Leita í fréttum mbl.is

Á tímum velferðarstjórarinnar stækkar og stækkar hópurinn sem á ekki fyrir mat.

Hann stækkar og stækkar hópurinn sem eiga ekki fyrir mat og þurfa á aðstoð hjálparsamtaka að halda. Áætlað er að yfir fimm hundruð fjölskyldur komi í dag  Allt að helmingsaukning hefur orðið  á einu ári. bilde?Site=XZ&Date=20100127&Category=FRETTIR01&ArtNo=521548424&Ref=AR&NoBorder

Síðustu ár hefur myndast biðröð við húsnæði Fjölskylduhjálpar Íslands á hverjum miðvikudegi þegar mat hefur verið úthlutað til þeirra sem þurfa. Um áramótin tók röðin að lengjast. Nú er svo komið að samtökin skoða hvort þau þurfi að fækka úthlutunardögum um einn í hverjum mánuði, og hætta þá úthlutun fyrsta miðvikudag í mánuði, til að fjármagn samtakanna dugi út árið.

Auk Fjölskylduhjálpar úthluta Hjálparstarf kirkjunnar og Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur reglulega mat. Á báðum stöðum fjölgaði umsækjendum eftir áramótin.

Hjá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur sóttu um fimmhundruð á viku að jafnaði u. Það er helmingi meira en á sama tíma í fyrra. Hjá Hjálparstarfi kirkjunnar hafa menn áhyggjur af ástandinu.

Fyrir þá sem vilja leggja Fjölskylduhjálp lið er hægt að skrá sig með því að senda sms með skilaboðunum FHI í síma 1900. Þá gjaldfærast 100 krónur af símreikningnum einu sinni í mánuði. Vilji fólk afskrá sig getur það sent skilaboðin .

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Já - og, hafandi í huga, að enginn sjáanlegur möguleiki virðist á öðru en áframhaldandi samdrætti, þá mun þetta versna áfram.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 3.3.2010 kl. 20:12

2 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Einar því miður á ástandi eftir að versna næstu tvö árin

Rauða Ljónið, 3.3.2010 kl. 20:14

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég held að við séum í "early phases of depression" en slík kreppa hafi aðra tímalengd, en þær kreppur sem við höfum verið vön.

Þ.e. samdrátt sem standi e-h ár, síðan stöðnun um e-h tíma, síðan ef til vill hægan bata. En, þ.e. einnig möguleiki á að niðurspírall sé án enda.

Fer eftir hvernig vinnst úr skuldamálum, hvort framkvæmum frekari klúður sjálf, ytra umhverfi o.s.frv.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 3.3.2010 kl. 20:26

4 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Við verðum að halda í vonina..um betri tíð..Ég er ekki að biðja um eitthvað 2007..Bara mannsæmandi líf..Sem margir njóta ekki núna.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 3.3.2010 kl. 20:50

5 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Einar ég held að margir finnist þeir vera í "early phases of depression" og vonum að niðurtalningin sé á enda og það verði rétt og vel verði unnið úr skuldamálunum.

Kv. Sigurjón

Rauða Ljónið, 3.3.2010 kl. 21:07

6 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæl. Sigurbjörg  við skulum vona um betri tíð og blóm í haga og að við réttu sem fyrst úr kútnum.

Kv. Sigurjón

Rauða Ljónið, 3.3.2010 kl. 21:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rauða Ljónið
Rauða Ljónið

Rautt ljónið er göfugt . Red Lion is noble.

Segðu fólki það sem það þegar veit og skilur og þér verður þakkað.

Segðu fólki það sem það ekki veit og skilur og þú verður fordæmdur.

 Lyginn getur ferðast um allan heiminn, á meðan sannleikurinn er að fara í skóna.

Sigurjón Vigfússon

Nýjustu myndir

  • ...au_anesvita
  • ...aaa
  • ...6239_n_1_jl

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband