Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010

10 ára uppbygging framundan á Haítí

Stephen Harper, forsætisráðherra Kanada, segir að uppbyggingin á Haítí muni að minnsta kosti taka 10 ár. Þetta sagði hann á neyðarfundi ríkja sem koma að hjálparstarfi í landinu, en ráðstefnan fer fram í Kanada.

„Það eru engar ýkjur að segja að heimurinn standi frammi fyrir að minnsta kosti 10 ára erfiðu uppbyggingarstarfi á Haítí,“ sagði Harper.

„Við verðum að tryggja það að öll úrræði, allir hjálparstarfsmenn, öll ökutæki og hver dalur sé nýttur á sem bestan hátt,“ sagði ráðherrann ennfremur með Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Jean-Max Bellerive, forsætisráðherra Haítí, sér við hlið.
Harper vonast til þess að lögð verði fram áætlun á fundinum sem  muni verða nýtt sem leiðarljós í uppbyggingarstarfinu.


Kvikmyndagerðarmenn fordæma niðurskurður stjórnar VG og Samfylkingarinnar

Íslenskir kvikmyndarmenn eru ónægðir með 35% lækkun framlaga til kvikmyndasjóða á fjárlögum 2010. Þeir segja þetta niðurskurð á íslenskum menningariðnaði. Þetta kom fram á opnum samstöðufundi um íslenska kvikmyndagerð, sem var haldinn í kvöld.
 
Jafnframt fordæmir fundurinn stjórnenda RÚV um að draga verulega úr innkaupum á íslensku efni. Með slíkum aðgerðum brjóti stjórnendur RÚV þær menningarlegu- og lagalegu skyldur sem þeim séu lagðar á herðar, sem og óskir eigenda sinna og áhorfenda - sem vilji vandað íslenskt efni.
 
„Treysti stjórnendur RÚV sér ekki til að reka almannaútvarp og sjónvarp samkvæmt lagaramma og vilja þjóðarinnar, þá ber Páli Magnússyni og öðrum yfirmönnum RÚV að segja af sér hið fyrsta,“ segir í ályktun sem var samþykkt í kvöld. Kvikmyndagerðarmenn fordæma niðurskurður stjórnarinnar.


Lagaþekkingu Borgarahreyfingarinnar “eins og leikskólakrakka með hor í nös”

Þetta segir hæstaréttarlögmaður og vitnar í tilkynningu frá Borgarahreyfingunni
Beiðni Borgarahreyfingarinnar um að sérfræðingar við lagadeild Háskólans geti álit sitt á því hvort ákæra á hendur mótmælendum sem réðust inn í Alþingishúsið sé viðeigandi, er svo “ævintýrnlega heimskuleg að ósofinn leikskólakrakki með hor í nös og króníska eyrnarbólgu hefði ekki getað ropað þessu út úr sér í sandkassanum”.Þetta segir hæstaréttarlögmaður og vitnar í tilkynningu frá Borgarahreyfingunni um málið, þar sem talað er um “ákæru skrifstofustjóra Alþingis” og bendir á skrifstofustjórinn gefi ekki út ákærur, það geri ríkissaksóknari og saksóknarar lögum samkvæmt. Hann bendir á að Héraðsdómur Reykjavíkur og síðan hugsanlega Hæstiréttur muni skera úr um það hvort umræddir einstaklingar hafi brotið gegn 100. gr. almennra hegningarlaga, eins og í ákærunni segir, og ef svo verði, hvort einhver refsibrottfalls- eða refsilækkunarsjónarmið eigi við. Fræðimenn og nemendur við lagadeildir íslenskra háskóla muni síðan án efa fjalla um þessi álitaefni í kennslustundum í stjórnskipunarrétti eða refsirétti, en að leita álits þeirra á því hvort ríkissaksóknari sé að vinna vinnuna sína sé algerlega fráleitt.

Sveinn Andri skrifar: “Það væri ekki ónýtt ef sjálfskipaðir talsmenn borgaranna og heimilanna í landinu kynntu sér íslenskt réttarfar, eins og því er lýst í kennslubókum í grunnskólum, áður en þeir byrja að gapa um það á opinberum vettvangi og verða sjálfum sér til athlægis. Nóg er samt.”


Vinir vorir ? Norðmenn neita að vera sáttasemjara fyrir Ísland

Norðmenn neita því að vera í sáttasemjarahlutverki fyrir Íslendinga í Icesave málinu. Þetta kemur fram í frétt á Reuters í morgun. Talskonu norska fjármálaráðuneytisins að Noregur..."hafi engu hlutiverki að gegna sem sáttasemjari fyrir Ísland í augnablikinu," eins og hún orðar það.

Aðspurð um hvort slíkt hlutverk væri mögulegt neitaði talskonan að svara þeirri spurningu Reuters og sagði aðeins að norsk stjórnvöld væri í „nánu sambandi" við ríkisstjórn Íslands.

Í fréttinni er fjallað um frásagnir í íslenskum fjölmiðlum um helgina um aðkomu sáttasemjara til að reyna að miðla málum milli Íslendinga og Breta og Hollendinga í Icemálinu. Þar var m.a. rætt um mögulega aðild Norðmanna sem sáttasemjara.


mynd

Íslensk börn verða illa úti í kreppunni

Íslenskir sérfræðingar á sviði lýðheilsu telja merki um aukin fjölskylduvandræði eftir fjármálahrunið árið 2008 sem skildi fjölda foreldra eftir í fjárhagsvanda.
Geir Gunnlaugsson, nýskipaður landlæknir, segist í samtali við Guardian ekki vera í vafa um það hvaða hópur hafi farið verst út úr kreppunni á Íslandi - það séu börn. Tilkynningum til barnaverndanefnda hafi fjölgað frá hruninu en nefndirnar hafi líka verið vel á varðbergi.

„Við teljum að það hafi reynt mjög mikið á samskipti innan fjölskyldna - árekstrar á meðal foreldra til dæmis," segir Geir. Álagið stafi meðal annars af fjárhagsáhyggjum og allt hafi þetta áhrif á börnin.

Halldór Guðmundsson, lektor við félagsráðgjafadeild við Háskóla Íslands, tekur í sama streng og Geir. Hann segir að börn spyrji hvað sé að gerast, hvað það þýði að Ísland sé í kreppu og hvað verði um þau.



Íslenski bankinn sem aðstoðaði lúxuslífs í góðærinu hefur verið auglýstur til sölu.

Íslenski bankinn útibús Kaupþings í Bretlandi sem aðstoðaði við fjármögnun lúxuslífs bresku viðskiptaelítunnar í góðærinu hefur verið auglýstur til sölu.
Un 1,2 milljarður punda var lánaður til einstaklinga. Um 300 milljónum var eytt í snekkjur og einkaflugvélar og um þriðjungi lánanna í breskar fasteignir.  Mörg lánanna eru sögð hafa verið veitt gegn litlum eða engum veðum. Talið er að um fjórðungur þeirra 824 milljóna punda sem lánuð voru til fyrirtækjareksturs sé glataður.

Sú lánabókanna sem inniheldur lán upp á einn milljarð punda í fasteignaviðskipti er talin álitlegust fyrir hugsanlega fjárfesta. Þar er meðal annars 160 milljóna punda lán gegn veði í Shard, sem verður hæsta bygging Lundúna þegar hún verður tilbúin árið 2012.

Hún var upphaflega auglýst til sölu í nóvember 2008, mánuði eftir að bankinn varð gjaldþrota, en þá var hætt við. Í bréfi frá skiptastjóra lýsir hann þeirri skoðun sinni að markaðaðstæðurnar hafi breyst nóg síðan til að kaup á rekstrinum geti nú orðið kröfuhöfum til góðs.

Verður heilbrigðisráðherra kölluð sem vitni?

Mál níu manna sem ákærðir voru vegna mótmæla í Alþingishúsinu fyrir ári síðan hefur verið þingfest. Það er Sigurmar Kristján Albertsson hæstaréttarlögmaður og eiginmaður Álfheiðar Ingadóttur heilbrigðisráðherra sem er verjandi sakborninganna.

Þegar þessi árás var gerð á Alþingishúsið stóð Álfheiður Ingadóttir, núverandi heilbrigðisráðherra, þáverandi þingmaður og síðan um skeið einn af varaforsetum Alþingis, í Kringlu þinghússins, fylgdist með atburðum, hvatti árásarmenn til dáða og hallmælti lögreglumönnum. Skyldi Sigurmar kalla á hana sem vitni?

 Þau Sigurmar og  Álfheiður voru með aðgerðasinnum, sem réðust að lögreglustöðinni við Hlemm.

 


Græða 125 miljónir á eign sem Landsbakinn seldi þeim.

Eigendur atvinnuhúsnæðisins á Grensásvegi hafa boðið nokkrum einstaklingum húsið til sölu á 200 milljónir króna en eigendurnir keyptu húsið á 75 milljónir króna af Landsbankanum græða 125 milljónir á sölunni góð fjarfesting það.
Það var verkfræðingur sem keypti eignina árið 2006 á tæpar 132 milljónir króna, í þeim tilgangi að breyta húsinu í hótel.

Landsbankinn seldi atvinnuhúsnæði á Grensásvegi á yfir fjörutíu prósenta lægra verði en húsið var keypt á fyrir þremur árum. Fermetrinn var seldur á tæpar 50 þúsund krónur.

Að sögn Landsbankans voru eignirnar þá settar í sölu hjá tveimur fasteignasölum, Eignamiðlun seldi svo eignirnar nú í október á 75 milljónir króna. Það er órafjarri fasteignamati hússins og innan við 60% af því sem Grensásvegur 12 seldist á fyrir þremur árum.

Þrátt fyrir erfiða tíma á fasteignamarkaði, þá hefur eigandi hússins boðið í það minnsta tveimur stóreignamönnum húsnæðið til sölu fyrir 200 milljónir króna, eða á 125 milljónum hærra verði en bankinn seldi það á.

 


Mannorð fjölskyldu í skotlínunni.

Í gær skrifaði ég þessa færslu. ,,Skjaldborgin notuð til að hygla auðmönnum og vinum stjórnarflokkana".
Það er trú mín að allir menn megi verja sinn  rétt og heiður og koma á framfæri sínu athugasemdum þannig að hið sanna komi í ljós.
Nú hefur Skúli Helgason skýrt málið frá sínu sjónar horni  í Presssuni og eru skýringar hann hér.

Fréttastofa Ríkisútvarpsins flutti í kvöld frétt undir yfirskriftinni Vildarkjör til valdra, þar sem látið er að því liggja að ríkisbankarnir séu að selja fasteignir á undirverði til útvalinna einstaklinga í samfélaginu. 

Fréttin byggði á umfjöllun í Spegli Ríkisútvarpsins fyrr í kvöld. Nefnd voru þrjú dæmi af einstaklingum sem tengjast stjórnmálum þar á meðal undirrituðum og minni fjölskyldu.  Fjallað var um kaup okkar á íbúðahúsi síðastliðið haust, birt mynd af kaupsamningnum og myndir af húsinu okkar.  Gaman hefði verið ef viðkomandi fréttamenn hefðu haft dug í sér til að hafa samband við okkur áður en einkalíf okkar var tekið til umfjöllunar með þessum hætti en því var ekki að heilsa.  Reyndar var það svo að sonur okkar tók eftir myndatökumanni á lóðinni í dag og höfðum við samband við fréttastofuna til að spyrja hverju það sætti en fengum þau svör að enginn kannaðist við að vera að vinna frétt frá þessum slóðum og væntanlega hefði myndatökumaðurinn bara verið að mynda óveðrið!   Þau eru dapurleg fyrstu kynni tíu ára sonar okkar af samskiptum við fréttastofu allra landsmanna.

En aftur að staðreyndum málsins.    Síðsumars gerðum við tilboð í fasteign á Gnitanesi  sem auglýst var í fasteignaauglýsingum Morgunblaðsins.  Margir skoðuðu eignina og fleiri tilboð bárust og þurftum við á endanum að borga 3 milljónir króna yfir ásettu verði.   Þess ber að geta að eignin var í því ástandi að gera þurfti á henni verulegar endurbætur, því  hún var ótrúlega illa farin að innan miðað við ytra útlit. 

Undanfarna þrjá mánuði hefur fjölskyldan, vinir og vandamenn því unnið hörðum höndum að endurbótum ásamt iðnaðarmönnum og er því starfi hvergi nærri lokið.   Fasteignasalan staðfesti við fréttamann Útvarpsins að hér hefði verið um eðlilegt verð að ræða miðað við ástand hússins en engu að síður gefur fréttastofa Sjónvarpsins í skyn að um óeðlilega fyrirgreiðslu hafi verið að ræða þegar sannleikurinn er sá að við keyptum fasteign á yfirverði á opnum markaði í kjölfar auglýsinga í dagblöðum og á netinu.

Ég geri mér grein fyrir því að stjórnmálamaður á Íslandi getur ekki farið fram á það að fá að vera í friði með sitt einkalíf en það er óneitanlega magnað þegar heiður fjölskyldu manns er dreginn í svaðið í Ríkisútvarpinu án þess að maður fái tækifæri til að bera hönd fyrir höfuð sér.

Skúli Helgason


Skjaldborgin notuð til að hygla auðmönnum og vinum stjórnarflokkana.

Nú ríður sukkið hæstu hæðum þar sem vinir og vanda menn eru látnir njóta góðs af hruni Íslands.
En almúginn gerður uppi og kvalin og píndur til að greiða fyrir sukkið svo að vinir og vandamenn getið fengið fasteignir bíla og fyrirtæki á spottprís og hver borgar svo á endanum það er hin Íslenska alþýða Skjaldborgin er orðin að skrímsli í Íslenskuþjóðfélagi.
Útgerðarkona í Vestmannaeyjum fékk lýsisfyrirtæki úr þrotabúi fyrir hálfan árshagnað. Þetta er svona 95% afsláttur. Pelsasali fékk niðurfelldar skuldir á fasteign, en seldi svo fasteignina á fullu verði.
Og nú koma fréttir af því að bankarnir séu farnir að selja fasteignir á spottprís til vildarvinar.
 
Þetta er allt afburða fólk og þess vegna hafa þau sannfært sig sjálf um að þetta væri allt eðlilegt og venjulegt.
Bankinn hefur örugglega tekið húsin af fólki sem lenti í gengissvindli starfsmanna bankans. Bjargarlausu fólki án áskriftartekna frá ríkinu. Það hefur verið hrakið frá heimilum sínum og verður sjálfsagt sótt af bankanum til að greiða mismuninn sem flokksdátarnir hagnast á.
mbl.is Fengu húseignir á góðum kjörum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Rauða Ljónið
Rauða Ljónið

Rautt ljónið er göfugt . Red Lion is noble.

Segðu fólki það sem það þegar veit og skilur og þér verður þakkað.

Segðu fólki það sem það ekki veit og skilur og þú verður fordæmdur.

 Lyginn getur ferðast um allan heiminn, á meðan sannleikurinn er að fara í skóna.

Sigurjón Vigfússon

Nýjustu myndir

  • ...au_anesvita
  • ...aaa
  • ...6239_n_1_jl

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband