Leita í fréttum mbl.is

Íslandshreyfingin og Álverið í Helguvík.

Eftir að Björgvin G. Sigurðsson tilkynnti um áframhaldandi framkvæmdur við álverið í Helguvík.Ákvað stjórn Íslandshreyfingarinnar að ganga í samstarf við Samfylkinguna.                                                                                   Ómar Ragnarson, formaður Íslandshreyfingarinnar,  staðfesti að viðræður hefðu átt sér stað en hann vildi ekki greina frá því hversu langt þær væru komnar.

Í tilkynningu segir að Íslandshreyfingin hafi frá upphafi litið á sig sem fyrsta og eina græna flokkinn sem skilgreinir sig hvorki til hægri né vinstri og liggi því nálægt Samfylkingunni í litrófi íslenskra stjórnmála.  

Því hlýtur Íslandshreyningin að líta svo á að allur áliðnuður með vistvænri orku sé góður kostur fyrir þjóðfélagið.                                                                                                                                     Með Helguvíkurálverinu koma um 400 milljarðar króna inn í hagkerfið. Allt erlend fjárfesting. Það kemur því á besta tíma.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ágæti Sigurjón,

Eftirfarandi skrifaðir þú í athugasemd við frétt á Eyjunni í dag:

"Hlynur H. og Hanna Lára skrifuðu margar færslur inn á sín mbl, blogg á síðasta ári og lofuðu útrásarvíkingana og að landsmenn þyrfti ekki að óttast neitt, og að ekki þyrfti að hlúa að útfluttningsgeinum eins og fiskveiðum iðnaði og öðru slíku, bankarnir munu sjá um að aflr gjaldeyris fyrir þjóðarbúið, nú er komið annað hljóð í skrokkinn enda kosningar í námd."

Þar sem ég hafði skömmu áður sett þar inn athugasemd reikna ég með að þú hafir verið að meina mig þegar þú minnist á "Hönnu Láru". 

Þess vegna langar mig að biðja þig að færa rök fyrir máli þínu og benda á þær mörgu bloggfærslur mínar þar sem ég lofa útrásarvíkingana og segi að ekki þurfi að hlú að útflutningsgreinum eins og fiskveiðum, iðnaði og slíku og að bankarnir munu sjá um að afla gjaldeyris.

Athugasemdir á Eyjunni eru opinber vettvangur og þegar svona orð eru höfð um fólk og fullyrðingar um skrif þess er lágmark að rökstyðja þau og benda á dæmi máli sínu til stuðnings.

Fréttin með athugasemd minni og fullyrðingu þinni er hér ef þú vilt rifja þetta upp: http://eyjan.is/blog/2009/03/04/umhverfisradherra-stydur-ekki-stjornarfrumvarp-um-alver-i-helguvik-talid-skapa-um-3000-storf/

Ég er ekki búin að blogga nema síðan 1. nóvember 2007 svo þú ættir að vera fljótur að finna slóðir á öll þessi ummæli mín og lista þær hér hjá þér. Tekið skal fram að ég hef aldrei eytt bloggfærslu, þær eru allar þarna.

Með fyrirfram þökk,
Lára Hanna

Lára Hanna Einarsdóttir, 4.3.2009 kl. 22:25

2 Smámynd: Hlynur Hallsson

Flott hjá þér Lára Hanna:)

Þetta rauða ljón er greinilega að villast í frumskóginum sínum:)

Bestu kveðjur

Hlynur Hallsson, 4.3.2009 kl. 22:53

3 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæl,. Þið tvö Hlynur ruglaðist á þér og Dofra bið þig velvirðingar. Lára Hanna þið tvö Döfri og þú gerðu grín á komandi atvinnuleysi á síðu Dofra nokkrun dögum fyrir bankahrunið þið hafið líka verið hluðholl fyrirtækjum sem útrásarvíkingar standa að það var það sem ég átti við, en kanske ekki komið nógu vel til skila.

Kv. SIgurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 7.3.2009 kl. 16:05

4 Smámynd: Hlynur Hallsson

Það hlaut að vera Sigurjón að þú hefðir ruglast á mér og einhverjum!)

Afsökunarbeiðni er tekin til greina með bestu kveðjum,

Hlynur Hallsson, 7.3.2009 kl. 23:37

5 identicon

Ég held að maður þurfi að vera lesblindur til að geta stautað sig fram úr textanum í svari Rauða Ljónsins(nema þetta eigi að vera dulmál).

Kolla (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 02:14

6 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þetta er ekki nóg, Sigurjón. Ég kannast ekki við að hafa nokkru sinni gert grín að atvinnuleysi enda er slíkt ástand ekkert til að gera grín að. Komdu með slóð á grínið.

Ég kannast heldur ekki við að hafa verið hliðholl fyrirtækjum sem útrásarvíkingar standa að. Þvert á móti - ég hef gagnrýnt þessa menn síðan löngu fyrir hrun og neitaði meira að segja að auglýsa á blogginu mínu fyrirtæki eins þeirra - NOVA - og borgaði mig frá henni. Það er meira en þú hefur gert.

Komdu með slóðir að þeim færslum þar sem ég lýsi mig hliðholla fyrirtækjum þessara manna. Rökstyddu mál þitt.

Lára Hanna Einarsdóttir, 9.3.2009 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rauða Ljónið
Rauða Ljónið

Rautt ljónið er göfugt . Red Lion is noble.

Segðu fólki það sem það þegar veit og skilur og þér verður þakkað.

Segðu fólki það sem það ekki veit og skilur og þú verður fordæmdur.

 Lyginn getur ferðast um allan heiminn, á meðan sannleikurinn er að fara í skóna.

Sigurjón Vigfússon

Nýjustu myndir

  • ...au_anesvita
  • ...aaa
  • ...6239_n_1_jl

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband