Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
21.10.2020 | 12:54
HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
"Reykjanesskagi er hluti af gosbeltinu, sem liggur um Ísland þvert og er í beinu framhaldi af
Reykjaneshryggnum, sem neðansjávar teygir sig langt suðvestur í haf og raunar er hluti af Atlantshafshryggnum mikla. Frá því að síðasta kuldaskeiði lauk hefur mikil eldvirkni verið á þessu svæði bæði ofansjávar og í hafi. Sú eldvirkni hefur á umliðnum öldum byggt upp Reykjanesskaga og verður ekki enn séð nokkurt lát á þeirri starfsemi.
Tví klikkið á myndirnar til að fá hærri upplausn.
Hugsanlegir hraunstraumar verði gos á næstum árum áratugum eða öldum
HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
Fyrsta heimild um gos á umræddu svæði er hin alkunna frásögn Kristnisögu: Þá kom maðr hlaupandi ok sagði að jarðeldr var upp kominn í Ölfusi ok mundi hann hlaupa á bæ Þorodds goða" . Kristnisaga er talin vera að stofni til frá 12. öld" og gæti því verið rituð rösklega öld eftir að atburðir þessir áttu sér stað. Hér er að sjálfsögðu látið liggja milli hluta hvort kristnitakan hafi verið árið 1000 eða 999. Lengi hefur verið fullyrt að gos þetta hafi verið í gígaröð austan við Hveradali.
Síðari heimildir um eldgos á Reykjanesskaga eru með afbrigðum óljósar og torráðnar. Þannig er t. d. getið um gos í Trölladyngju eða Trölladyngjum 1151, 1188, 1340, 1360 og 1389-90 og um hraun, sem runnið hafi niður í Selvog 1340 . Líkur eru til að það, sem nú er nefnt Brennisteinsfjöll hafi áður fyrr verið nefnt Trölladyngjur, en sannanlega hefur þar verið eldvirkni mikil og líka á sögulegum tíma og verður að því vikið síðar.
Ljóst er að Ögmundarhraun hefur runnið á sögulegum tíma þar eð það hefur runnið yfir bæ og hluti af rústum hans sést ennþá, en skráðar heimildir um það gos munu ekki vera fyrir hendi.
Vafalaust hafa skráðar heimildir um ýmsa atburði á þessum landshluta, þar á meðal eldgos, glatast í aldanna rás. Má í því sambandi minna á afdrif bóka Viðeyjarklausturs .
Nú hefur, eftir mismunandi leiðum, verið mögulegt að sýna fram á, að a. m. k. 12 eða 13 eldgos hafa átt sér stað á Reykjanesskaga frá því að norrænt landnám hófst hér. Þekktan aldur hafa einnig verið mjög til hjálpar eins og sýnt verður hér á eftir. Einkum eru það tvö öskulög, sem hafa haft mikla þýðingu í þessu sambandi, en þau eru landnámslagið frá því um 900.
Bæði eru þessi öskulög auðþekkt séu þau á annað borð sæmilega greinileg. Landnámslagið er tvílitt, ljóst að neðan en svart að ofan. Öskulagið frá Kötlu er svart og þykkara en nokkurt annað öskulag í jarðvegssniðum á þessu svæði ofar en landnámslagið.
ALDURS-ÁKVARÐANIR
Aðferðum, sem notaðar hafa verið til þess að flokka aldur hrauna á Reykjanesskaga má skipta í 4 flokka:
1) Sögulegar heimildir.
2) Geislakolsákvarðanir, C14.
3) Öskulög.
4) Afstaða til hrauna með þekktan
aldur.
Eins og áður er sagt, eru sögulegar heimildir um eldgos á þessum landshluta bæði mjög fátæklegar og auk þess svo ruglingslegar að vant er að vita hverju má treysta. Örnefnið Nýjahraun (Kapelluhraun)
.
Bæjarrústirnar í Ögmundarhrauni tala sínu máli, en þar með eru sannanir á þrotum. Um vitnisburð annála er áður getið. Ákvarðanir aldurs gróðurleifa (C14) hafa reynst notadrjúgar þar sem þeim verður við komið. Öskulög með þekktan aldur hafa einnig verið mjög til hjálpar eins og sýnt verður hér á eftir.
Þegar Krýsuvíkureldar loguðu var aðalgosið árið 1151. Í því gosi opnaðist 25 km löng gossprunga, og rann hraunið til sjávar bæði sunnan og norðan megin á Reykjanesskaganum. Að sunnan er það Ögmundarhraun en að norðan Kapelluhraun. Þá tók af stórbýlið Krýsuvík sem stóð niður við sjávarbakkann.
Ögmundarhraun er runnið frá norðurhluta gígaraðar austan í Núpshlíðarhálsi og hefur meginhraunflóðið fallið milli Latsfjalls og Krýsuvíkur-Mælifells og allt suður í sjó og langleiðina austur undir Krýsuvíkurberg.
Jón Jónsson, jarðfræðingur, gerði merkilega rannsókn á öllum Reykjanesskagnum, en þá taldi hann Ögmundarhraun geta hafa runnið um 1005.
SÖGULEG HRAUN Á REYKJANESI
Svínahraun Kristnitökuhraunið
Sýnt hefur verið fram á að yngsta hraunið austan við Hveradali getur ekki verið frá gosi því, er Kristnisaga getur um, ekki heldur hraunið úr Eldborg undir Meitli, er runnið hefur þannig, að það stefnið á Hjalla í Ölfusi og kemur að því leyti vel heim við söguna. Hins vegar er landnámslagið
ofan á Eldborg, og mosakol undan hrauninu við Hveradali sýna að það er um 800 árum eldra en kristnitakan . Þetta leiddi til þess að gerðar voru athuganir á yngsta hrauninu milli Lambafells og Bláhnúks, en það er augljóslega yngra en það, sem talið var vera Kristnitökuhraunið. Kom brátt í ljós að landnámslagið er undir þessu hrauni, en Kötlulagið frá um 1495 ofan á því (. Endurteknar athuganir í óbrennishólmanum í Svínahrauni leiddu í ljós, að ekki verður greindur minnsti vottur af jarðvegi
eða gróðurleifum milli öskulagsins og hraunsins. Það, sem hér er nefnt Svínahraun, er hraunið úr Nyrðri Eldborg, en hraunið úr Syðri Eldborg er nefnt Lambafellshraun. Það hraun er eitthvað yngra, en talið vera nær samtíma, þ. e. úr sömu goshrinu. Þó er þetta enn ekki sannað mál. Bæði þessi hraun ná yfir 11,9 km2 svæði) og teljast um 0,24 km Þetta eru ólivínþóleíthraun og innihalda rösklega 14% ólivín.
Rjúpnadyngnahraun
Í nær miðjum Húsfellsbruna milli Þríhnúka og Sandfells er eldstöð, sem mjög lítið ber á, en nefnist Rjúpnadyngjur. Húsfellsbruni er örnefni, sem nær til margra hrauna, sem flest eru runnin fyrir
landnám, en einnig eru þar yngri hraun. Naumast verður það talið, að augljóst sé við fyrstu sýn, að Rjúpnadyngjur séu eldvörp. Þarna er óvenju stórbrotið hraun með djúpum sprungum og illfærum gjám. Eitt hringlaga niðurfall er á þessu svæði og er talið líklegast að það sé yfir uppvarpinu. Gjall kemur aðeins fyrir á litlum hól miðsvæðis. Við nánari athugun sést að þarna er um eldstöð og um dæmigert hraungos að ræða, en yngri hraun hafa runnið upp að henni sunnan frá og verið langt komin með að færa hana í kaf. Hraun frá Rjúpnadyngjum hefur runnið norður og norð-vestur.
Nyrsti tangi þess endar í allhárri brún rétt austan við Búrfell og hefur þar runnið út á Búrfellshraun. Leysingavatn hefur grafið dálítinn farveg meðfram hraunröndinni norðaustur af Búrfelli og þar reyndist mögulegt að grafa inn undir hraunið. Komu þá í ljós bæði öskulögin, sem áður var minnst á.
Landnámslagið liggur inn undir hraunið, en svarta Kötlulagið er ofan á því. Þar með er ljóst að þarna hefur gosið eftir 900. Annað, sem sannar þetta, er að hraunið hefur á einum stað runnið út á Tvíbollahraun, en það var áður aldursákvarðað (sjá síðar). Gróðurleifar undir þessu hrauni eru afar fátæklegar og því hefur enn ekki verið hægt að koma C14 athugunum við.
Kóngsfellshraun
Vestan við Stóra Kóngsfell er stutt gígaröð, sem nær upp í fellið og er á sprungu, sem gengur gegnum það. Þarna hafa einkum tveir gígir verið virkir. Hraunið hefur runnið báðum megin við Kóngsfell norður og niður á við. Það hefur runnið upp að Rjúpnadyngjum og báðum megin við þær og er því yngra en sú gosstöð og þar með frá sögulegum tíma. Nánari aldursákvörðun á þessu gosi liggur ekki enn fyrir.
Breiðdalshraun
Á Brennisteinsfjöllum er feiknamikil eldstöð. Það hraun, sem til norðurs rann, er dæmigert helluhraun. Unun er að ganga þessar svörtu klappir, sem bjóða upp á hin furðulegustu mynstur í formi straumgára, fellinga og hraunreipa. Það hefur runnið í fremur mjóum straumi norðvestur fjallið milli eldri hrauna og fallið í bröttum fossi ofan í Fagradal, þar sem það hefur hrifið með sér stór björg og steina úr brúninni og liggja þeir nú í tugatali ofan á hrauninu í dalnum, meðal grjóts sem síðar hefur hrunið úr fjallinu út á hraunið. Það hefur svo haldið áfram allt að Undirhlíðum og loks staðnæmst í Breiðdal og þekur allan dalbotninn með sléttu hrauni. Þar sem það fellur niður í dalinn austan við Breiðdalshnjúk er það örþunnt. Leysingavatn hefur þar grafið sér farveg meðfram því og nokkuð inn undir rönd þess. Þar má sjá jarðveg þann, sem hraunið rann yfir og finna leifar þess gróðurs, sem þar var þá og raunar liggja þær gróðurleifar í sjálfu landnámslaginu. Liggur því tvöföld sönnun fyrir aldri þessa hrauns, enda gaf C" ákvörðun um ár 910. Meðal gróðurleifa virtist vera beitilyng, víðir, bláberjalyng og einír, en þetta allt vex á staðnum enn í dag.
Selvogshraun
Skammt eitt austan við hina fornu brennisteinsnámu, sem raunar mun hafa gefið þessum fjallaslóðum nafn, rís á fjallsbrún hár og brattur gígur, nefnt Gráfeld. Hljóti það nafn viðurkenningu, skal hraun þetta Gráfeldshraun heita, Þessi gígur er á sprungu og smágígir eru vestan við hann. Auðsætt er að hann hefur þegar í upphafi tekið völdin og sent hraunflóð mikið niður í dalinn, þar sem fleiri hraun voru þegar fyrir og fylla hann nú fjalla milli. Meðal þeirra er áðurnefnt Breiðdalshraun, sem hverfur inn undir þetta hraun, sem þannig örugglega er yngra, enda yngst í dalnum og samkvæmt þessu frá sögulegum tíma. Annálar geta þess að hraun hafi runnið niður í Selvog 1340 og 1389 . Mjög trúlegt sýnist að Selvogshraun sé frá öðru hvoru þessu gosi, en vel gætu hafa orðið enn fleiri gos í Brennisteinsfjöllum á sögulegum tíma og vafalaust hafa bæði þessi gos orðið þar, en tímasetning er óljós. Hraunið hefur fallið fram af Herdísarvíkurfjalli við Hlíðarvatn, en staðnæmst neðan við brekkurætur aðeins norðan við núverandi þjóðveg. Hraun það er fallið hefur niður í Kleifarvatn sunnanvert og Hvammahraun nefnist er mjög ungt og gæti jafnvel verið frá sögulegum tíma.
Tvíbollahraun
Við Grindaskörð eru gígaraðir á sprungubelti og hefur þar verið mikil eldvirkni. Meðal þessara gíga eru Tvíbollar, en það eru gígir tveir, sem gnæfa á norðurbrún fjallsins . Eins og nafnið bendir til eru gígir þessir samvaxnir og sést það vel neðan úr byggð. Aðalgígurinn er 40 - 60 m hár en minni gígurinn tæplega þriðjungur þess. Gígirnir eru hlaðnir úr gjalli og hraunkleprum og hraunstraumurinn hefur fallið norður og mest um undirgöng, sem enn má sjá. Lengst norður nær hraun þetta að Helgafelli og hefur runnið í örþunnum straumi vestur með því að sunnan en hverfur loks undir Gvendarselshraun við suðvesturhornið á fellinu. Rétt þar hjá hefur leysingavatn grafið fornan jarðveg undan hrauninu svo það hefur á kafla fallið niður. Kemur við það í ljós jarðvegslag, sem er rösklega 1,2 m þykkt og í því m. a. eitt ljóst öskulag, sem talið er að sé H3 (frá Heklu fyrir 2.800 árum), en næst hrauninu eru kolaðar gróðurleifar, sem aldursákvarðaðar hafa verið og reynst 1075±60 C'4 ár, en það þýðir að hraunið gæti hafa runnið árið 875 og er því frá sögulegum tíma. Jafnframt fannst landnámslagið undir þessu hrauni, aðeins ofan við áðurnefnt niðurfall. Þrjú hraun hafa síðar runnið út á þetta hraun og eru því yngri, en þau eru Rjúpnadyngnahraun, Kóngsfellshraun og svo það litla hraun, sem næst verður fjallað um í þessari grein.
Gvendarselshraun
Norðurendi Undirhlíða er nefndur Gvendarselshæð. Hún endar við Kaldárbotna. Austan í hæðinni
gegnt Helgafelli er gígaröð, nefnt Gvendarselsgígi. Þeir eru á misgengi því, sem liggur eftir endilöngum Undirhlíðum, klýfur Kaldárhnúk, myndar vesturbrún Helgadals og klýfur Búrfellsgíginn um þvert og heldur áfram um Heiðmörk. Hraun frá þessari litlu gígaröð þekur allt svæðið milli
Gvendarselshæðar og Helgafells. Víðast er það dæmigert helluhraun. Það hefur runnið niður í Kaldárbotna að norðaustan í smátotu, sem hangir þar níður, en hefur staðnæmst neðan við hjallann. Annar straumur hefur fallið vestur um skarðíð milli Kaldárbotna og Hlíðarhorns og nær nokkuð vestur fyrir Kaldársel. Vestast er það svo þunnt að talsverða nákvæmni þarf til þess að rekja ystu mörk þess. Þriðja hraunkvíslin hefur svo fallið um Kýrskarð við suðurenda megin gígaraðarinnar, og út á Óbrinnishólahraun, og myndar smá hraunbleðil vestan undir hæðinni. Eins og áður er sagt hverfur
Tvíbollahraun inn undir Gvendarselshraun við suðurenda Helgafells. Gvendarselshraun er því yngra undir hraunið syðst og fundum þar bæði landnámslagið og gróðurleifar, sem aldursákvarðaðar hafa verið og reynst vera frá því um 1075. Hugsanlegir hraunstraumar verði
Nýjahraun Kapelluhraun
Eins og áður er sagt bendir upprunalegt nafn þessa hrauns ótvírætt til þess að það hafi orðið til á
sögulegum tíma. Um aldur þess hefur að öðru leyti ekki verið vitað. Í sambandi við rauðamalarnám við gígina, sem hraunið er komið úr, opnaðist möguleiki til þess að komast að jarðvegslögum undir því og ná þar í kolaðar gróðurleifar. Þar voru tekin alls 3 sýni á jafnmörgum mismunandi stöðum. Aldursákvarðanir á þeim sýndu að gosið hafi þarna um 1005. Þrátt fyrir þær skekkjur, sem loða við
þessar aldursákvarðanir er með þeim staðfest að hraunið er frá sögulegum tíma og næsta ljóst að gosið hafi orðið snemma á 11. öld.
Ögmundarhraun
Ekki er kunnugt um uppruna nafnsins á hrauni þessu, en langt er síðan að ljóst var að það hafði runnið á sögulegum tíma. Það sanna rústir bæjar, sem eyðst hafði í gosinu. Ögmundarhraun er komið úr gígaröðum austan í og austanundir Vesturhálsi (Núpshlíðarhálsi). Samanlögð lengd þessara gígaraða er nær 5 km. Næsta ljóst er að allar hafa þær verið virkar aðeins í byrjun gossins, en fljótlega hefur hraunrennslið færst yfir í, einkum þrjá gígi, nálægt austurenda gígaraðarinnar og þaðan hefur megin hraunflóðið runnið suður dalinn milli Krýsuvíkurmælifells og Latsfjalls alla leið í sjó fram. Þarna hefur það farið yfir gróið land og eyðilagt a. m. k. eitt býli eins og rústirnar sanna, en vel gætu þau hafa verið fleiri og raunar ekki ólíklegt að svo hafi verið . Hraunið hefur fallið í sjó fram á um 7,5 km strandlengju og hugsanlegt gæti verið að þar hafi sú vík verið, sem Krýsuvík er kennd við sé það á annað borð nauðsynlegt að skýra nafnið svo - og hafi hraunið
fyllt hana. Um þetta skal ekkert fullyrt. Lengi hefur því verið haldið fram að þetta gos hafi orðið árið 1340. Þetta ártal er komið frá Jónasi Hallgrímssyni, en ekki getur hann heimilda fyrir því.
Því má aðeins bæta við hér að engar mannvistarleifar er að finna í tveim smá óbrennishólmum ofar í hrauninu. Þess skal hér einnig getið að svo virðist sem Ögmundarhraun, Nýjahraun (Kapelluhraun) og Gvendarselshraun hafi öll orðið í einni goshrinu, sem þá hafi orðið á fyrri hluta 11. aldar. Því má svo bæta við, að vel gætu fleiri gos hafa orðið um svipað leyti eða samtímis víðar á Reykjanesskaga
Arnarseturshraun
Hraun þetta hefur komið upp í tveim gígum og ber sá þeirra sem hæstur er nafnið Arnarsetur. Hraunið hefur ótvíræða dyngjulögun, einkum séð vestan frá, en bergfræðilega er það skyldara sprunguhraunum. Þetta hefur verið allmikið gos. Hraunið þekur sem næst 22 km2 og telst samkvæmt
því 0,44 km en sennilega er sú tala talsvert of lág því hraunið er greinilega mjög þykkt á stóru svæði kringum eldvarpið. Eldra hraun, sem aðeins sést í smá óbrennishólma bendir til þess að áður hafi gosið á þessum sama stað. Í sambandi við jarðfræðikortlagningu kom í ljós að Arnarseturshraun hlaut að vera yngst allra hrauna á þessu svæði. Það vakti grun um að það gæti verið frá sögulegum tíma.
Út frá þeím skráðu heimildum, sem til eru, virtist liggja beinast fyrir að ætla að gos þetta hafi orðið 1660 og sé það, sem getið er um í annál Gunnlaugs Þorsteinssonar fyrir árið 1661, Vallholtsannál, (Annálar 1400-1800) sem getur um eldgos í Grindavíkurfjöllum þetta ár.
Eldborg við Trölladyngju
Þess skal og getið að gos það er orðið hefur rétt norðan við Trölladyngju og myndað gíginn Eldborg
sýnist hafa orðið um líkt leyti og Afstapahraun rann.
Vel gætu þessi gos bæði hafa verið svo að segja samtímis og mætti þá raunar um það deila hvort um er að ræða eitt gos eða tvö. Einar Gunnlaugsson (1973) fann öskulag ofan við landnámslagið í Hörðuvallaklofa og er líklegt að það sé af þessum slóðum komið. Ekki verður hins vegar í það ráðið hvort það kann að vera úr Eldborg eða öðru eldvarpi í nágrenninu.
Traðarfjöll
Traðarfjöllum, skammt sunnan við Djúpavatn.
Í jarðfræði Reykjanesskaga (eftirJón Jónsson 1978,) er eldstöðvum á þessu svæði nokkuð lýst og hraunið nefnt Traðarhraun, en réttara væri e. t. v. að nefna það Traðarfjallahraun. Þegar vegur var lagður gegnum Reykjanesfólkvang var hann skorinn inn í gíg sunnan í Traðarfjöllum. Við það kom í ljós allþykkt moldarlag undir gjallinu og reyndist þar auðvelt að
grafa fram jarðvegssnið, sem nær frá því og niður á fast berg, sem þarna er móberg. Undir gjallinu er fyrst 9 cm þykkt moldarlag en þá kemur ljósleitt (nánast gulleitt) öskulag, sem ekki getur annað verið en landnámslagið margumtalaða. Sýnir þetta að þarna hefur gosið, að líkindum þó nokkru eftir árið 900 þar eð um 9 cm jarðvegur hefur verið kominn ofan á öskulagið áður en gosið varð. Vel gæti þetta hafa verið um sama leyti og Ögmundarhraun rann, þótt ekkert sé um það hægt að fullyrða. Eins og teikningin sýnir er annað ljóst öskulag neðar í sniðinu og ætti það samkvæmt reynslu að vera H3. Ekki hefur enn gefist tími til að rekja útbreiðslu hraunsins frá þessu gosi, enda er það ekki auðvelt. Hitt er ljóst að með þessu bætist við enn eitt gos, sem örugglega hefur orðið á sögulegum tíma á Reykjanesskaga. Þykir þetta renna enn einni stoð undir það að meiriháttar goshrina hafi þar orðið snemma á landnámsöld. Ekki var mögulegt að greina neinar gróðurleifar undir gjallinu. Nægilega mikið loft hefur þarna komist að til þess að gras hefur brunnið til ösku en ekki kolast. Því má bæta hér við að þar eð svona þykkt jarðvegslag er komið ofan á landnámslagið, gæti þetta verið það gos sem Jónas Hallgrímsson talar um og Þorvaldur Thoroddsen (1925) vitnar í. Gæti þetta verið skýringin á því að ártalið 1340 hefur verið tengt Ögmundarhrauni.
UMRÆÐA
Af því sem hér hefur verið rakið er ljóst að gos hafa orðið á Reykjanesskaga a. m. k. 12 sinnum eða 13 frá þeim tíma að norrænt landnám hófst. Mjög sennilegt virðist að Eldborg við Bláfjöll hafi gosið á sögulegum tíma endanlegar. Svo virðist sem eldvirkni hafi verið mikil á tímabilinu 1000-1400 og raunar eins skömmu fyrir landnám. Hraun frá sögulegum tíma þekja um 143 km2 og rúmtak þeirra, ætti að vera um 2,3 km. Einnig þetta eru lágmarkstölur. Það skal tekið fram að enda þótt hraunin 6, sem talin eru í efri hluta töflunnar, séu sett í ákveðna aldursröð er engan veginn víst að hún sé rétt.
Ég get ekki séð að flugvöllur í Hvassahrauni sé skynsamlegur í ljósi síðustu atburða og spár um eldvirkni ?
Sjá hér.
Nöfn á hraunum á Reykjanesi.
1. Rjúpnadyngjuhraun
2. Húsfellsbruni
3. Tvíbollahraun
4. Grindaskarðahraun
...5. Þríhnúkahraun
6. Þjófakrikahraun
7. Kristjánsdalahraun
8. Hellur
9. Markrakahraun
10. Dauðadalahraun
11. Skúlatúnshraun
12. Búrfellshraun
13. Flatahraun
14. Selgjárhraun
15. Svínahraun
16. Urriðakotshraun
17. Vífilsstaðahraun
18. Stórakrókshraun
19. Garðahraun
20. Gálgahraun
21. Klettahraun (Klettar)
22. Mosar
23. Smyrlabúðahraun
24. Gjárnar
25. Norðurgjár
26. Seljahraun
27. Gráhellurhraun
28. Lækjarbotnahraun
29. Stekkjahraun
30. Sjávarhraun
31. Hörðuvallahraun
32. Hafnarfjarðarhraun
33. Helgafellshraun
34. Kaldárhraun
35. Brunahryggur
36. Óbrinnishólabruni
37. Arnarklettabruni
38. Stórhöfðahraun
39. Kornstangarhraun
40. Selhraun
41. Hellisdalshraun
42. Hellnahraun
43. Leynidalahraun
44. Hvaleyrarhraun
45. Hraunhólshraun
46. Nýjahraun
47. Háibruni
48. Bruni
49. Hrauntungur
50. Brenna
51. Kapelluhraun
52. Snókalönd
53. Hrútadyngjuhraun
54. Almenningur
55. Hólahraun
56. Sauðabrekkuhraun
57. Fjallgrenshraun
58. Brundtorfuhraun
59. Hafurbjarnarholtshraun
60. Stórhólshraun
61. Eyjólfsbalahraun
62. Bringur
63. Einihólshraun
64. Merarhólahraun
65. Rauðhólshraun
66. Tóhólahraun
67. Þúfuhólshraun
68. Sléttahraun
69. Laufhólshraun
71. Meitlahraun
72. Bekkjahraun
73. Brenniselshraun
74. Katlar (Katlahraun)
75. Draughólshraun
76. Flár
77. Rauðamelshraun
Ég get ekki séð að flugvöllur í Hvassahrauni sé skynsamlegur í ljósi síðustu atburða og spár um eldvirkni ?
Flugvallarstæði með tilliti til sprunguvirkni og hraunrennslis
Heimildir Gegnir og Gossaga á Reykjanesi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.9.2019 | 12:56
Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum í rekstri ISALs í Straumsvík .
,,Það blasir við að Landsvirkjun og stjórnvöld eru að ógna atvinnuöryggi og lífsafkomu þúsunda fjölskyldna í orkufrekum iðnaði vítt og breitt um landið með græðgisstefnu sinni í raforkumálum.
Ég vil byrja á að nefna þegar ákveðið var af þáverandi stjórnvöldum að byggja upp orkufrekan iðnað á Íslandi fyrir svona 50 árum eða svo, var ákveðið að búa til góðar og tryggar rekstrarforsendur fyrir þennan iðnað til að skapa störf fyrir fólkið í landinu. Á þessum árum var ákveðið að horfa á heildarhagsmuni samfélagsins og byggðarlaganna þar sem auðlindir okkar voru nýttar til atvinnusköpunar og einnig var horft á heildarávinning af þessum iðnaði eins og hinum ýmsu afleiddu störfum sem myndu skapast að ógleymdu skatt-og útflutningstekjum sem myndu verða til.
Stjórnvöld á þessum tíma bjuggu til þessar rekstrarforsendur og samkeppnisskilyrði sem gerðu það að verkum að erlendir fjárfestar höfðu áhuga að fjárfesta hér á landi og það sem við höfðum fram að færa væri vistvæn raforka á góðu samkeppnishæfu verði. Enda fátt er skynsamlegra hvað umhverfisáhrif varðar en að framleiða t.d. álafurðir með vistvænni græni orku.
Nú kveður hinsvegar við nýjan tón og háværar raddir m.a. frá hinum ýmsu stjórnmálamönnum að verið sé að gefa raforkuna á kostnað almennings en slíkt stenst ekki nokkra skoðun ef málin eru skoðuð nánar.
Ég vil byrja á að nefna stöðuna sem álverið í Straumsvík er í núna eftir að fyrirtækið gerði nýjan raforkusamning í árslok 2010 þar sem um gríðarlega hækkun kvað á um í þeim samningi. Rétt er að nefna að núverandi forstjóri álversins í Straumsvík tók við árið 1997 og rak hún fyrirtækið með góðum hagnaði samfellt eða allt þar til nýr raforkusamningur tók gildi. En frá árinu 2012 til dagsins í dag hefur álverið í Straumsvík verið rekið með tapi nánast öll árin frá því nýr samningur tók gildi og á 7 ára tímabili hefur álverið tapað 15 milljörðum og eigið fé fyrirtækisins lækkað um 14 milljarða.
Takið eftir, álverið var rekið samfellt með góðri afkomu eða allt þar til nýr raforkusamningur tók gildi og hefur álverið í Straumsvík tapað 15 milljörðum og má segja að fyrirtækið berjist fyrir lífi sínu og meira segja er verið að reyna að selja fyrirtækið á brunaútsölu, en ekki hefur enn fundist kaupendur af því.
Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum í rekstri fyrirtækisins í Straumsvík en samt liggur algerlega fyrir að gríðarleg hækkun á raforkuverði frá árinu 2010 hefur snúið rekstri fyrirtækisins á hvolf.
Það er rétt að vekja athygli á því að álverið í Straumsvík hefur kaupskildu á raforkunni því til viðbótar er svokölluð móðurfélagsábyrgð sem gerir það að verkum að álverið þarf að greiða fyrir raforkuna hvort sem þeir nota hana eða ekki. Ef þessi móðurfélagsábyrgð væri ekki til staðar telja margir sem þekkja til í þessum iðnaði að búið væri að loka þessari verksmiðju.
En skoðum afkomu Landsvirkjunar, en um eða yfir 70% af tekjum Landsvirkjunar koma frá orkufrekum iðnaði. Ég vil byrja á því að nefna að árið 2000 var eigið fé Landsvirkjunar 34 milljarðar en í dag 19 árum síðar, nemur eigið fé LV tæpum 300 milljörðum.
En frá árinu 2012 til dagsins í dag hefur Landsvirkjun skilað um 65 milljörðum í hagnað. Á sama tíma og þessi hagnaður myndaðist hafa heildarskuldir faríð úr 363 milljörðum niður í 218 milljarða sem þýðir að Landsvirkjun er búin að greiða niður skuldir fyrir 145 milljarða á 7 árum eða sem nemur um 21 milljarði á ári. Ofan á þetta allt saman hefur Landsvirkjun greitt tæpa 12 milljarða í arðgreiðslur til ríkissjóðs.
Á þessu sést að Landsvirkjun er alger gullnáma fyrir allt samfélagið eins og þessar opinberu tölur sína og sanna. Svo er sagt að verið sé að gefa orkuna til orkufreks iðnaðar! Slíkt stenst ekki eina einustu skoðun, enda afkoma Landsvirkjunar frábær. Það er rétt að vekja athygli á að margt bendir til þess að Landsvirkjun geti orðið skuldlaust fyrirtæki eftir 7 til 10 ár eða svo og þá geta menn ímyndað sér þær gríðarlegu arðgreiðslur sem bíða ríkissjóðs öllu samfélaginu til heilla.
En núna er græðgin búin að heltaka stjórnendur Landsvirkjunar og það alvarlega í þessu er að þessi græðgisstemming er leyfð og með vitund stjórnvalda.
En það hættulega er að græðgin hjá LV og stjórnvöldum mun klárlega geta með tíð og tíma slátrað þessum iðnaði og um leið svipt þúsundum fjölskyldna lífsviðurværi sínu og stórskaðað byggðarforsendur nokkurra sveitafélaga illilega.
Það er þyngra en tárum taki að hlusta á suma þingmenn stökkva á lýðsskrumsvagninn og tala um að verið sé að gefa raforkuna enda nægir að horfa á afkomutölur Landsvirkjunar til að sjá að slíkt stenst ekki nokkra skoðun.
Það sorglegt að stjórnvöld virðast trúa forstjóra LV að hægt sé nánast að tvöfalda raforkureikning á orkufrekan iðnað, en staðan hjá Rio Tinto, Elkem Ísland og PCC á Húsavík sýnir og sannar að þetta stenst ekki nokkra skoðun enda liggur fyrir að öll þessi fyrirtæki eiga við vanda að etja.
Ég óttast að stjórnvöld sem nudda saman höndunum yfir nýjum auðlindasjóði sem verður tekin til umræðu á Alþingi innan skamms séu með bundið fyrir bæði augun þegar forstjóri Landsvirkjunar leiðir þessa starfsemi fram af bjargbrúnni með skelfilegum afleiðingum fyrir lífsafkomu þúsunda fjölskyldna sem byggja atvinnuöryggi sitt á þessum iðnaði.
En það þykir flott og töff hjá sumum stjórnmálamönnum að vera á móti orkufrekum iðnaði, þrátt fyrir að allar staðreyndir sýni og sanni að þessi iðnaður sé okkur mjög mikilvægur. Ég tel það alls ekki vera neina tilviljun að þrír forstjórar í orkufrekum iðnaði hafi látið af störfum nýverið, enda drýpur óvild í garð fyrirtækja í orkum frekum iðnaði útum allt í íslensku samfélagi.
Ég vil að lokum taka það skýrt fram að mér og fyrirgefið orðbragðið, en mér er skítsama um hagsmuni eigenda þessara fyrirtækja, en drottinn minn, ég hef áhyggjur af atvinnuöryggi og lífsafkomu þúsunda fjölskyldna sem reiða sig á störf í þessum iðnaði, en laun í orkufrekum iðnaði hjá ófaglærðu starfsfólki eru þau ein bestu sem bjóðast á íslenskum vinnumarkaði í dag."
Vilhjálmur Birgisson.
1.3.2018 | 17:16
Svæsnustu spillingarbælin.
Til þess að varpa ljósi á máttleysisleg vinnubrögð skattyfirvalda við að sinna sínu lögbundna hlutverki þá vil ég deila atburðarás úr raunveruleikanum hvernig þessi spillingarbæli starfa. Sonur minn réði sig til starfa í fyrra hjá litlu fyrirtæki í svokölluðum nýsköpunargeira. Þeir sem stóðu að rekstrinum sönnuðu sig rækilega sem skúrkar í hástert og komust upp með að starfa sem slíkir þrátt fyrir að fá styrk út úr Start-up Reykjavík og meðal hluthafa væru aðilar á borð við Arion banka. Þrátt fyrir að illa hafi gengið að fá greidd umsamin laun og fá afhenta launaseðla þar sem sýnt var fram á að dregin hafi verið af lögbundin gjöld og staðgreiðsla hafðist það að lokum. Störfum fyrir umrædda skúrka lauk fyrir árslok þar sem áframhaldandi ráðning var ekki í boði nema í formi gerviverktöku.
Þegar sonur minn opnaði netframtal í byrjun þessa árs kom hins vegar í ljós að ekkert hafði verið forskráð á það varðandi laun eða afdregin gjöld frá umræddum skúrkum enda hafði sonur minn ekki fengið launamiða frá þeim þrátt fyrir að ítrekað hefði verið gengið eftir að launaframtali hefði verið skilað. Með launaseðlana að vopni var farið til RSK og gert viðvart í þeim tilgangi að embættið beitti sér gagnvart skúrkunum en viðmótið þar var heldur dapurt. Eftir talsvert þref var hægt að fá starfsmann embættisins, sem greinilega nennti tæplega að draga andann til að fletta skúrkafyrirtækinu upp og kom þá í ljós að engum gögnum eða greiðslum hafði verið skilað. Þrátt fyrir að leggja fram sönnunargögnin var enginn áhugi hjá embættinu til að gangast í málið, sonur minn skyldi sjá um að skikka umrædda skúrka til að uppfylla lagalegar skyldur varðandi skil á umræddum gögnum. Þrátt fyrir að ekkert hafi verið forskráð á framtalið ákvað sonur minn að telja heiðarlega fram þau laun sem hann hafði fengið og afdregna staðgreiðslu samkvæmt launaseðlum sem hann sendi með framtali til RSK.
Þarna kom vel í ljós að heiðarleiki gagnvart hinu gjörspillta RSK borgar sig engan veginn. Þegar kom að álagningu var sonur minn krafinn um að skila til ríkissjóðs því sem skúrkarnir höfðu þá þegar dregið af honum en haldið eftir í sinni vörslu. Ítrekaðar tilraunir voru gerðar til að fá RSK til að leiðrétta þetta og beita sér gegn hinum brotlegu í þessu með öll sönnunargögn að vopni en án árangurs þar sem vísað var í að án launaframtals frá skúrkunum bæri sonur minn ábyrgð á þeim gjöldum sem dregin höfðu verið af honum.
Skilaboðin voru á sama veg og áður, sonur minn skyldi sjá til þess að skúrkarnir færu að lögum. Það kostaði mikla fyrirhöfn og kostnað að fá skúrkana til að skila inn launaframtali og þurfti beinlínis að beita hótunum um málsókn. Rassálfarnir hjá RSK með bólstruðu bossana sína sáu ekki ástæðu til að beita sér gegn hinum raunverulegu skattsvikurum í þessu máli. Sjálfsagt hafa þeir verið uppteknir við að gæta þess að halda huldum gögnum um skattsvik opinberra starfsmanna og embættismanna sem stunduð eru af miklum móð með fyrirskrifuðu tómlæti æðstu embættismanna skattyfirvalda og þar er fjármálaráðherrann sjálfur ekki frátalinn. Áður hef ég fært RSK sönnunargögn um skjalafals aðila í rekstri sem hefur staðið bak við ófærri gjaldþrota kennitölur en sem nemur afmælisdögum hans en án árangurs. Sá aðili er enn að án þess að skila nokkru til samfélagsins.
Í ljósi viðureignar sonar míns við skattyfirvöld er ljóst að það er hrein og klár heimska að leiðrétta forskráð framtal þar sem vantar gögn frá launagreiðanda þar sem slíkt getur valdið þeim einstaklingi ómældri fyrirhöfn og útlögðum kostnaði. Ráðlegast er að samþykkja framtalið þó að rangt sé því ljóst er að skili launagreiðandi engu þá kemst glæpurinn ekki upp þökk sé hinum rúmlega 300 Þyrnirósum sem verma stóla fyrrnefndra tveggja embætta með bólstruðum bossum sínum.
Ég hef áður beint erindum mínum að skattrannsóknarstjóra sjálfum þar sem ég hef bent á að hjá kollega hennar RSK liggi gögn um gríðarleg skattsvik opinberra starfsmanna vegna oftalins frádráttar á móti fengnum dagpeningum. Hún hefur hins vegar kosið að láta þessi skattsvik afskiptalaus en beita sér þess í stað gegn vofum erlendis þó að slíkt dúllerí skili ekki einu sinn nægilegu til að bera þann kostnað sem sá eltingaleikur kostar. Svo ber þetta fólk sér á brjóst í fjölmiðlum grobbandi sig af árangri sem í raun er verri en enginn.
Eftir Örn Gunnlaugsson
Höfundur er atvinnurekandi. orng05@simnet.is
19.8.2016 | 23:48
Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum og það er mikil sorg , nú hleypur sonur minn hann Andri Þór í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar fyrir Gleym-mér-ei félag andvanafæddar barna.
Þann 14. maí á þessu ári fæddist Karen Björg Andradóttir andvana eftir 40 vikna meðgöngu. Foreldrar Karenar, þau Andri Þór Sigurjónsson og eiginkona hans, Anna Helga Ragnarsdóttir, fengu þó að hafa Karen lengur hjá sér þökk sé kælivöggu sem styrktarfélagið Gleym-mér-ei gaf kvennadeild Landspítalans. Til að sýna fram á þakklæti ætlar Andri Þór að hlaupa 21 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir styrktarfélagið Gleym-mér-ei, félag sem oft vill gleymast.
Kæru vinir ég vill biðja ykkur styrkja son minn Andra "hlaupastyrkur" og lesa hugljúfu viðtöl sem hér eru og deila þessu fyrir mig á Facebook og biðja aðra um að gera að sama með því yrði ég ævinlega þakklátur, oft eru kvöldin þung hjá okkur þegar hugurinn fer á stjá. Kveðja Sigurjón Vigfússon
Og hér á bls 4.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 20.8.2016 kl. 00:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.2.2014 | 23:36
Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumálum. Hún lagði fram þessa þingsályktunnartillögu.
Og hverjir sögðu nei ? Það er hér að neðan !
Álfheiður Ingadóttir, Árni Þór Sigurðsson, Ásta R. Jóhannesdóttir, Baldur Þórhallsson, Birgitta Jónsdóttir, Björgvin G. Sigurðsson, Björn Valur Gíslason, Guðbjartur Hannesson, Guðmundur Steingrímsson, Helgi Hjörvar, Jónína Rós Guðmundsdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Kristján L. Möller, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Lúðvík Geirsson, Magnús M. Norðdahl, Magnús Orri Schram, Margrét Tryggvadóttir, Mörður Árnason, Ólína Þorvarðardóttir, Róbert Marshall, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Siv Friðleifsdóttir, Skúli Helgason, Steingrímur J. Sigfússon, Svandís Svavarsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Þór Saari, Þráinn Bertelsson, Þuríður Backman, Ögmundur Jónasson, Össur Skarphéðinsson.
25.1.2013 | 16:48
Ólína Þorvarðardóttir bjargar dreng úr Reykjavíkurtjörn.
Þegar slökkviliðið kom á staðinn hafði pilturinn fengið aðstoð Ólínar og hafði ekki orðið teljandi mein af volkinu. Hann taldi sig ekki þurfa á læknisaðstoð að halda.
Kv. Sigurjón Vigfússon
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.2.2012 | 19:49
Óreiða í eftirlaunasjóði. Lúðvík Geirsson, fyrrverandi bæjarstjóri og núverandi þingmaður í Suðvesturkjördæmi, skuldar Hafnfirðingum skýringar
Niðurstaða úttektarnefndar um lífeyrissjóði á stöðu Efirlaunasjóðs starfsmanna Hafnarfjarðarbæjar (ESH) er þungur áfellisdómur yfir stjórn og stjórnarháttum sjóðsins. Aðeins einn lífeyrissjóður á landinu tapaði hlutfallslega meiru en ESH. Samkvæmt úttektinni vantar 68-78% upp á eignastöðu sjóðsins til að hann standi undir tryggingarfræðilegum skuldbindingum sínum.
Með öðrum orðum; annaðhvort þarf bæjarsjóður Hafnarfjarðar að auka verulega framlög sín til sjóðsins á næstu árum, sem jafnvel gæti numið milljörðum króna, en vandséð er hvernig fjárhagsstaða bæjarins getur staðið undir því, eða að skera þarf verulega niður réttindi þeirra sem treysta á sjóðinn, eftir starfsævi sína hjá bænum og stofnunum hans.
Hvor leiðin sem yrði farin eða blanda af þeim tveimur hefur alvarlegar afleiðingar fyrir íbúa Hafnarfjarðar og bætist ofan á aðra fjárhagserfiðleika sem bærinn á við að etja. Málefni ESH eru stórmál fyrir fjölmargar hafnfirskar fjölskyldur sem byggja afkomu sína á sjóðnum. Þessar fjölskyldur og Hafnfirðingar allir eiga rétt á skýringum frá þeim sem haldið hafa um stjórnartaumana hjá ESH um hvers vegna ýmsar reglur og fyrirmæli voru brotin hjá sjóðnum árum saman. Hvers vegna var bókhald sjóðsins ekki fært eins og lög kveða á um?
Afhverju var farið út fyrir heimildir í kaupum á óskráðum fyrirtækjum? Hvers vegna voru engar skriflegar verklagsreglur hjá sjóðnum? Af hverju voru ekki gerðir skriflegir samningar við verðbréfafyrirtækið VBS og hvers vegna týndust hlutabréf sem keypt voru fyrir peninga sjóðsins? Hér eru taldar upp aðeins nokkrar þær ávirðingar sem stjórn sjóðsins fær í úttektarskýrslunni.Stjórnarformaður eftirlaunasjóðsins til margra ára, Lúðvík Geirsson, fyrrverandi bæjarstjóri og núverandi þingmaður í Suðvesturkjördæmi, skuldar Hafnfirðingum skýringar á hörmulegri frammistöðu sjóðsins og reyndar líka á bágri fjárhagsstöðu bæjarsjóðs Hafnarfjarðar.
Í dag kom ung einstæð móðir til okkar inn á fatamarkað. Þó svo verðum þar sé stillt mjög í hóf (og peningarnir eru notaðir til matarinnkaupa) þá kostar notaður barnagalli kannski 800 krónur og takmarkað til af þeim. Þessi unga kona, með barnið sitt ca 7 ára gamalt, settist niður og brotnaði saman fyrir framan fulla búð. Við stukkum strax til og ein okkar tók þær mæðgur afsíðis. Það kom í ljós að hún hafði þurft að ná í barnið sitt í skólann vegna þess að barninu var kalt í frímínútum og hafði ekki rétta klæðnaðinn. Telpan litla skýrði frá því að hún ætti engar snjóbuxur mamma hefði bara ekki efni á þeim.
Í ljós kom að þarna var á ferð einstæð móðir sem hefur engan aðstandanda (já íslensk) og lifir á eingöngu atvinnuleysisbótum og einföldu meðlagi. Það rétt dugar fyrir húsnæði, rafmagni og hita og lítilsháttar af mat. Vegna mikillar neyðar geta hjálparstofnanir einungis úthlutað til hverrar fjölskyldu einu sinni í mánuði í stað 3svar áður. Sérstök tilfelli eins og þessi kona getur þó fengið meiri aðstoð en hversu margir láta slíkt uppi.
Að sjálfsögðu fundum við snjóbuxur fyrir barnið, konunni að kostaðarlausu og létum hana sækja um sérstaka aðstoð (úthlutun oftar).
En landinn er í neyð verulegri neyð. Og það eru ekki allir sem hafa sig frammi um það.
Það sem ég hef heyrt og séð undanfarna mánuði ætti ekki að líðast hérna.
Með von um að hægt sé að gera eitthvað.
Linkur
18.11.2011 | 22:55
Vinstri Grænir urðu brjálaðir jú við erum að móti að orka sé notuð til atvinnu uppbyggingar ,, sagði Sóley"
Fyrirtækið Geogreenhouse stendur að verinu. Samið var í dag við Orkuveituna um að fá rafmagn og heitt og kalt vatn úr Hellisheiðarvirkjun fyrir starfsemina. Fyrsti áfangi versins er 50 þúsund fermetrar og er einn fjórði af endanlegri stærð versins. Sá áfangi verður tekinn í notkun haustið 2012. Í þessu ylræktarveri á að framleiða nokkur þúsund tonn af tómötum til útflutnings, aðallega á Bretlandsmarkað. Þetta er fyrsti stórnotendasamningurinn sem Orkuveita Reykjavíkur gerir þar sem rafmagnið er ekki nýtt til álframleiðslu. Orkuverðið er ekki gefið upp að öðru leyti en því að samið er um það í erlendri mynt eins og er við álverin þetta gátu Vinstri Grænir ekki sætti sig við og gengu af fundi.
Herðum sultar ólina í boði Vinstri Grænna.
10.11.2011 | 19:37
Hinn óhæfi Nikulás Úlfar Másson, forstöðumaður Húsafriðunarnefndar á að segja af sér er óhæfur í starfi.
Meðal þess sem nefndin bendir á í sinni álitgerð er að Þórláksbúð er forn tóft norðan við kirkjuna. Hlutverk búðarinnar til forna er ekki þekkt með vissu. Til álita kemur að endurbyggja Þorláksbúð þannig að hún mætti hvort tveggja endurspegla forna byggingargerð og nýtast í tengslum við kirkjulegar athafnir," segir í nefndaráliti.
Þrátt fyrir að framkvæmdir og undirbúningur hafi staðið við Þorláksbúð í Skálholti síðustu fimm ár vissi Húsafriðunarnefnd ekki af þeim fyrr en í sumar og ákvað að grípa inn í.
Hver trúir þessu það er búið að fjalla um þetta mál í mörg ár ekki ég.
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó
Af mbl.is
Fólk
- Þessi lög taka þátt í Söngvakeppninni
- Justin Bieber skilur lítið eftir fyrir ímyndunaraflið
- Hávær orðrómur um framhjáhald og skilnað
- Þurfti ekki að nota kælihettu
- David Lynch vottuð virðing í erlendum fjölmiðlum
- Fylgjendur Katie Price með áhyggjur
- Adam Sandler kíkti til okkar með fjölskyldunni sinni
- Kona lagði út 121 milljón króna fyrir svindlara sem sagðist vera Brad Pitt
- Cardi B sakar Offset og móður hans um stuld
- Gekk rauða dregilinn eftir langt hlé