Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
26.1.2010 | 22:25
Fannst á lífi í rústum efnahagslífsins
Sigurpáll Páll Sigurpálsson, sjálfstætt starfandi húsgagnasmiður, fannst á lífi í rústum efnahagslífsins nú undir kvöld.. Hann hafði haldið í sér lífinu með styrkjum, sparsemi og ýmiskonar íhlaupavinnu í útflutningsgeiranum til að afla þjóðinni gjaldeyris, en var orðinn afar þrekaður þegar að var komið.
Það var efnahagsrústabjörgunarsveit Alþjóða gjaldeyrissjóðsins sem bjargaði Sigurpáli, eftir að hún hafði brotið sér leið gegnum hina svokölluðu "skjaldborg heimilanna"Nú ríkisstjórnin hefur þá ekki vita af honum hún hefði aldrei grafið hann upp úr því að hann stundar þessa vinnu og skapar gjaldeyrir.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2010 | 21:13
Enginn VG né Samfylkingarþingmaður treysta sér að skrifa undir heiður
Fimm alþingismenn hafa síðan í gær skrifað undir yfirlýsingu á heimasíðunni heidur.is en þar eru þingmenn hvattir til að heita því að fylgja ákveðnum siðareglum sem settar eru fram á síðunni og vinna að heiðarleik.
Það vekur undrun að þingmenn VG og Samfylkingarinnar hafa en sem komið er ekki treyst sér að skrifa undir á síðunni heiður, ekki er ljóst hvað þeir hræðast nema að þeir líti svo á að siðareglur heiður, sannleikur skipti þá engu máli, kannski vilja þeir ekki vinna eftir þeirri reglu sem er heiður eins og þeir hafa gert hingað til .
Nær þúsund manns hafa skráð sig á síðu þar sem skorað er á þingmenn að skrifa undir og í dag hafa eins og áður segir fimm alþingismenn tekið áskoruninni.
.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2010 | 13:07
Pískuð fyrir eftir henni var nauðgað
Sextán ára gömul múslimsk stúlka í Bangladesh hefur verið refsað harðlega og pískuð eitthundrað og eitt högg fyrir að verða ófrísk þegar henni var misþyrmt og nauðgað.
Öldungaráðið sýknaði hinsvegar nauðgarann af öllum ákærum.
Jafnframt var faðir hennar dæmdur til þess að greiða sekt og sagt að fjölskyldan yrði gerð útlæg úr þorpinu ef hann borgaði ekki.
Það var tvítugur maður sem nauðgaði stúlkunni í apríl á síðasta ári. Hún hafi skammast sín svo mikið eftir árásina að hún hafi því ekki.
Öldungaráð múslima lét setja stúlkuna í einangrun þar til fjölskylda hennar féllst á að henni yrði líkamlega refsað. Það hefur nú verið gert.
Öldungaráðið sýknaði hinsvegar nauðgarann af öllum ákærum.
26.1.2010 | 10:05
10 ára uppbygging framundan á Haítí
Stephen Harper, forsætisráðherra Kanada, segir að uppbyggingin á Haítí muni að minnsta kosti taka 10 ár. Þetta sagði hann á neyðarfundi ríkja sem koma að hjálparstarfi í landinu, en ráðstefnan fer fram í Kanada.
Það eru engar ýkjur að segja að heimurinn standi frammi fyrir að minnsta kosti 10 ára erfiðu uppbyggingarstarfi á Haítí, sagði Harper.
Við verðum að tryggja það að öll úrræði, allir hjálparstarfsmenn, öll ökutæki og hver dalur sé nýttur á sem bestan hátt, sagði ráðherrann ennfremur með Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Jean-Max Bellerive, forsætisráðherra Haítí, sér við hlið.
Harper vonast til þess að lögð verði fram áætlun á fundinum sem muni verða nýtt sem leiðarljós í uppbyggingarstarfinu.
Íslenskir kvikmyndarmenn eru ónægðir með 35% lækkun framlaga til kvikmyndasjóða á fjárlögum 2010. Þeir segja þetta niðurskurð á íslenskum menningariðnaði. Þetta kom fram á opnum samstöðufundi um íslenska kvikmyndagerð, sem var haldinn í kvöld.
Jafnframt fordæmir fundurinn stjórnenda RÚV um að draga verulega úr innkaupum á íslensku efni. Með slíkum aðgerðum brjóti stjórnendur RÚV þær menningarlegu- og lagalegu skyldur sem þeim séu lagðar á herðar, sem og óskir eigenda sinna og áhorfenda - sem vilji vandað íslenskt efni.
Treysti stjórnendur RÚV sér ekki til að reka almannaútvarp og sjónvarp samkvæmt lagaramma og vilja þjóðarinnar, þá ber Páli Magnússyni og öðrum yfirmönnum RÚV að segja af sér hið fyrsta, segir í ályktun sem var samþykkt í kvöld. Kvikmyndagerðarmenn fordæma niðurskurður stjórnarinnar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Beiðni Borgarahreyfingarinnar um að sérfræðingar við lagadeild Háskólans geti álit sitt á því hvort ákæra á hendur mótmælendum sem réðust inn í Alþingishúsið sé viðeigandi, er svo ævintýrnlega heimskuleg að ósofinn leikskólakrakki með hor í nös og króníska eyrnarbólgu hefði ekki getað ropað þessu út úr sér í sandkassanum.Þetta segir hæstaréttarlögmaður og vitnar í tilkynningu frá Borgarahreyfingunni um málið, þar sem talað er um ákæru skrifstofustjóra Alþingis og bendir á skrifstofustjórinn gefi ekki út ákærur, það geri ríkissaksóknari og saksóknarar lögum samkvæmt. Hann bendir á að Héraðsdómur Reykjavíkur og síðan hugsanlega Hæstiréttur muni skera úr um það hvort umræddir einstaklingar hafi brotið gegn 100. gr. almennra hegningarlaga, eins og í ákærunni segir, og ef svo verði, hvort einhver refsibrottfalls- eða refsilækkunarsjónarmið eigi við. Fræðimenn og nemendur við lagadeildir íslenskra háskóla muni síðan án efa fjalla um þessi álitaefni í kennslustundum í stjórnskipunarrétti eða refsirétti, en að leita álits þeirra á því hvort ríkissaksóknari sé að vinna vinnuna sína sé algerlega fráleitt.
Sveinn Andri skrifar: Það væri ekki ónýtt ef sjálfskipaðir talsmenn borgaranna og heimilanna í landinu kynntu sér íslenskt réttarfar, eins og því er lýst í kennslubókum í grunnskólum, áður en þeir byrja að gapa um það á opinberum vettvangi og verða sjálfum sér til athlægis. Nóg er samt.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 24.1.2010 kl. 19:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2010 | 08:30
Vinir vorir ? Norðmenn neita að vera sáttasemjara fyrir Ísland
Aðspurð um hvort slíkt hlutverk væri mögulegt neitaði talskonan að svara þeirri spurningu Reuters og sagði aðeins að norsk stjórnvöld væri í nánu sambandi" við ríkisstjórn Íslands.
Í fréttinni er fjallað um frásagnir í íslenskum fjölmiðlum um helgina um aðkomu sáttasemjara til að reyna að miðla málum milli Íslendinga og Breta og Hollendinga í Icemálinu. Þar var m.a. rætt um mögulega aðild Norðmanna sem sáttasemjara.
24.1.2010 | 19:44
Íslensk börn verða illa úti í kreppunni
Geir Gunnlaugsson, nýskipaður landlæknir, segist í samtali við Guardian ekki vera í vafa um það hvaða hópur hafi farið verst út úr kreppunni á Íslandi - það séu börn. Tilkynningum til barnaverndanefnda hafi fjölgað frá hruninu en nefndirnar hafi líka verið vel á varðbergi.
Við teljum að það hafi reynt mjög mikið á samskipti innan fjölskyldna - árekstrar á meðal foreldra til dæmis," segir Geir. Álagið stafi meðal annars af fjárhagsáhyggjum og allt hafi þetta áhrif á börnin.
Halldór Guðmundsson, lektor við félagsráðgjafadeild við Háskóla Íslands, tekur í sama streng og Geir. Hann segir að börn spyrji hvað sé að gerast, hvað það þýði að Ísland sé í kreppu og hvað verði um þau.
24.1.2010 | 13:00
Íslenski bankinn sem aðstoðaði lúxuslífs í góðærinu hefur verið auglýstur til sölu.
Un 1,2 milljarður punda var lánaður til einstaklinga. Um 300 milljónum var eytt í snekkjur og einkaflugvélar og um þriðjungi lánanna í breskar fasteignir. Mörg lánanna eru sögð hafa verið veitt gegn litlum eða engum veðum. Talið er að um fjórðungur þeirra 824 milljóna punda sem lánuð voru til fyrirtækjareksturs sé glataður.
Sú lánabókanna sem inniheldur lán upp á einn milljarð punda í fasteignaviðskipti er talin álitlegust fyrir hugsanlega fjárfesta. Þar er meðal annars 160 milljóna punda lán gegn veði í Shard, sem verður hæsta bygging Lundúna þegar hún verður tilbúin árið 2012.
Hún var upphaflega auglýst til sölu í nóvember 2008, mánuði eftir að bankinn varð gjaldþrota, en þá var hætt við. Í bréfi frá skiptastjóra lýsir hann þeirri skoðun sinni að markaðaðstæðurnar hafi breyst nóg síðan til að kaup á rekstrinum geti nú orðið kröfuhöfum til góðs.
22.1.2010 | 21:54
Verður heilbrigðisráðherra kölluð sem vitni?
Mál níu manna sem ákærðir voru vegna mótmæla í Alþingishúsinu fyrir ári síðan hefur verið þingfest. Það er Sigurmar Kristján Albertsson hæstaréttarlögmaður og eiginmaður Álfheiðar Ingadóttur heilbrigðisráðherra sem er verjandi sakborninganna.
Þegar þessi árás var gerð á Alþingishúsið stóð Álfheiður Ingadóttir, núverandi heilbrigðisráðherra, þáverandi þingmaður og síðan um skeið einn af varaforsetum Alþingis, í Kringlu þinghússins, fylgdist með atburðum, hvatti árásarmenn til dáða og hallmælti lögreglumönnum. Skyldi Sigurmar kalla á hana sem vitni?
Þau Sigurmar og Álfheiður voru með aðgerðasinnum, sem réðust að lögreglustöðinni við Hlemm.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.8.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 87459
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó