Leita í fréttum mbl.is

VG boðar skatta hækkanir.

Hugmyndir eru uppi innan Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs,  um að leggja á eignaskatt að nýju.  Steingrímur J. , fjármálaráðherra,  segir að hér sé verið að tala um að leggja skatta á eignir venjulegs fólks sem  eigi að leggja eitthvað að mörkum eins og slíkt fólki geri í nágrannalöndunum.

Hann segir skattastefnuna, sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði forystu um, vera hluta vandans í dag.  Skattar á almenning hafi verið of lágir .

Menn hafi hegðað sér með fullkomlega óábyrgum hætti.

  Þeir tímar séu nú liðnir og kerfi Sjálfstæðisflokksins sé hrunið í hausinn á okkur.

Og hækka verði skatta á almenning.

Það sé verkefni núverandi ríkisstjórnar að greiða úr því og það sé engin hausverkur.

Kerfið mun sjá um að innheimtur skili sér í ríkissjóð.

Steingrímur segir skref í rétta átt.

 Eina nágrannalandið sem enn hefur eignarskatt er Noregur.  Svíar afnámu hann 2007.  Svo virðist sem skattatillögur VG séu sóttar til Noregs sem svo margt annað.

Afsökunarbeiðni Sjálfstæðisflokksins segir ráðherrann  að  Samfylkingin ætti eð gera það sama og þá eftir kosningar þeir hefðu dansað Hrunadansinn líka fullt og galið en þykja nú ekkert hafa þar komið nærri.

Þó svo að VG hafi lofað útrásina við síðustu kosningar bæði í ræðu og riti horfi málið öðruvísi við nú.  Það sé best gleymt og grafið.

Ég bendi fólki sem hefur áhuga að kynna sér skattastefnu VG nánar að kíkja á vef ríkisskattstjóra í Noregi.  Slóðin er:

 www.skatteetaten.no

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst það lágmark, þegar verið er að vitna í fólk, að haft sé rétt eftir. Það gerir þú ekki þegar þú vitnar í Steingrím J.

Þú býrð til heilar setningar sem hann hefur ekki sagt. Á venjulegri íslensku kallast það ,,lygi".

Gústaf Gústafsson (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 16:45

2 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Ég bendi fólki sem hefur áhuga að kynna sér skattastefnu VG nánar að kíkja á vef ríkisskattstjóra í Noregi. Slóðin er: www.skatteetaten.no

þetta skrifa ég á bloggsíðu mína 27.03 kl. 13:46

Þér er frjálst að nota mitt blogg en vinsamlegast gættu þess að virða höfundarrétt og nefna heimildir sem þú notar

með fyrirfram þökk

Andri Geir Arinbjarnarson, 28.3.2009 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rauða Ljónið
Rauða Ljónið

Rautt ljónið er göfugt . Red Lion is noble.

Segðu fólki það sem það þegar veit og skilur og þér verður þakkað.

Segðu fólki það sem það ekki veit og skilur og þú verður fordæmdur.

 Lyginn getur ferðast um allan heiminn, á meðan sannleikurinn er að fara í skóna.

Sigurjón Vigfússon

Nýjustu myndir

  • ...au_anesvita
  • ...aaa
  • ...6239_n_1_jl

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband