Leita í fréttum mbl.is

Farsímafyrirtæki lögsótt vegna framhjáhalds.

Kanadísk kona, sem var eiginmanni sínum ótrú, hefur höfðað mál gegn farsímafyrirtæki sem hún skipti við þar sem hún ásakar félagið um að hafa komið upp um framhjáhald hennar. Greint er frá þessu í kanadískum fjölmiðlum í dag. Krefst eiginkonan ótrúa þess að fá 600 þúsund Kanadadollara í skaðabætur, 76 milljónir króna, frá símafyrirtækinu.

Gabriella Nagy, 35 ára, byggir skaðabótakröfuna á símafyrirtækið, Rogers Wireless, að það hafi brotið á friðhelgi einkalífs hennar og brotið samning við hana, samkvæmt frétt  Canwest fréttastofunnar.

Samkvæmt dómsskjölum segist Nagy hafa óskað eftir því við símafyrirtækið að það myndi senda reikning í hennar nafni á heimili hennar en þess í stað kom farsímareikningur hennar í sama umslagi og aðrir reikningar heimilisins frá félaginu, svo sem afnotagjöld sjónvarps, netnotkun og heimasíminn. Allt á nafni eiginmannsins.

Eiginmaðurinn fylltist grunsemdum þegar hann tók eftir því að eiginkonan hringdi mjög oft í eitt ákveðið símanúmer og eftir að hafa hringt í það númer varð hann þess vísari að konan hafði verið honum ótrú með eiganda símanúmersins um nokkrra vikna skeið. Eiginmanninum var nóg boðið og yfirgaf Nagy og börn þeirra hjóna í ágúst 2007.

„Framhjáhaldinu var lokið" segir Nagy í viðtali við Canwest. Hún ásakar símafyrirtækið fyrir að bera ábyrgð á því að hjónaband hennar rann út í sandinn. Hún hafi treyst þeim fyrir persónulegum upplýsingum og þeir hafi ekki verið traustsins verðugir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rauða Ljónið
Rauða Ljónið

Rautt ljónið er göfugt . Red Lion is noble.

Segðu fólki það sem það þegar veit og skilur og þér verður þakkað.

Segðu fólki það sem það ekki veit og skilur og þú verður fordæmdur.

 Lyginn getur ferðast um allan heiminn, á meðan sannleikurinn er að fara í skóna.

Sigurjón Vigfússon

Nýjustu myndir

  • ...au_anesvita
  • ...aaa
  • ...6239_n_1_jl

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband