Leita í fréttum mbl.is

Afskrifað hjá auðmönnum en ekkja situr sár eftir

Ekkja sem missti manninn sinn í janúar síðastliðnum og berst nú ein við að halda fjárhag heimilisins í lagi. Hún leitaði til Íslandsbanka um aðstoð til að geta komist af hvern mánuð. Því synjaði Íslandsbanki og situr ekkjan sár eftir.

Ekkja missti eiginmann sinn af slysförum í janúar síðastliðnum. Hún sér nú ein fyrir þremur börnum sínum og á erfitt með að láta enda ná saman. Hún ákvað að setjast niður með reiknivélina og fann út leið til að geta boðið börnum sínum upp á eitthvað annað en að vera föst heima hjá sér. Þeirri leið, sem fól í sér að ekkjan myndi borga upp höfuðstól tæplega fimm milljóna króna láns og fá um það bil 1,5 milljóna verðbætur niðurfelldar, hafnaði Íslandsbanki alfarið.

Talsverð umræða hefur verið um afskriftir auðmanna og er athyglisvert að skoða mál ekkjunnar í samhengi við það. Þannig komst Bjarni Ármansson, fjárfestir og fyrrverandi forstjóri Glitnis, að samkomulagi við skilanefnd Glitnis um afskriftir á rúmlega 800 milljóna króna skuldum eignarhaldsfélagsins Imagine Investment sem er í eigu hans, við bankann.

Þá er búist við því að Finnur Ingólfsson, fyrrverandi seðlabankastjóri og viðskiptaráðherra, fái 3,7 milljarða króna afskrifaða sem fjárfestingafélag hans skuldar. Útlit er fyrir að litlar sem engar eignir séu til upp í skuldina og því líkur á afskrift án þess að gengið verði að öðrum eigum hans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

þetta gerir mann svo svo svo reiðann.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 9.3.2010 kl. 21:55

2 Smámynd: Rauða Ljónið

Já svo sannarlega Jón.

Rauða Ljónið, 10.3.2010 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rauða Ljónið
Rauða Ljónið

Rautt ljónið er göfugt . Red Lion is noble.

Segðu fólki það sem það þegar veit og skilur og þér verður þakkað.

Segðu fólki það sem það ekki veit og skilur og þú verður fordæmdur.

 Lyginn getur ferðast um allan heiminn, á meðan sannleikurinn er að fara í skóna.

Sigurjón Vigfússon

Nýjustu myndir

  • ...au_anesvita
  • ...aaa
  • ...6239_n_1_jl

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband