Leita í fréttum mbl.is

Útlendingar gætu keypt auðlindir Íslands.

 

Erlendar stofnanir geta keypt auðlindir á Íslandi þótt frumvarp iðnaðarráðherra, verði að lögum..Frumvarp iðnaðarráðherra, til lagabreytinga á auðlinda og orkusviði er harðlega gagnrýnt í mörgum umsögnum sem borist hafa iðnaðarnefnd Alþingis.Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja, er meðal þeirra sem gagnrýna mörg atriði í frumvarpinu, þar á meðal ákvæði sem banna framsal á eignarhaldi auðlinda sem þegar eru í opinberri eigu.,,.Það er engin sérstök þörf á því að einskorða eignarhald á þessum auðlindum við opinbera aðila. :Þessi fyrirtæki starfa samkvæmt regluramma sem ríkið setur. Stjórnvöld hafa öll tækifæri til að setja lagarammann til að stýra starfseminni auk þess sem eftirlit er í höndum opinberra aðila. Því er engin ástæða til að eignarhaldið sé sömuleiðis hjá opinberum aðilum,"segir Gústaf Adolf Skúlason, aðstoðarframkvæmdastjóri Samorku. Hann bendir á að slíkar takmarkanir hafi neikvæð áhrif á virði auðlindanna, skerði eignir veitufyrirtækja, sem eru í eigu sveitarfélaganna. Hann bendir á fleiri galla á frumvarpinu.,,Þarna er verið að einskorða framsal á auðlindum við aðra opinbera aðila. Samkvæmt lögum um erlendar fjárfestingar í íslensku atvinnulífi þá er ekki hægt að útiloka opinbera aðila í öðru aðildarríki EES þannig að sveitarfélagið Birmingham má væntanlega kaupa,"nefnir Gústaf Adolf sem dæmi - en innlendir einkaaðilar mega ekki kaupa, bætir hann við.Samorka leggst gegn flestum helstu efnisatriðum frumvarpsins, um takmarkanir á eignarhaldi fyrirtækja og auðlinda. Það rýri eignir sveitarfélaga og geti haft verulegan kostnaðarauka í för með sér. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rauða Ljónið
Rauða Ljónið

Rautt ljónið er göfugt . Red Lion is noble.

Segðu fólki það sem það þegar veit og skilur og þér verður þakkað.

Segðu fólki það sem það ekki veit og skilur og þú verður fordæmdur.

 Lyginn getur ferðast um allan heiminn, á meðan sannleikurinn er að fara í skóna.

Sigurjón Vigfússon

Nýjustu myndir

  • ...au_anesvita
  • ...aaa
  • ...6239_n_1_jl

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband