Leita í fréttum mbl.is

Stjórnvöld eru sinnulaus gagnvart vanda heimilanna .

Stjórnvöld eru sinnulaus gagnvart vanda heimilanna .

Sama má segja um hina andlausu verkalýðshreyfingu sem er orðin andvana getulausir vesalingar verkalýðsforingjarnir hirða sín laun og sofa á verðinum og segja ekki neitt lyfta varla andlitunum uppúr tertubotnunum enda stærsti hlutinn orðnir að offitusjúklingum.

Og gæta þess að halda sig til hlés á meðan nóg er af tertunni koma ekki upp einu orði með munni fullan af rjóma sultu og öðru góðgæti enda flesti hliðhollari VG og Samfylkingunni í stað þess að virða ekki flokksbönd, hér þarf að hreinsa út og moka flórinn.

Um hundrað manns hringja daglega í Hjálparsíma Rauða krossins. Örvænting er hjá þeim sem hringja þangað. Fólk kvíðir vetrinum og sinnuleysi stjórnvalda og verklýðshreyfingarinnar sem nú er dauð og hefur hvergi höfði sínu að halla og finnst það þurfa að velja á milli þess að gefa börnum sínum að borða eða greiða af lánum.

Sjálfboðaliðar hjá Rauðakrossinum liðsinna samborgurum með því að svara í hjálparsíma rauða krossins og veita andlegan stuðning. Fjóla Einarsdóttir hjá Rauða krossinum, segir að símtölum hafi fjölgað mjög. Hátt í hundrað símtöl komi daglega.

Hún tekur dæmi af fólki sem hefur verið atvinnulaust lengi og hefur þurft að hætta að greiða af húsnæðislánum. „Fólk hefur spurt sig: Á ég að gefa börnunum mínum að borða eða borga af lánunum? Það hefur þurft að hætta að greiða af lánunum og spyr sig nú: Hvað verður um okkur?"

Neytendasamtökin telja með öllu óásættanlegt að þeir einstaklingar sem nýta sér greiðsluaðlögun vegna fjárhagsörðugleika lendi á vanskilaskrá. Samkvæmt upplýsingum frá Credit Info verða þeir sem nýta sér þetta úrræði í fjögur ár á skrá, auk þess sem nöfn þeirra eru birt opinberlega í Lögbirtingablaðinu.

„Það er ljóst að það er ekki auðvelt skref fyrir einstaklinga að leita þessa úrræðis og ekki verða sporin auðveldari þar sem viðkomandi lendir á vanskilaskrá og nafn hans verður birt opinberlega,“ segja samtökin og skora á dómsmálaráðherra að skoða málið nánar og breyta lögunum, sé slíkt nauðsynlegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; Rauða Ljón !

Það styttist í; að við verðum að fara að hvetja landsmenn til, að hefja undirbúning brennu, á pestar bælum - sem höfuð stöðvar Credit info frjálshyggju Kapítalistanna, svo sannarlega eru.

Og; miklu meira, þarf að taka til hendi, víðs vegar, Ljón gott !!!

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 22:43

2 Smámynd: Rauða Ljónið

Þaka, þér Óskar minn með kveðu heim í Árnesþing þar sem mínir áar mínir hleyptu heimdraganum til betra lífsviðurværis hér suðvestur í Hafnarfjörð og Álftanes .

Kv Sigurjón Vigfusson

Rauða Ljónið, 11.9.2009 kl. 23:09

3 Smámynd: Árelíus Örn Þórðarson

Flott grein hjá þér Sigurjón eins og þér er von og vísa.

Nú þurfa íslendingar að efla kraftinn til að koma efnahagsvélinni í gang aftur og leiðrétta skuldir heimilanna þar sem algjör forsendubrestur er frá upprunnalegri lántöku milli lánstofnanna og lántaka.

Árelíus Örn Þórðarson, 11.9.2009 kl. 23:17

4 Smámynd: Rauða Ljónið

Þakka þér Árelíus fyrir innlitið og góð orð lifðu heill.

Kv. Sigurjón Vigfusson

Rauða Ljónið, 12.9.2009 kl. 01:07

5 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Góð grein Sigurjón. Það er alveg ótrúlegt að það eigi að mismuna sparnaðar formum og bæta þeim sem fjárfestu í hillingum og draumsýnum og fengu ýmindaðan arð í bólgnum innistæðum, sítt tjón. En það meðan eru þeir sem lögðu sparnaðin í húsnæði á varfærinn hátt og eru ekki með það veðsett upp í rjáfur látnir borga glæpaverkin þó að þeir séu saklausastir allra. Ég bara get ekki og mun aldrei sætta mig við það og vona að ég sé ekki einn um það.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 16.9.2009 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rauða Ljónið
Rauða Ljónið

Rautt ljónið er göfugt . Red Lion is noble.

Segðu fólki það sem það þegar veit og skilur og þér verður þakkað.

Segðu fólki það sem það ekki veit og skilur og þú verður fordæmdur.

 Lyginn getur ferðast um allan heiminn, á meðan sannleikurinn er að fara í skóna.

Sigurjón Vigfússon

Nýjustu myndir

  • ...au_anesvita
  • ...aaa
  • ...6239_n_1_jl

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband