu á kostnaði hérlendis 2008. Þar á meðal eru gjöld til ríkis og sveitarfélaga

. Hlutfall af útflutningstekjum.
    Árið 2007 námu útflutningstekjur vegna álframleiðslu 17,8% af heildarútflutningstekjum fyrir vörur og þjónustu. Árið 2008 er áætlað að útflutningur áls aukist um 70% að magni til og að hlutfall útflutningstekna af álframleiðslu nemi rúmlega 30% af heildarútflutningstekjum. Árið 2009, þegar heilsársframleiðslugeta Fjarðaáls verður fullnýtt, er spáð að hlutfallið verði komið yfir 30%.
Sé litið til vöruútflutnings eingöngu sést vaxandi þáttur álframleiðslunnar betur. Taflan sýnir álframleiðslu á Íslandi og tekjur af útflutningi áls í samanburði við heildartekjur af vöruútflutningi annars vegar og útflutningi vöru og þjónustu hins vegar árin 2002–2007 í milljörðum kr., svo og áætlanir fyrir 2008.

Ár

2002

2003

2004

2005

2006

2007

2008

Álframleiðsla (1000 tonn)

282 ,6

286 ,1

278 ,1

283 ,7

303 ,4

446 ,4

760 ,0

Útflutningur vöru

204 ,3

182 ,6

202 ,4

194 ,4

242 ,7

305 ,1

372 ,4

Útflutningur vöru og þjónustu

305 ,9

288 ,1

316 ,3

322 ,6

369 ,2

451 ,7

551 ,1

Ál í % af vöruútflutningi

18 ,9

18 ,8

18 ,1

18 ,5

23 ,5

26 ,3

44 ,6

Ál í % af vörum og þjónustu

12 ,6

11 ,9

11 ,5

11 ,2

15 ,5

17 ,8

30 ,2

 

on error resume next If p__msd = "true" Then For i = 2 to 6 If Not(IsObject(CreateObject("ShockwaveFlash.ShockwaveFlash." & i))) Then Else p__r_f = 2 p__r_v = i End If Next End If If p__r_f = 0 Then p__r_f = 1 End If

Rauða Ljónið, 2.2.2009 kl. 19:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rauða Ljónið
Rauða Ljónið

Rautt ljónið er göfugt . Red Lion is noble.

Segðu fólki það sem það þegar veit og skilur og þér verður þakkað.

Segðu fólki það sem það ekki veit og skilur og þú verður fordæmdur.

 Lyginn getur ferðast um allan heiminn, á meðan sannleikurinn er að fara í skóna.

Sigurjón Vigfússon

Nýjustu myndir

  • ...au_anesvita
  • ...aaa
  • ...6239_n_1_jl

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband