Leita í fréttum mbl.is

Sinnuleysi stjórnvalda um efnahag, en hvar eru stjórnvöld ?

Allt stefnir í að verðbólguforsendur kjarasamninga verkalýðshreyfingar og atvinnurekenda bresti. Nauðsynlegt er að stjórnvöld taki þátt í því að reyna að sporna gegn þessu; ríkisstjórnin verður að óska eftir samstarfi við launþegasamtök til að finna leiðir nú strax að bíða lengur er að skjóta vandamálini á frest og um leið verður málið erfiðara.Kjarasamningar verkalýðshreyfingarinnar og atvinnurekenda sem gerðir voru í febrúar verða framlengdir eftir ár standist verðbólguforsendur þeirra. Þær eru tvær; annars vegar að 12 mánaða verðbólga í desember verði undir 5,5% og að verðbólgan frá ágúst til janúar, reiknuð á ársgrundvelli, verði ekki meiri en 3,8%.Verðbólgan mælist nú tæp 9% og Seðlabankinn spáir því að hún verði svipuð um áramótin. Svonefndri forsendunefnd er falið að fylgjast með verðbólgunni að sporna gegn því að forsendurnar bresti. Í nefndinni sitja tveir fulltrúar ASÍ og tveir frá Samtökum atvinnulífsins Íslendingar hafi oft áður staðið frammi fyrir vá í efnahagsmálum. Það hafi ávallt reynst best að mynda breiða samstöðu aðila vinnumarkaðar, stjórnvalda og Seðlabanka um hvernig sé skynsamlegast sé að vinna gegn vánni. Forsendunefndin hafi engar töfralausnir.

Launþegasamtök eru nú reiðubúinn til að leita lausna í samningu við stjórnvöld spurningin er bara hvar eru stjórnvöld ?

Kv, Sigurjón Vigfússon


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; Sigurjón minn !

Þakka þér; afbragðs góða færzlu. Von er; að þú spyrjir, svo er um fleirri. Ekki andskotalaust, hversu illa er komið málum, hér á Fróni.

Með beztu kveðjum, úr Árnesþingi / Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 20:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rauða Ljónið
Rauða Ljónið

Rautt ljónið er göfugt . Red Lion is noble.

Segðu fólki það sem það þegar veit og skilur og þér verður þakkað.

Segðu fólki það sem það ekki veit og skilur og þú verður fordæmdur.

 Lyginn getur ferðast um allan heiminn, á meðan sannleikurinn er að fara í skóna.

Sigurjón Vigfússon

Nýjustu myndir

  • ...au_anesvita
  • ...aaa
  • ...6239_n_1_jl

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband