Leita í fréttum mbl.is

Þeir á DAS mega þeir kjósa?

Móðir vinkonu minnar,sem lifir í hárri elli á Hrafnistu í Hafnarfirði kom orðum á einfaldan hátt að kjarna málsins í kosningunum á laugardaginn er hún sagði við dóttur sína,”Fólkið getur ekki verið svo galið að ætla að kjósa atvinnuna út úr bænum”.Hún hefur lifað tímanna tvenna.Komið á legg stórum og mannvænlegum barnahópi,séð á eftir eiginmanni og tveimur barnanna. Það var ekki alltaf gefið í Hafnarfirði frekar en annars staðar að allir hefðu vinnu.Þess vegna skilur hún ekki hvernig fólk í alvöru getur verið að hugleiða það að kjósa atvinnuna burtu úr bænum og lífsbjörg hundruða ef ekki þúsunda Hafnfirðinga nú sem og framtíðarkynslóða.

Ég held ekki að Hafnfirðingar séu svo veruleikafirrtir.Allavega vona ég að þeir séu það ekki. Samfylkingarmeirihlutann sýna þann heigulshátt og svik við hagsmuni Hafnafjarðar að láta Ingibjörgu Sólrúnu kúga sig til þagnar og afstöðuleysis. Bæjarstjórnin á einfaldlega að skora á Hafnfirðinga að tryggja áframhaldandi hátt atvinnustig og fjárhagsgrundvöll bæjarfélagsins með því að samþykkja deiliskipulagið.Verði Hafnfirðingar afvegaleiddir í afstöðu sinni til framtíðarinnar af undirförlu og svikulu utanbæjarpakki er næsta víst að þeir munu úthýsa samfylkingunni um ókomna framtíð.Þá er upp kemst um svik.

Kjósendur um allt land munu þá hegna samfylkingunni verðskuldað og gera hana að áhrifalausum smáflokki 12, maí.Hún er auðvitað á hraðri leið með að verða smáflokkur,litla systir klofningsbróðursins.

  Hafnfirðingar ætla ekki að kjósa atvinnu og lífsbjörg út úr bænum.Sú var tíðin að verklýðsfélagið Hlíf í Hafnarfirði átti leiðtoga sem mig minnir að hafi heitið Hermann Guðmundsson,skeleggur ,málefnalegur og fastur fyrir.Íhaldsmaður,sem snérist til vinstri.Ég veit ekki hver stjórnar Hlíf nú,en vona að það sé ekki nádeild frá Samfylkingunni,sem vill hönd dauðans yfir framtíðarhagvöxt eyjunnar bláu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Heyrðu? éh hefi nú bara aldrei heyrt aðra eins vitlaeysu, að leifa ekki gamla fólkinu að fá kosningapredikun ef það óskar eftir henni, mér var tjáð að stjórnmálamenn, eða hvirt það hagurHf eða Sól í vondu veðri, en allavega fékk gamla fólkið ekki að hlíða á eitt eða neitt, ég skil nú bara ekki svona lagað, hættir fólk að hafa skoðanir, að hafa vit, er það orðið geggjað þótt á elliheimili sé komið, ef það er eitthvða til í því sem ég heyrði þá á að REKA þá sem stjórna þessu og ráða bara einhvern gamlingjann, það er hellingur ag gömlu fólki í fullu fjöri. og hananú.

Sigfús Sigurþórsson., 30.3.2007 kl. 02:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rauða Ljónið
Rauða Ljónið

Rautt ljónið er göfugt . Red Lion is noble.

Segðu fólki það sem það þegar veit og skilur og þér verður þakkað.

Segðu fólki það sem það ekki veit og skilur og þú verður fordæmdur.

 Lyginn getur ferðast um allan heiminn, á meðan sannleikurinn er að fara í skóna.

Sigurjón Vigfússon

Nýjustu myndir

  • ...au_anesvita
  • ...aaa
  • ...6239_n_1_jl

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband