Leita í fréttum mbl.is

Ál á bílinn, Græni málmurinn.

Bandarískir vísindamenn hafa fundið nýja leið til þess að framleiða vetni. Smákúlur búnar til úr áli og gallium framleiða hreint vetni þegar vatni er hellt á þær.

Litið er á vetni sem einn besta kostinn af hreinum eldsneytum, sérstaklega fyrir bíla, vegna þess að vatnsgufa er það eina sem myndast við bruna á því. Bush Bandaríkjaforseti hefur sagt vetni vera eldsneyti framtíðarinnar, en rannsakendur hafa enn ekki komist að niðurstöðu um hver sé hagkvæmasta leiðin til þess að framleiða og geyma það.

Í rannsókninni sem gerð var við Purdue Háskólann í Indiana er "Vetnið framleitt eftir þörfum, svo þú framleiðir aðeins eins mikið og þig vantar, þegar þig vantar það" sagði Jerry Woodwall, prófessor í verkfræði, en hann uppgötvaði nýja kerfið. Woodwall sagði í tilkynningu að vetnið þyrfti hvorki að geyma né flytja, og þar með væri tveimur erfiðleikum við framleiðsluna eytt.

Vísindamenn við Purdue háskólann sjá fyrir sér að hægt væri að nota vetnið fljótlega á minni vélar eins og sláttuvélar og keðjusagir. Þeir telja að einnig væri hægt að nota það á bíla, annaðhvort sem staðgengil fyrir bensín eða til að keyra áfram vetnisrafal.

Eitt og sér bregst ál ekki við vatni, vegna þess að húð myndast yfir álið þegar það kemst í snertingu við súrefni. En gallium kemur í veg fyrir að þessi húð myndist, og leyfir álinu að bregðast við súrefni í vatninu sem leysir þá úr læðingi vetni og áloxíð, einnig þekkt sem súrál. Það sem eftir stendur er áloxíð og gallium. Það eina sem vélin skilar frá sér við brunan á vetninu er vatnsgufa.

"Engar eiturgufur verða til" sagði Woodland.

Framleiðslukostnaðurinn við þetta er um það bil þrír dollarar á gallonið, sem er svipað verð og gallonið af bensíni kostar í Bandaríkjunum.

Prófessor Woodland sagði að ef súrálið sem eftir væri yrði endurunnið og gert væri gæðaminna gallium væri hægt að minnka framleiðslukostnaðinn enn frekar, og gera kerfið á viðráðanlegra verði.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rauða Ljónið
Rauða Ljónið

Rautt ljónið er göfugt . Red Lion is noble.

Segðu fólki það sem það þegar veit og skilur og þér verður þakkað.

Segðu fólki það sem það ekki veit og skilur og þú verður fordæmdur.

 Lyginn getur ferðast um allan heiminn, á meðan sannleikurinn er að fara í skóna.

Sigurjón Vigfússon

Nýjustu myndir

  • ...au_anesvita
  • ...aaa
  • ...6239_n_1_jl

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband