Leita í fréttum mbl.is

Hallur Magnússon stefnir á stjórnlagaþing veitum honum stuðning.

Stjórnlagaþing þjóðarinnar er eðlilegt og nauðsynlegt skref í endurreisn Íslands. Á það benti ég í kjölfar hrunsins í pistli mínum þann 12. janúar 2009 " Þjóðkjörið stjórnlagaþing móti stjórnskipan framtíðarinnar". Ég hef barist fyrir þessari hugsjón minni æ síðan. Því var það eðlilegt af minni hálfu að gefa kost á mér til setu á stjórnlagaþingi.

Stjórnarskrá Íslands á að byggja á frjálslyndi og umburðarlyndi, tryggja þegnum landsins örugg mannréttindi og beint lýðræði, skilvirka og lýðræðislega stjórnskipun, réttlátt og óháð dómskerfi og að landsmenn njóti allir ávaxtanna af nýtingu náttúruauðlinda landsins.

Í stjórnarskrá vil ég helst tryggja:

  • Persónukjör og rétt til þjóðaratkvæðagreiðslna.
  • Raunverulegan aðskilnað löggjafarvalds, framkvæmdavalds og dómsvalds.
  • Að dregið verði úr miðstýringu ríkisstjórnarvaldsins.
  • Nýjar grunnstjórnsýslueiningar í formi öflugra, sjálfstæðra og lýðræðislegra héraðsstjórna sem taki yfir sem stærstan hluta fjárveitingarvalds, framkvæmdavalds og samfélagslegra verkefni ríkis og sveitarfélaga.

Þessi baráttumál mín eru ekki ný af nálinni eins og sjá má á pistlum mínum "Stjórnlagaþing, persónukjör og auðlindirnar í þjóðareigu " og "Sterk og miklu stærri sveitarfélög eru framtíðin".

Að sjálfsögðu eru stefnumál mín fleiri og fjölbreyttari.  Til að kynna þau hef ég ákveðið að rjúfa árslanga bloggþögn mína.

Á þessari bloggsíðu minn hef ég sett upp tengla sem vísa á gagnlegar upplýsingar sem varða stjórnlagaþing og kosningar til þess, tengla sem vísa á stjórnarskrár ýmissa landa og tengla sem tengjast síðum áhugaverðra frambjóðenda til stjórnlagaþings. Sá listi mun lengjast þegar ég hef kynnt mér stefnumál meðframbjóðenda minna.

Ég bloggaði nær daglega og stundum oft á dag á þessari bloggsíðu um landsins gagn og nauðsynjar frá því í marsmánuði 2007 fram í septembermánuð 2009. Því hafa þeir sem vilja kynna sér stefnumál mín og skoðanir úr drjúgum potti að veiða. Til að auðvelda aðgang að fyrri pistlum mínum hef ég komið fyrir leitarvél hér til hægri.

Starfsferil minn, nám og þátttaka í félagsstörfum er einnig að finna á vefsíðunni hér til hægri og einnig unnt að skoða hann með því að smella á hér.

Ábendingum og athugasemdum er unnt að koma til mín á netfangið hallur@spesia.is auk þess sem athugasemdakerfið á blogginu er að sjálfsögðu öllum opið.

Þetta er grein Halls eins og sjá má her á link hans. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallur Magnússon

takk fyrir þetta frændi sæll!

Hallur Magnússon, 28.10.2010 kl. 13:05

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Eru nú Framsóknarmenn ekki búnir að afreka nóg í Íslenskum stjórnmálum ?

hilmar jónsson, 28.10.2010 kl. 13:32

3 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Hilmar nú eru biðraðir í boði VG og Samfylkingar hjá Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálp alltaf að lengjast í boði VG ekkert gert bara kjaftað bankar og auðmenn varðir á meðan alþýðan blæðir..

Rauða Ljónið, 28.10.2010 kl. 13:42

4 Smámynd: hilmar  jónsson

Hverjir buðu upphaflega upp á þær aðstæður aðrir en B og D ?

hilmar jónsson, 28.10.2010 kl. 13:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rauða Ljónið
Rauða Ljónið

Rautt ljónið er göfugt . Red Lion is noble.

Segðu fólki það sem það þegar veit og skilur og þér verður þakkað.

Segðu fólki það sem það ekki veit og skilur og þú verður fordæmdur.

 Lyginn getur ferðast um allan heiminn, á meðan sannleikurinn er að fara í skóna.

Sigurjón Vigfússon

Nýjustu myndir

  • ...au_anesvita
  • ...aaa
  • ...6239_n_1_jl

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband