Leita í fréttum mbl.is

Jón Baldvin Hannibalsson og Ingibjörg Sólrún fengu styrki og greiðslur frá utanríkisráðuneytinu

images.jpgMeðal þeirra sem fengið hafa greiðslur frá utanríkisráðuneytinu á yfirstandandi ári eru Jón Baldvin Hannibalsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.

Um er að ræða bæði almenn fjárframlög vegna ýmissa áhugamála erlendis.

Fjöldi þeirra er greiðslur hafa fengið eða styrki kemur fram í svari Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra, við fyrirspurn Gunnars Braga Sveinssonar, þingmanns Framsóknarflokksins, á Alþingi. Eru Jón Baldvin Hannibalsson og Ingibjörg Sólrún

Vill Gunnar vita hverjir aðrir en fastir starfsmenn utanríkisráðuneytisins hafi fengið greiðslur, styrki  af hálfu ráðuneytisins á árið 2009. Ekki er spurt um heildarupphæð greiðslna né heldur hve mikið hver og einn aðili fékk í sinn hlut.

Þá fékk Ingibjörg Sólrún Gísladóttir greidda ferð til farar á alþjóðlega kvennaráðstefnu, IWC, í Jerúsalem meðan Jón Baldvin Hannibalsson fær greiðslu fyrir ferð sína til Eistlands .

Hvað félög eða samtök varðar vekur athygli að styrki hafa fengið aðilar á borð við Félag um hinsegin daga, Baggalútur ehf, Íslenska og Félag starfsmanna utanríkisþjónustunnar.

Ekki er síður forvitnilegt að skoða nöfn styrkþega á síðasta ári en þar má meðal annars finna núverandi utanríkisráðherra sjálfan, Össur Skarphéðinsson. Á því er þó sú skýring að sögn aðstoðarmanns ráðherra að Össur var sendur sem staðgengill þáverandi utanríkisráðherra í ferð forseta Íslands til Katar.

Nafn aðstoðarmannsins, Kristjáns Guy Burgess, er einnig að finna yfir þá sem þegið hafa fé gegnum ráðuneytið og þar er líka á blaði ritstjóri Fréttablaðsins málgagn Samfylkingar og Baugs, Jón Kaldal, sem fór eina ferð sem eftirlitsfulltrúi ÖSE með fulltingi ráðuneytisins.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Hvaða hvaða er þetta nokkuð nýtt? Er þetta ekki bara stjórnsýslan í hnotskurn. Þarna má alls ekki spara! Bara á láglaunafólki, öryrkjum og öldruðum..

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 29.12.2009 kl. 18:55

2 Smámynd: Rauða Ljónið

Já mikið rétt.

Rauða Ljónið, 29.12.2009 kl. 19:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rauða Ljónið
Rauða Ljónið

Rautt ljónið er göfugt . Red Lion is noble.

Segðu fólki það sem það þegar veit og skilur og þér verður þakkað.

Segðu fólki það sem það ekki veit og skilur og þú verður fordæmdur.

 Lyginn getur ferðast um allan heiminn, á meðan sannleikurinn er að fara í skóna.

Sigurjón Vigfússon

Nýjustu myndir

  • ...au_anesvita
  • ...aaa
  • ...6239_n_1_jl

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband