Leita í fréttum mbl.is

Bauðst til að nudda bankamenn upp í skuldir

Arndís Einarsdóttir segir sögu sína í DV í dag en hún hefur verið atvinnulaus í tíu mánuði og þrátt fyrir að hafa sótt um fleiri hundruð störf hefur hún ekki haft árangur sem erfiði. Hún er menntaður heilsunuddari og segist hafa farið í bankann sinn og boðist til að nudda starfsemnn upp í skuldirnar sínar.

Arndís telur kerfið virka letjandi á fólk. Hún vill vinna en segir enga vinnu að fá og getur ekki verið í skóla því þá getur hún ekki framfleytt fjölskyldu sinni. „Það er oft talað um atvinnulaust fólk þannig að það sé bara hangandi í fríi allan daginn en það er ekki þannig. Þú ert alltaf atvinnulaus. Þegar þú vaknar, sofnar, um helgar og á jólunum. Þetta er ekki frí. Sjálf hafði ég verið með þessa fordóma áður en ég varð atvinnulaus og dauðskammast mín fyrir það.“

Arndís segist hafa leitað ýmissa leiða til að finna sér atvinnu. „Ég fór til dæmis í bankann minn og bauð þeim að ég myndi nudda starfsfólk upp í skuldirnar mínar, það var bara hlegið að mér,“ segir hún og hlær við. „Maður er bara að reyna að sýna sjálfsbjargarviðleitni en það er eins og það sé ekki gert ráð fyrir sjálfsbjargarviðleitni í kerfinu. Það er betra að hafa fólk bara á bótum.“

Hún telur ástæðuna fyrir langvarandi atvinnuleysi sínu vera meðal annars sú að hún líti ekki vel út á pappír. „Ég lít ekki vel út á ferilskrá, ég var heimavinnandi í 5 ár og svo fór ég í skóla. Það kemur ekki vel út á pappír. Ég er dugleg og hef mikla reynslu. Til dæmis sem foreldri geðsjúks barns og sem foreldri fyrirbura auk þess að vera menntaður heilsunuddari. En ég þarf bara að sitja út í horni og gera ekki neitt,“ segir hún.

Einnig telur hún að erfitt sé að koma sér að því maður sé bara nafn á pappír „Þetta er svo breytt frá því hvernig þetta var fyrir nokkrum árum þegar maður gekk sjálfur inn í fyrirtækin og gat selt sig þannig, í dag er þetta allt í ferlum,“ segir Arndís.

arnds_einarsdttir__jpg_620x800_q95


Þessi 44 ára þriggja barna móðir segir sögu sína í DV í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rauða Ljónið
Rauða Ljónið

Rautt ljónið er göfugt . Red Lion is noble.

Segðu fólki það sem það þegar veit og skilur og þér verður þakkað.

Segðu fólki það sem það ekki veit og skilur og þú verður fordæmdur.

 Lyginn getur ferðast um allan heiminn, á meðan sannleikurinn er að fara í skóna.

Sigurjón Vigfússon

Nýjustu myndir

  • ...au_anesvita
  • ...aaa
  • ...6239_n_1_jl

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband