Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
15.1.2011 | 20:37
Björn Valur gerir stólpagrín að þremenningum í VG
Ég hef fengið í hendur drög að samþykktum hins nýja félags sem mér skilst að hafi verið rædd á undirbúningsstofnfundi fyrir skömmu. Sá fundur mun víst hafa endað með ósköpum en boðað hefur verið til fleiri framhaldsfunda á næstunni þar sem á að halda áfram umræðum um málið og leiða til lykta ef það er þá hægt.
Drög af samþykktum Nýja lýðræðislega sannfæringarbandalagsins:
- Enginn flokksmaður má vera sammála öðrum flokksmanni um nokkurt mál
- Flokksmenn skulu láta eigin hagsmuni ganga framar hagsmunum flokks og þjóðar
- Óheimilt er að koma sér saman um pólitískt stefnumál flokksins
- Flokksmenn skulu alltaf láta eigin sannfæringu ráða pólitískri för sinni svo framarlega sem hún falli ekki að sannfæringu annarra
- Enginn flokksmaður má vera vinur annars flokksmanns
- Formaður má ekki sitja lengur en tvö kjörtímabil
- Kjörtímabil formanns eru 10 dagar
- Óheimilt er að sýna formanni flokksins stuðning í nokkru máli
- Lýðræðislega sannfæringabandalagið má ekki taka þátt í meirihlutasamstarfi á nokkurn hátt
- Flokkurinn skal alltaf vera andsnúinn öllum málum
- Lýðræðislega sannfæringarbandalagið hefur það að markmiði að vera áhrifalaust í stjórnmálum og éta sjálft sig innan frá um leið og þegar/ef það kemst til áhrifa.
Þetta eru víst bara svona fyrstu drög sem eiga eftir að þroskast og dafna í samræmi við pólitíska sannfæringu aðila framboðsins. Eftir því sem mér skilst hefur það helst komið upp á við undirbúning að stofnun flokksins að aðstandendur málsins hafa verið of sammála um ofangreint meginmarkmið sem er auðvitað ekki nógu gott. En það er eins og mannskepnan þurfi alltaf að rotta sig saman um alla hluti og geti aldrei verið almennilega ósammála hvort öðru um minnstu mál. Það er svo stutt í flokks- og foringjaræðið hjá fólki þegar á það reynir.
Við fylgjumst svo náið með framgangi hins nýja flokks eftir því sem tímanum líður og málið þroskast. Ekki ólíklegt að lesa megi frekar um þróun þess á feisbúkk.
6.1.2011 | 18:37
Rangfærslur Bergs Sigurðssonar, framkvæmdastjóri þingflokks VG og Einar Þorleifsson náttúrufræðings
Áliðnaður og umhverfismál Rangfærslur leiðréttar Bergur Sigurðsson, framkvæmdastjóri þingflokks VG og Einar Þorleifsson náttúrufræðingur,fara mikinn í tveimur blaðagreinum sem þeir rita um áliðnaðinn í Fréttablaðinu þann 17. og 29. desember sl.
Meginhluti greinanna snýr að báxítvinnslu og umhverfisáhrifum hennar. Fullyrðingar þær sem greinar höfundar setja fram eru í besta falli mjög villandi og því rétt að benda þeim félögum á nokkrar staðreyndir um báxítvinnslu.
Báxítvinnsla er umfangslítil námavinnsla á heimsvísu. Um 160 milljón tonn af báxíti eru unnin á ári hverju samanborið við t.d. um 7 milljarða tonna af kolum og um 1,5 milljarða tonna jarðefnis til koparvinnslu. Auðvelt er að nálgast upplýsingar um vinnsluna en bæði Alþjóðasamtök álframleiðenda og Evrópusamtök álframleiðenda veita ítarlegar upplýsingar um báxítvinnslu á heimasíðum sínum, www.world-aluminium.org og www.eaa.net .
Í grein sinni halda þeir Bergur og Einar því fram að stærstur hluti báxítvinnslu eigi sér stað í fátækum ríkjum á borð við Gíneu og Jamaíka. Þetta er rangt. Staðsetning báxítvinnslu ræðst af jarðfræði en ekki efnahagslegum þáttum og fer lang stærstur hluti hennar fram í Ástralíu (40%) sem seint verður talin til fátækustu ríkja heims. Um 20% heimsframleiðslunnar fer fram í Gíneu og á Jamaíka.
Árlega eru um 30 ferkílómetrar lands lagðir undir nýjar báxít námur, eða sem samsvarar um 75% af flatarmáli Garðabæjar. Uppgræðsla á gömlum námum nemur svipaðri tölu á ári hverju og alls ná áætlanir námafyrirtækja um uppgræðslu til meira en 90% þess landsvæðis sem lagt hefur verið undir
báxítvinnslu frá upphafi .
Af ofangreindum 30 ferkílómetrum eru um 2-3 ferkílómetrar regnskóga lagðir undir báxítnámur á ári hverju. Meira en 97% þeirra eru ræktaðir upp í sömu mynd að námavinnslu lokinni.
Hvað varðar áhrif báxítvinnslu á búsetu þá er rétt að taka fram að um 80% allrar báxítvinnslu á sér stað á landsvæðum þar sem íbúafjöldi í 10 kílómetra radíus frá námu er minni en 5 íbúar á hvern ferkílómetra, þar af um 40% þar sem íbúafjöldi á ferkílómeter er 1 eða færri.
Í grein sinni blanda þeir Bergur og Einar með einstaklega ósmekklegum hætti áliðnaði saman við hryllileg mannréttindabrot herstjórnarinnar í Gíneu þann 28. september 2009 er 157 mótmælendur voru skotnir til bana af hernum þar í landi. Mótmælendurnir voru að mótmæla herstjórn sem hrifsaði völd í landinu í árslok 2008, en landið hafði verið undir stjórn einræðisherra allt frá því það hlaut sjálfstæði árið 1958. Mótmælin leiddu á endanum til fyrstu lýðræðislegu kosninganna í landinu frá sjálfstæði sem haldnar voru fyrr á þessu ári. Stjórnarandstaðan fór með sigur af hólmi og tók við völdum í nóvember síðastliðnum. Það að blanda áliðnaði inní þessa atburðarrás, hvað þá að fullyrða að áliðnaður viðhaldi herstjórn landsins er fjarstæðukennt.
Greinarhöfundum finnst þó greinilega ekki nóg komið og halda rangfærslum sínum áfram. Þannig segja þeir allt að 30% alls áls sem framleitt er í heiminum fara til hergagnaiðnaðar, en segjast þó ekki finna neinar heimildir til stuðnings þeim fullyrðingum sínum. Á heimasíðu Samáls, www.samal.is, má finna upplýsingar um helstu not áls í heiminum. Um 25% fer til framleiðslu ýmissa neytendavara svo sem húsgagna,húsbúnaðar, geisladiska o.s.frv. Um fjórðungur fer til framleiðslu ýmis konar samgöngutækja svo sem bifreiða og flugvéla. Um 20% fer til byggingariðnaðar svo sem í gluggakarma, klæðingar og fleira. Um 20% er notað til framleiðslu ýmis konar umbúða svo sem álpappírs og dósa og loks fara um 10% til raforkuiðnaðar og þá helst til framleiðslu á raflínum.
Ofangreind fullyrðing er því röng. Hergagnaiðnaður notar vissulega ál sem og stál,gler,plast,hugbúnað,örflögur, tölvur eða fjölmargar aðrar framleiðsluvörur eða þjónustu. Hvað það hefur með áliðnað að gera er hins vegar erfitt að sjá. Varla dytti nokkrum manni í hug að leggja til að við
Íslendingar hættum að veiða fisk þar sem hluti hans væri borðaður af hermönnum.
Staðreyndin er sú að áliðnaður hefur ýmislegt gott til umhverfismála að leggja. Þannig dregur notkun áls til að létta samgöngutæki í Evrópu verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Samdráttur losunar vegna þessa er meiri en sem nemur heildarlosun áliðnaðar í Evrópu, en um 30% áls sem framleitt er í Evrópu er notað í samgöngutæki. Íslenskur áliðnaður kemur enn betur út í þessum samanburði enda nemur heildarlosun hér á landi á hvert framleitt tonn af áli aðeins um 20% af heildarlosun evrópsks áliðnaðar á hvert framleitt tonn.
Álfyrirtækin hér á landi hafa lagt mikinn metnað í umhverfismál, sem meðal annars má sjá í þeirri staðreynd að losun á hvert framleitt tonn hefur dregist saman um 75% frá 1990 og íslensk álfyrirtæki eru í fararbroddi á heimsvísu hvað þetta varðar. Ennfremur hafa íslensk álfyrirtæki stutt við ýmis konar verkefni í sviði umhverfismála svo sem endurheimt votlendis, skógrækt, Vatnajökulsþjóðgarð og svo mætti áfram telja.
Íslenskur áliðnaður er ávallt reiðubúinn til að ræða hvað betur megi gera í umhverfismálum. Við biðjum aðeins um að sú umræða sé málefnaleg og byggi á staðreyndum.
Þorsteinn Víglundsson
Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka álframleiðenda á Íslandi
Íslenskur áliðnaður er ávallt reiðubúinn til að ræða hvað betur megi gera í
umhverfismálum. Við biðjum aðeins um að sú umræða sé málefnaleg og byggi
á staðreyndum.
5.1.2011 | 20:41
Þingflokkur VG fundaði í gamla Morgunblaðshúsinu
Árni Þór, þingflokksmaður VG og þingmenn voru ánægðir hve góður andi væri í gamla Morgunblaðshúsinu hefði haft á þá og þá helst gömlu ritstjóraskrifstofunnar og fært þingmenn VG saman í bróðurlegt samstarf og kærleiksbönd þar sem andi Morgunblaðsins sveif yfir ýsu og rjómaskálum og hefði skipt sköpum að sættir tókust og nú séu færri ágreinismál.
Ásmundur Einar Daðason sagði að fundurinn hefði verið góður, hreinskiptar og opinskáar umræður hefðu farið fram og löngu tímabærar enda andi Morgunblaðshússins góður..
Bókun, þingflokks VG lagði fram um stuðning þingflokksins við ríkisstjórnina og stefnumál hennar, hlaut ekki stuðning þriggja þingmanna VG í dag. Tillagan var því dregin til baka af stjórn þingflokksins, en hana skipa auk Árna Þórs þingflokksformanns þær Þuríður Backman og Lilja Rafney Magnúsdóttir.
Það var Ásmundur Einar Daðason, Lilja Mósesdóttir og Atli Gíslason sem ekki treystu sér til þess að greiða atkvæði með bókuninni um stuðning við stefnu ríkisstjórnarinnar
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Forstjóri og framkvæmdastjóri Eimskipafélags Íslands og Eimskips Flytjanda hafa sent fjölmiðlum opið bréf.
Í því er fréttaflutningur af banaslysi gagnrýndur og blaðamenn og ljósmyndarar beðnir um að endurskoða vinnubrögð sín.
Þetta er ekki í fyrsta sinn né það síðasta sem fréttir af hörmulegum atburðum er gerður að söluvöru hjá óvönduðum og lítt menntuðum blaðamönum sem en hafa ekki lært það né skilið að nærvera skal höfð í heiðri þegar fólk á um sárt að binda og missir ástvini sína .
Slys á þjóðvegi 1 í Langadal í Húnavatnssýslu um kvöldmatarleyti í gærkvöld er enn eitt dæmi um tilfinninga vanþroska fréttastofu RÚV og andlegt þroskaleysi og hreint og beint heimsku fréttarstofu þar sem fréttastofa veður um á skítugum skónum yfir ástvini, vini og vinnufélaga.
Tveir flutningabílar saman og lést ökumaður annars bílsins.Hann var 35 ára að aldri og lætur eftir sig tvær ungar dætur.
Bréfið frá Eimskipafélaginu er svohljóðandi:
Sá hörmulegi atburður átti sér stað í gærkvöldi að starfsmaður Eimskips Flytjanda lést við vinnu sína í bílslysi.
Strax á eftir var mikill fréttaflutningur af málinu í fjölmiðlum. Kapp frekar en forsjá einkenndi þann fréttaflutning og ítarlegar myndbirtingar frá slysstað virtust vera aðalatriði fréttanna.
Fréttaflutningur af þessum toga þegar mannslíf og sálir eru annarsvegar er með öllu óviðeigandi.
Slysið verður á þeim tíma árs og sólarhrings sem erfitt getur reynst að ná í aðstandendur og vinnufélaga þeirra sem í hlut eiga. Samstarfsmönnum hins látna var illa brugðið í morgun við að sjá fréttir og myndir af slysstað áður en þeir mættu til vinnu.
Um leið og Eimskipafélag Íslands vottar fjölskyldu og vinnufélögum hins látna samúð sína vonast félagið til þess að blaðamenn og ljósmyndarar endurskoði vinnubrögð sín við vinnslu frétta af þessu tagi.
Fyrir hönd Eimskipafélags Íslands og Eimskips Flytjanda,
Gylfi Sigfússon forstjóri og Guðmundur Nikulásson framkvæmdastjóri.
26.12.2010 | 20:41
Litla týnda þjóðin
Einu sinni var lítil þjóð sem bjó í sátt og samlyndi við náttúröflin og landvættina á lítilli eyju út í ballarhafi. Þessi þjóð var friðsamleg og að mörgu leyti svolítið trúgjörn. Hún trúði því að allt væri í himnalagi í litla lýðveldinu og að af hverju strái drypi hunang öllum stundum.
Dag einn gerðust miklar hamfarir í litla lýðveldinu sem þjóðin kunni ekki deili á. Þjóðin stóð máttvana, hissa og ráðalaus frammi fyrir þessum manngerðu náttúruhamförum.
Þó var þessi litla þjóð ýmsu vön, kunni að bretta upp ermar og spýta í lófa og takast á við náttúruhamfarir í aldanna rás. Þetta var sem sagt ekki í eðli sínu ráðalaus þjóð. Þjóðin varð reið og safnaðist á torg út og hrópaði á réttlæti sér og sínum til handa.
Því litla þjóðin hafði ekki haft hugmynd um eða gert sér grein fyrir að meðal þeirra leyndust skúrkar af verstu gerð. Þessi skúrkar, í dulargervi bankamanna, höfðu tæmt sjóði litlu þjóðarinnar og í skjóli nætur komið þeim fyrir í paradís skúrkanna, þar sem ekki var hægt að ná til þeirra aftur.
Litla þjóðin stóð á torgum vikum saman og barðist gegn óréttlæti sem henni var fyrirmunað að skilja að yfir hana gæti gengið. Litla þjóðin notaði það sem hún átti til í þessari baráttu og gaf sig alla í verkið eins og hennar er von og vísa í erfiðleikum.
Þegar fyrsta baráttan skilaði þjóðinni nýjum valdhöfum, varð hún í hjarta sínu glöð og með henni kviknaði von. Þjóðin trúði því að nýju valdhafarnir myndu gera allt sem í þeirra valdi stæði til að ná í rassinn á skúrkunum fljótt og örugglega, sækja sjóðina og verja litlu þjóðina fyrir árás annarra skúrka frá skúrkaparadísinni.
Nýju valdhafarnir settust í ráðastóla og tíminn leið, litla þjóðin trúði því að núna væri hún á réttri leið til betri framtíðar. Tíminn leið enn lengur og það kom á daginn að litla þjóðin hafði enn einu sinni í trúgirni sinni og von látið gabba sig.
Nýju valdhafarnir hleyptu skúrkunum inn í landið bakdyramegin og báru hag litlu þjóðarinnar ekki fyrir brjósti eins og hún hafði trúað.
Skrímslið kom og þóttist ætla að hjálpa litlu þjóðinni út úr erfiðleikunum. Það kom með gilda sjóði til að lána litlu þjóðinni og valdhafarnir tóku þeim fegins hendi. Litla þjóðin hefur svo vaknað óþyrmilega af þyrnirósarsvefni, því skrímslið krefst þess að litla þjóðin gefi eftir þau forréttindi að fá að hugsa hvert um annað.
Valdhafarnir, sem litla þjóðin batt allar sínar vonir við, sviku hana í hendur skrímslinu. Skrímslið í samvinnu við valdhafa gerði áætlanir litlu þjóðinni til handa sem gerðu henni erfitt um vik að gera það sem hún hafði alltaf gert, að redda sér út úr öllum vandræðum.
Litla þjóðin var vön að vinna og standa fyrir sínu. Nú stóð hún frammi fyrir því að lífsviðurværi hennar var numið brott, húskofarnir lentu í höndum skúrkana og litla þjóðin týndist á tilfinningalegum og efnislegum vergangi.
Eftir því sem tíminn leið misst litla þjóðin vonina og viljann til að berjast. Vonleysið var mikið hjá litlu þjóðinni sem skildi ekki hvernig valdhafarnir gætu skilið hana svona eftir í reiðileysi.
Litla þjóðin stendur því frammi fyrir því í dag að verða að finna aftur forn lífsgildi sem hún týndi þegar hin efnislegu gildi urðu hið eina sanna verðmæta- og stöðumat.
Nú verður litla þjóðin að þjappa sér saman og muna að það sem skiptir máli í lífinu er fjölskylda, náungakærleikur, samstaða og samvinna.
Með þetta að leiðarljósi getur litla þjóðin barist fyrir réttlæti og endurreisn samfélags sem er ekki spillt af skúrkum sem vilja aðeins nýta sér litlu þjóðina sér til framdráttar.
Köttur út í mýri, setti upp á sig stýri, úti er ævintýri ...
Þessi grein ef eftir Ástu Hafberg varaformanns Frjálslynda flokksins
7.12.2010 | 19:52
Heiðurslaun listamanna voru veitt nú í ár nema 44,1 milljónum en hvað með Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálp
Fjölskylduhjálpin fær ekki fjögurra milljóna styrk frá fjárlaganefnd Alþingis eins og vaninn hefur verið undanfarin ár". Styrkir til listamann virðist hafa gengið fyrir og kostnaður við Hörpuna. Fjárlaganefnd hefur sýnt ósveigjanleika.
Hjá Fjölskylduhjálp Íslands starfa 40 sjálfboðaliðar sem útdeila vikulega matargjöfum, fötum og öðrum vörum til fólks sem sökum fjárskorts hefur ekki efni á nauðsynjum.
250 milljónir króna hafa safnast fyrir Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur.
Á símatíma leituðu tæplega 1.200 fjölskyldur til Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálp í vikunni um matar hjálp, við lifum í sjúku þjóðfélagi sem getur safnað 250 milljónir í gæluverkefni á meðan fjölskyldur í landinu svelta, Íslenska Háskólasamfélagið er sjúkt snobbi af dramblæti..Heiðurslaun listamanna voru veitt nú í ár nema 44,1 milljón en hvað með Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálp.
2.12.2010 | 20:04
Er eldgos í uppsiglingu í Krýsuvík?
Jarðskjálftahrina með um 32 smáskjálftum varð í Krýsuvík í nótt en skjálftahrinur hófust á ný á svæðinu í haust eftir rólegan tíma fyrr á árinu. Jarðvísindamenn upplýstu almannavarnir í fyrra um óvenju mikið landris á litlu svæði suðvestan Kleifarvatns, en þá reis land þar um þrjá sentímetra.
Í fyrradag voru skjálftarnir yfir 40.
Trölladyngjukerfið
Kerfið er nefnt eftir samnefndri dyngju í kerfinu. Það er sennilega ekki ofsögum sagt að segja að Trölladyngjukerfið sé eitt hættulegasta eldstöðvakerfi landsins vegna nálægðar þess við höfuðborgarsvæðið. Nyrstu gossprungurnar eru rétt suðvestur af Hafnarfirði og hraun hefur amk. á tveimur stöðum runnið til sjávar örskammt vestan Hafnarfjarðar eftir landnám.
Um árið 1150 1151 urðu veruleg eldsumbrot í kerfinu og opnuðust nokkrar gossprungur í þeirri hrinu. Kapelluhraun Nýjahraun eldra nafn og Bruni efri hluti Kapelluhrauns. Hafa þessi eldgos verið nefnd Krísuvíkureldar. Þá varð einnig gos við Sveifluháls um 1180. Ögmundarhraun 1350 úr Trölladyngjum.
Eldgos i Tvíbollum, Litlabolla og Stórabolla hraun getur runnið þunnfljótandi á nokkrum klukkutímum dag eða örfáum dögum niður í Vallahverfi og á línumöstur og í iðnaðarhverfi í landi Hafnarfjarðar.
Nú eru nálægt 770 ár frá síðustu staðfestu gosum á skaganum og alveg ljóst að frekar fyrr en síðar munu verða eldgos og það sennilega nokkuð mörg á skaganum. Þessi gos eru ekki afkastamikil en þau eru hraungos og geta eldsuppkomur orðið mjög nálægt byggð. Sérstaklega verður að telja hluta Hafnarfjarðar á hættusvæði hvað þetta varðar og einnig etv. Grindavík. Það er því sérlega mikilvægt að fylgjast vel með öllum jarðskorpuhreyfingum á skaganum til að auka líkurnar á að hægt sé að segja til um gos með einhverjum fyrirvara og gera nauðsynlegar varúðarráðstafanir.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 3.12.2010 kl. 21:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.12.2010 | 18:22
Börn komast ekki í tómstundastarf sökum skulda eða vanskila foreldra
Nokkur fjöldi barna situr heima sér síðdegis meðan jafnaldrar þeirra taka þátt í leikjum og íþróttum sökum þess að ekki er til fjármagn til að greiða fyrir tómstundastarf eða að börnin missa rétt til tómstunda sökum skulda foreldranna.
Dæmi eru um börn á höfuðborgarsvæðinu sem verða að gera sér að góðu að dvelja heima meðan önnur leika sér saman sökum þess að skuldir eða vanskil foreldra eru orðin of mikil. Þau verða því af leik og skemmtan og félagsskap. Mæður segja óréttlátt að börnin gjaldi þess að fjárhagur heimilanna sé orðinn bágur og því séu ekki til peningar fyrir öllu þó tómstundastarf sé vissulega í forgangi.
Ríkisstjórn sem kennir sig við félagshyggju, velferð og síðast en ekki síst réttlæti, og réttlætir svo gjörðir sínar en er í raun ranglát því vont er hennar ranglæti en verra er hennar réttlæti og segir síðan við höfum sýnt okkar réttlæti með að afskrifa og leiðrétta á skuldum heimilanna 22 milljörðum en á sama tíma höfum við afskrifað skuldir auðmenna og einstaka fyrirtæki um samtals hundruð milljarða í afskriftir.
Eða samtals 306,5 milljarðar.
54,7 milljarðar hjá 8 ótilteknum fyrirtækjum
Kjalar í eigu Ólafs Ólafssonar 88 milljarðar
Ólafur Ólafsson, Egla 25 milljarðar
1998 í eigu Jóns Ásgeirs 30 milljarðar
SÆ14 (áður Húsbygg) 400 milljónir
Bjarni Ármannsson 800 milljónir
Pálmi Haraldsson í Fons 30 milljarðar
Sigurður Bollason 11 milljarðar
Finnur Ingólfsson í Langflugi 14 milljarðar
Magnús Kristinsson útgerðarmaður 50 milljarðar
Skinney Þinganes 2,6 milljarðar
Samtals 306,5 milljarðar
Ríkisstjórinn eykur samt fylgið sitt þá sést hverslag fólk veitir henni stuðning þeir sem er sama um samborgara sína og fjölskyldur í nauð en hyllast kapítals hugsun VG og Samfylkingarinnar.
Því vont er hennar ranglæti en verra er hennar réttlæti
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.11.2010 | 19:53
Trúnaðarráð verkalýðsfélaga skorar á Bæjarráð Hafnarfjarðar að efna kosningar loforð sín.
Fundur Trúnaðarráðs verkalýðsfélaga starfsmanna í álverinu í Straumsvík með um 65 þúsund meðlimi skorar á Samfylkinguna og Vinstri Græna í Hafnarfirði að efna kosningarloforð sín og samstarfssáttmála þessa flokka að efna kosningarloforð sín um lýðræðislega íbúðar kosningu í bænum um deiluskipulagið í Straumsvík.
Fundur Trúnaðarráðs verkalýðsfélaga starfsmanna í álverinu í Straumsvík haldinn miðvikudaginn 3. nóv 2010 samþykkir eftirfarandi ályktun til Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar
Trúnaðarráðið fer fram á að Bæjarstjórn Hafnarfjarðar fari eftir lýðræðislegum leikreglum og virði undirskriftir 25% atkvæðisbærra Hafnfirðinga um kosningu á deiliskipulagi fyrir Álverið í Straumsvík. Bæjarráð Hafnarfjarðar hefur úrskurðað að undirskriftirnar uppfylli samþykktar lýðræðisreglur bæjarstjórnar fyrir atkvæðisgreiðslunni, samanber eftirfarandi bókun bæjarráðs Hafnarfjarðar:
"Á fundi bæjarráðs þann 22. október ´09. var lögð fram samantekt um að fjöldi undirskrifta íbúa bæjarins varðandi kosningu um nýtt deiliskipulag fyrir álverið í Straumsvík uppfyllti skilyrði samþykkta Hafnarfjarðabæjar varðandi íbúakosningar. Engar athugasemdir komu fram við þá niðurstöðu
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.11.2010 | 16:27
Ráðist á fórnalamb nauðgara af ættingjum geranda.
Kona sem lenti í ofsóknum eftir nauðgun. Maðurinn var sakfelldur í hæstarétti en fjölskylda mannsins, vinir hans og sveitungar risu upp og svívirtu hana opinberlega.
Konan hefur flúð bæjarfélagið en segir að óhróðurinn hafi borist hratt til nýrra heimkynna hennar á Akranesi. Hún hafi ekki aðeins fengið fjölda nafnlausra skilaboða sem öll voru full af viðbjóði, þurft að sæta hótunum og svívirðingum heldur einnig lent í líkamsárás.
Hún hefur lýst hún reynslu sinni og segir meðal annars hvernig það var að flytja frá Ísafirði á Akranes eftir allt sem á undan var gengið. Hann á ættingja hérna og viðbjóðurinn kom, liggur við, á undan mér. Þannig að ég átti ekki auðvelt uppdráttar hér heldur til að byrja með. Ekki fyrr en sanngjarnt fólk gaf mér tækifæri og kynntist mér fordómalaust. Þá fór viðhorf þeirra sem skipta máli að breytast. Það býr hérna yndislegt fólk, sérstaklega starfsfólkið á félagsmálastofnun og sömuleiðis presturinn.
Hún segist hafa lent í líkamsárás í fyrra út af nauðgunarmálinu. Frænka mannsins býr hér. Hún sendi mér hver skilaboðin á fætur öðru sem voru full af viðbjóði. Síðan kom hún drukkin heim til mín um miðja nótt og barði húsið að utan þannig að börnin voru logandi hrædd. Reyndi síðan að ganga í skrokk á mér. Eftir þetta eru börnin alltaf að tékka á því hvort það sé ekki örugglega allt læst. Þau eru alltaf hrædd þegar ég fer út, jafnvel þótt ég þurfi bara að skreppa út í búð. Þau hafa upplifað hreina skelfingu.
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó
Af mbl.is
Innlent
- Veltir deilumálinu fyrir sér
- 760 manns eru í vinnu í Grindavík
- Vegir lokaðir og margir á óvissustigi
- Fagnar brú sem hann áður gagnrýndi
- Andlát: Þórhallur Ásmundsson
- Lögregla kölluð til vegna ágreinings um bifreiðakaup
- Lögregla veitti ökumanni eftirför í miðbænum
- Ferðalöngum ráðlagt að kanna aðstæður
- Gullhúðun stöðvar Hvammsvirkjun
- Allt hveiti er nú innflutt