Leita í fréttum mbl.is

Segir vinstri sveiflu á Íslandi rústa fyrir erlenda fjárfesta.

Beat Siegenthaler hefur verulegar áhyggjur af stjórnmálaástandinu á Íslandi og hættunni á því að hér komist vinstri stjórn til valda muni rústa fyrir erlenda fjárfesta.. Siegenthaler er sérfræðingur TD Securites Siegenthaler segir í fréttabréfi sínu að vinstri sveiflan á Íslandi boði ekkert gott fyrir viðskiptaheiminn. Nefnir hann sérstaklega þau orð Steingríms J. Sigfússonar formanns VG um að afþakka beri aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

„Fyrir erlenda fjárfesta geta slíkar kringumstæður haft í för með sér fleiri neikvæðar óvæntar uppákomur í efnahags- og fjármálalífi landsins," segir Siegenthaler.

Hann telur að pólitíkusar á Íslandi muni í auknum mæli falla í þá freistni að falla frá erlendum skuldbindingum sínum eins og Icesave sem myndi hafa víðtækar afleiðingar fyrir krónueignir. Og hann segir afar mikilvægt að stjórnvöld hérlendis eyði öllum vafa um að "Latín-Ameríkuleiðin" verði ekki farin.

Siegenthaler nefnir að skuldatryggingarálagið á ríkissjóð hafi haldist nokkuð stöðugt í 950 punktum undanfarnar vikur. Utanmarkaðsgengi krónunnar hafi legið í 210-220 krónum fyrir evruna, á móti 165 kr. hjá Seðlabankanum.

„Við teljum að jákvæður vöruskiptajöfnuður mun styrkja verulega við krónuna á heimamarkaði en andstæð pólitísk þróun gæti sett strik sitt á utanmarkaðsgengið og rústað íslenskuhagkerfi” segir Siegenthaler.

Með hörmulegum afleiðingum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rauða Ljónið
Rauða Ljónið

Rautt ljónið er göfugt . Red Lion is noble.

Segðu fólki það sem það þegar veit og skilur og þér verður þakkað.

Segðu fólki það sem það ekki veit og skilur og þú verður fordæmdur.

 Lyginn getur ferðast um allan heiminn, á meðan sannleikurinn er að fara í skóna.

Sigurjón Vigfússon

Nýjustu myndir

  • ...au_anesvita
  • ...aaa
  • ...6239_n_1_jl

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband