Leita í fréttum mbl.is

Umboðsmaður Alþingis skoðar ráðningar í ráðuneytunum

Umboðsmaður Alþingis hefur skrifað fjármálaráðherra annars vegar og félags- og tryggingamálaráðherra hins vegar bréf vegna mannaráðninga án auglýsinga í ráðuneytum þeirra á þessu ári.

Þetta kemur fram í skýrslu sem Umboðsmaður Alþingis sendi Alþingi nýverið. Fram kom í máli Jóhönnu Sigurðardóttir í gær að 42 einstaklingar hefðu verið ráðnir í ráðuneytin frá áramótum án auglýsinga.

Róbert Spanó, umboðsmaður Alþingis, vildi ekki láta hafa neitt eftir sér um málið þegar Vísir hafði samband við hann en vísaði á skýrsluna sem Umboðsmaður sendi Alþingi.

Fréttastofa RÚV greinir frá því í kvöld að Umboðsmaður Alþingis hafi allt frá árinu 2006 fylgst með mannaráðningum í stjórnarráðinu enda berist honum ábendingar um að ekki sé alltaf eðlilega staðið að ráðningum þar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rauða Ljónið
Rauða Ljónið

Rautt ljónið er göfugt . Red Lion is noble.

Segðu fólki það sem það þegar veit og skilur og þér verður þakkað.

Segðu fólki það sem það ekki veit og skilur og þú verður fordæmdur.

 Lyginn getur ferðast um allan heiminn, á meðan sannleikurinn er að fara í skóna.

Sigurjón Vigfússon

Nýjustu myndir

  • ...au_anesvita
  • ...aaa
  • ...6239_n_1_jl

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband