Leita í fréttum mbl.is

Af hverju vothreinsun?

Mikið hefur verið rætt um hvort ISAL eigi að setja upp vothreinsibúnað. Málið snýst ekki um að setja upp búnað sem fjarlægir brennisteinstvíoxíð heldur að umbreita honum úr gasfasa í vökvafasa og skola til sjávar í stað þess að þynna í lofti. Ég vitna hér í ýtarlega skýrslu um mat á umhverfisáhrifum við stækkun ISAL í Straumsvík. Hanna má finna á heimasíðu ISAL (www.alcan.is):   

,,Í starfsleyfum norskra álvera er gerð krafa um vothreinsibúnað til að hreinsa brennisteinstvíoxíð úr útblæstri. Þessi krafa hefur ekki verið gerð hér á landi, heldur hefur hvert og eitt tilfelli verið metið út af fyrir sig með tilliti til staðhátta og dreifingar mengunar, eins og gert er ráð fyrir samkvæmt BAT.[…] Í Skandínavíu hefur súrt regn valdið talsverðum skógardauða og skaðað lífríki í vötnum. Uppsprettur þessarar mengunar eru að stærstum hluta utan svæðisins eða á Kólaskaga og í Mið- og Austur-Evrópu. Vandinn í Noregi og Svíþjóð er mikill vegna þess að vötnin eru rýr af bíkarbónati vegna kalklítils berggrunns. Geta þeirra til að hlutleysa sýru er því lítil (Danmarks Naturfredningsforening, 1989). […] Aðstæður á Íslandi eru á margan hátt ólíkar því sem er í Noregi. Til að mynda er súr úrkoma ekki vandamál hér á landi og áhrifa frá iðnaðarsvæðum Evrópu gætir lítið. Þá er íslenskur berggrunnur yfirleitt basískur og því ekki eins viðkvæmur fyrir brennisteinsmengun eins og til dæmis berggrunnur Noregs og Svíþjóðar. Þess má geta að basískur berggrunnur landsins veldur því að grunnvatn hérlendis fer víða yfir pH 8,5. Til samanburðar má geta þess að í Skandínavíu, þar sem súrt regn fellur, hafa vötn víða sýrustig á bilinu pH 4-5 (Árni Hjartarson, 1994).”

Kveðja, 

Fannar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Kristinn,

Ef vothreinsun væri notuð myndi affall þess safnað í lón sem myndi síðan vera skolað til sjávar.

Fannar (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 08:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rauða Ljónið
Rauða Ljónið

Rautt ljónið er göfugt . Red Lion is noble.

Segðu fólki það sem það þegar veit og skilur og þér verður þakkað.

Segðu fólki það sem það ekki veit og skilur og þú verður fordæmdur.

 Lyginn getur ferðast um allan heiminn, á meðan sannleikurinn er að fara í skóna.

Sigurjón Vigfússon

Nýjustu myndir

  • ...au_anesvita
  • ...aaa
  • ...6239_n_1_jl

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband