Leita í fréttum mbl.is

VG: Getum ekki varið siðlausan gjörning Sóleyjar Tómasdóttur

Sigríður Kristinsdóttir, sem sat í kjörstórn Vinstri grænna fyrir forval borgarstjórnarflokksins, segir algjöran trúnaðarbrest hafa orðið milli tveggja efstu frambjóðendanna og kjörstjórnarinnar. Hún segir gjörnin Sóleyjar Tómasdóttur í prófkjörinu siðlausan.

Sigríður, líkt og aðrir fulltrúar í kjörstjórninni, hefur sagt af sér. Hún skrifar harðorða grein á Smuguna, vefrit Vinstri grænna, þar sem hún segist ekki treysta sér til að starfa fyrir flokkinn eða kjósa hann í vor. Hún er mjög ósátt við framgöngu Sóleyjar í forvalinu
"Ég get ekki varið þann gjörning Sóleyjar Tómasdóttur að það sé hlaupið með atkvæðaseðla út um allar koppagrundir. Það tel ég siðlaust þótt ekki hafi það staðið gegn reglunum. Þetta minnir mig svolítið á þegar menntaskólakrakkar fara offari til að koma sínum málstað á framfæri, það getur verið gaman að slíkum ungæðishætti en sæmir ekki fólki sem er í forvali fyrir stjórnmálaflokk."

Þá segist Sigríður jafnframt óhress með það sem fór fram innan herbúða Þorleifs Gunnarssonar.
"Sömuleiðis vara ég við næturspjalli á facebook eins og kosningastjóri Þorleifs Gunnlaugssonar átti við formann kjörstjórnar, myndi aldrei taka mark á spjalli eftir kl. 12.00 á miðnætti."

Sigríður segir að þegar Þorleifur hafi gert athugasemd við framkvæmd forvalsins, hafi átt að kalla kjörstjórnina saman. Það var hins vegar ekki gert, heldur var um tveggja manna tal að ræða. Loks segir hún:
"Ég er búin að vera í flokknum frá því hann var stofnaður og hef alltaf lagt mig fram um að vinna eftir bestu getu og tekið að mér ýmis verkefni fyrir flokkinn. En nú get ég það ekki lengur því ég er rúin trausti, og þetta heiðarlega fólk í efstu sætum listans getur að sínu mati ekki haft fólk eins og mig í vinnu. Ég hef starfað víða í félagsmálum, verið formaður í fagfélagi og stóru stéttarfélagi og hef ýmsu kynnst en aldrei upplifað að það hafi verið borið á mig vantraust af þessu tagi."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Merkileg frásögn, Sigurjón.

Hvernig fór þetta fram hjá mér?

Sigríður og maður hennar Jón Torfason hafa verið með dyggasta VG-fólki og þá fremur í róttækari arminum.

Jón Valur Jensson, 1.3.2010 kl. 22:24

2 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Jón þetta vissi ég ekki .  ,,Sigríður og maður hennar Jón Torfason hafa verið með dyggasta VG-fólki og þá fremur í róttækari arminum."

Rauða Ljónið, 1.3.2010 kl. 22:53

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta viðfelldna fólk er miklir aktívistar, m.a. í herstöðvaandstöðu.

Jón er menningarmaður, margfróður safnvörður á Þjóðskjalasafni. Sigríður hefur sjálf drepið á sín félagsstörf þarna, hún var leiðandi stórs stéttarfélags, raunar tveggja.

Ég virði einlægt og fórnfúst baráttufólk, þótt ég kunni að vera á allt annarri línu (aðhyllist varið Ísland).

Jón Valur Jensson, 2.3.2010 kl. 01:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rauða Ljónið
Rauða Ljónið

Rautt ljónið er göfugt . Red Lion is noble.

Segðu fólki það sem það þegar veit og skilur og þér verður þakkað.

Segðu fólki það sem það ekki veit og skilur og þú verður fordæmdur.

 Lyginn getur ferðast um allan heiminn, á meðan sannleikurinn er að fara í skóna.

Sigurjón Vigfússon

Nýjustu myndir

  • ...au_anesvita
  • ...aaa
  • ...6239_n_1_jl

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband