Leita í fréttum mbl.is

Úrskurður breska dómstólsins hefur óbein áhrif á Ísland - Þarf að skoða gaumgæfilega

Úrskurður Hæstarétts í Bretlandi um að breskum stjónvöldum hafi verið óheimilt að frysta eignir grunaðra hryðjuverkamanna sem beitt var gegn Íslandi og Landsbankanum. Hins vegar gæti úrskurðurinn haft óbein áhrif og segir einn talsmanna InDefence hópsins rétt að skoða málið gaumgæfilega.

Pressan greindi frá dómnum í morgun, en æðsti dómstóll í Bretlandi úrskurðaði lögin ógild þar sem málið hafði ekki hlotið þinglega meðferð. Lögin sem beitt var gegn íslenskum stjórnvöldum og Landsbankanum, „the Anti-terrorism, Crime and Security Act of 2001, hlutu hins vegar flýtimeðferð í gegnum þingið á sínum tíma.

Úrskurðurinn gæti hins vegar haft óbein áhrif, að því er Magnús Árni Skúlason, talsmaður InDefence-hópsins hefur eftir breskum lögfræðingi sem kynnt hefur séð málið að dómnum óséðum. Einnig gefur að líta til þess að í þessu tiltekna máli sé tekið mið af grundvallarréttindum einstaklinga, sem eru mun víðtækari en réttindi lögaðila. Magnús Árni segir að þrátt fyrir það sé málið allra athugana vert, ekki síst þegar í ljós er komið að breskir dómstólar horfa á þessi ákvæði út frá mjög þröngu sjónarhorni.

„InDefence hefur skorað á íslensk stjórnvöld frá október 2008 til að kanna réttarstöðu sína í þessu máli, ekki síst er kemur að aðgerðunum gegn íslenskum stjórnvöldum og Seðlabanka Íslands. Mér sýnist þessi dómur styðja þann málstað að sanngirnissjónarmiða hafi ekki verið gætt í Icesave-málinu. Það hefur aldrei verið lagt mat á þann skaða sem íslensk stjórnvöld urðu fyrir vegna þessara aðgerða og þeim var heldur aldrei teflt fram sem rökum í samningaviðræðunum.“

Magnús Árni segir enn fremur kominn tíma á að stjórnvöld birti þau gögn sem tengjast þessu máli. Á hann þar sérstaklega við skýrslu bresku lögmannsstofnunnar Lovells LLP, sem veitti íslenskum stjórnvöldum ráðgjöf varðandi hugsanlega málsókn gegn breska ríkinu. Sú skýrsla hefur aldrei verið birt og er undanþegin upplýsingaskyldu.

Lögfróðir menn sem Pressan hafði samband við sögðu málið mjög athyglisvert við fyrstu sýn, þótt þeir treystu sér ekki til að taka afstöðu í málinu. Hugsanlega væri tilefni til að meta það tjón sem íslensk stjórnvöld hafi orðið fyrir vegna þessara aðgerða breskra stjórnvalda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rauða Ljónið
Rauða Ljónið

Rautt ljónið er göfugt . Red Lion is noble.

Segðu fólki það sem það þegar veit og skilur og þér verður þakkað.

Segðu fólki það sem það ekki veit og skilur og þú verður fordæmdur.

 Lyginn getur ferðast um allan heiminn, á meðan sannleikurinn er að fara í skóna.

Sigurjón Vigfússon

Nýjustu myndir

  • ...au_anesvita
  • ...aaa
  • ...6239_n_1_jl

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband