Leita í fréttum mbl.is

Alcan hefur eytt um 20 milljónum í auglýsingar.

 

Á opnum fundi í Hafnarfirði í Hafnarborg um álverið kom mér á óvart útreikningur fréttastofunar um auglýsingarnar sem Alcan hefur verið að senda út. Þar kom fram að Alcan hefur eytt um 20 milljónum í auglýsingar.

 Á fundi í Flensborg á miðvikudag var Alcan sakað um að hafa eytt 200 milljónum í kosningabaráttuna. Meira að segja hún Guðfríður Lilja,  hélt þessu fram á  fundinum. Ekki veit ég hvaðan Sól í straumi og VG fái fyrrnefndu töluna en það er komið á daginn að hún er röng.

Sól í straumi er ekki eins saklaus og fátæk og hún þykist vera. Þeir halda því fram að hafa bara eytt ,,nokkrum hundraðköllum " í baráttuna. Það finnst mér nokkuð ótrúverðugt því að ef við reiknum allt inn í, sjónvarpsauglýsinguna, bolina blöðð,bæklinga, kort, allar auglýsingar þá er það mjög ótrúverðugt að það hafi "bara farið nokkrir hundraðþúsundkallar" í  herferðina. Ekki reikna ég allar auglýsingarnar frá Framtíðarlandinu inn í dæmið. 

Mér er persónulega alveg sama hvað Sól í Straumi eyddu miklu fjármagni, þau eiga bara að segja rétt frá og ekki vera að ýkja í báðar áttir.

Á morgu er kosið um deiliskipulagið. Alveg sama hvernig útkoman verður þá munu eftirmálin verða flókin. Það er víst að Hafnafjarðarbær þarf á fjármagninu að halda. 

Eitt er víst að afstöðuleysi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði um stækkunina skaðar ekkert nema þá sjálfa. Þó er eitt víst að það eru skiptar skoðanir hjá langflestum flokkum um álverið en hvergi er eins mikill ágreiningur eins og má hjá Samfylkingunni. Í viðtali í Kastljósi sem og í Island í dag sagði Ingibjörg Sólrún hreit og beint út að ef hún kæmist til vala þá mundi hún segja NEI við stækkun álversins. Sama sagði Ágúst varaformaður enga atvinnuuppyggingu í Hafnarfjörð ætli það gildi líka um vestfirðina, norðurland og allt Ísland?

 

Kv,Sigurjón Vigfússon, trúnaðarmaður Steypuskála og varaaðaltrúnaðarmaður starfsmanna Alcans.

 Stækkum Alcan já Takk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rauða Ljónið
Rauða Ljónið

Rautt ljónið er göfugt . Red Lion is noble.

Segðu fólki það sem það þegar veit og skilur og þér verður þakkað.

Segðu fólki það sem það ekki veit og skilur og þú verður fordæmdur.

 Lyginn getur ferðast um allan heiminn, á meðan sannleikurinn er að fara í skóna.

Sigurjón Vigfússon

Nýjustu myndir

  • ...au_anesvita
  • ...aaa
  • ...6239_n_1_jl

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband