Færsluflokkur: Vísindi og fræði
22.1.2007 | 20:49
Með eða á móti stækkun í Straumsvík
Það er ekki til umræðu núna. Vil njóta þess að vera galinn virkjannasinni og öfga þjóðremba meðan ég þurrka tárin eftir leik Íslendinga og Frakka í kvöld.
Tryggvi L. Skjaldarson
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 22:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.1.2007 | 11:25
Það er víst pláss fyrir stækkun álvers í Straumsvík.
Mörður Árnason fer stórum orðum um fyrirhugaða stækkun álversins í Straumsvík í Blaðinu á laugardag 20 Hann hefur þá skoðun að íslenska stóriðjuákvæðið samkvæmt Kyoto-samningnum rúmi ekki stækkun álversins í Straumsvík. En Mörður gerir eina regin skyssu í reikningum sínum. Stjórnvöld hafa þegar gefið út starfsleyfi fyrir stækkun í Straumsvík og hefur fyrirtækið því leyfi til að framleiða allt að 460 þ.t. af áli á ári. Ef lögð eru saman starfsleyfi allra álveranna þá fæst vissulega tala sem er hærri en sú sem nefnd er í Kyoto samningnum, en Norðurál hefur ekki ennþá ákveðið að nýta sér sitt starfsleyfi að fullu og því mun stækkun í Straumsvík ein og sér ekki valda því að CO2 útblásur verði meiri en getið er í Kyoto! Það er ekki fyrr en Norðurálsmenn ákveða að nýta sitt starfsleyfi að fullu sem við förum yfir mörk Kyoto samningsins. Enginn veit hvort eða hvenær þeir taka þá ákvörðun og það hefur auðvitað ekkert með stækkun í Straumsvík að gera!
Mörður rennur líka á rassinn í eigin aur þegar hann talar um CO2 útbástur sem mengun. Það vita allir sem eitthvað hafa lært í efnafræði að allar lífverur á þessir jörð sem við byggjum gefa frá sér CO2 á einhvern hátt án þess að það sé talað um að tilvera lífs á jörðinni sé mengun! Á síðustu árum hafa menn rætt um gróðurhúsalofttegundir og þar fellur CO2 vissulega undir.
Það er undarlegt hvernig einstakir þingmenn eru farnir að ráðast á okkur Hafnfirðinga og starfsmenn álversins í Straumsvík með blaðagreinum og ummælum eins og þeim sem Mörður viðhefur í Blaðinu í dag. Væri þeim ekki nær að hugsa um hag starfsfólksins sem er búið að leggja mikla vinnu í undirbúning að þessari stækkun og endurnýjun verksmiðjunnar? Það er ljóst að ef ekki fæst leyfi til að endurnýja, þá mun samkeppnin valda því að Ísal verður bara til á sjöldum sögunnar innan fárra ára!
JG.
Stækkum Alcan. JÁ TAKK.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 11:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.1.2007 | 08:12
Stækkum í Straumsvík það þíðir 346, ársverk óbein og afleidd ársverk 830, eða samtals 1.176. á höfuðborgarsvæðinu.
Afhverju má ekki stækka fyrirtæki sem gengur vel? Hagnaður ár eftir ár eftir ár. Gengið fellur samt skilar fyrirtækið hagnaði,kreppa ,atvinnuleysi, alltaf mallar fyrirtækið okkur öllum til góða.Fjöldauppsagnir aldrei,gjaldþrota aldrei,tap sjaldan og ef svo væri þyrfti fyrirtækið eftir sem áður að borga skatta og skyldur!! Ef Rannveig fær að ráða verður skattalögum hvað varðar Ísal breytt þannig að æ stærri hluti kemur í hlut Hafnarfjarðar.Núna fer meirihlutinn í ríkissjóð,við viljum láta meirihlutann ganga til Hafnarfjarðar. Fyrirtækið borgar háa skatta,eftir miklu er að slægjast.Fyrirtækið er afburða vel rekið ,markmiðið er alltaf að gera betur í dag en í gær og það gengur eftir!! Er ég að lýsa íslensku fyrirtæki ?? Já,stjórnað af íslendingum,rekið af íslendingum og starfsmennirnir eru allir íslendingar.3-skálinn datt út í sumar,hann kom inn í september sem er heimsmet sem eftir hefur verið tekið!!! Fyrirtækið hefur eytt dýrmætum tíma í að afsaka tilveru sína en ekki lengur, of mikið er í húfi fyrir land og þjóð og Hafnarfjörð. "Jón sterki í Íslandsklukkunni svaraði, er spurður hvort hann væri íslendingur?? Tja ég er nú bara úr Kjósinni." Stækkun eða ekki í Straumsvík, snertir alla íslendinga en hafnfirðinga mest því þeir fá að kjósa um það en við ekki(hinir islendingarnir)Höfuðkostir álversins fyrir utan stjórnendur og starfsmenn sem er eitt og hið sama er staðsetningin. Nálægðin við fjölmennið og fjölmenninguna ræður úrslitum um að þar verður alltaf nóg vinnuafl!!Mengunin bitnar á heimsbyggðinni jafnt en verður minni en ef við byggðum í öðrum heimsálfum sem yrði raunin. Stækkum í Straumsvík drögum andann og hugum að fleiri möguleikum með orkuna.Eigin orkugjafar fyrir flotann og bílaflotann væri æði t.d.!!Okkur er öllum ljóst að það verða ekki byggð þrjú ný álver.Stækkum í Straumsvík!!!
Ykkar Kv, L H.
Stækkum Alcan. JÁ TAKK.
18.1.2007 | 09:03
Alcan greiðir hæstu opinberu gjöldin á Reykjanesi.
Alcan greiðir hæstu opinberu gjöldin eða um 960 milljónir kr. í opinber gjöld og er hæðsti greiðandinn í Reykjanesumdæmi, Kópavogskaupstaður er í öðru sæti með 300 millj. Kr. Í þriðja sæti er Toyotaumboðið, Hafnarfjarðarkaupstaður er svo í fimmta sæti með 217 millj. Kr. í opinber gjöld.
(Sjá: RSK.)
Ef stækkað verður má gera ráð fyrir að Alcan greiði þrisvar sinnum hærri upphæð eða sé miðað við framleiðslu eftir stækkun, 2,597.62 millj.kr. eða yfir tvo og hálfan milljarð.
Þess má geta að þreföld stækkum hefur svipað vægi inn í atvinnulíf Hafnarfjarðar og þegar Álverið tók til starfa á sínum tíma sé miðað við íbúafjölda. Menn skulu huga að því og um leið framtíð atvinnuuppbyggingar fyrir Hafnarfjörð.
Kv.Svig.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 10:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.1.2007 | 21:23
Í Sátt við náttúru og samfélagið.
Hussnes í Noregi.
Víða í heiminum starfa fyrirtæki í öllum iðnaði í sátt og samlyndi við sítt nánasta umhverfi og þá helst þegar fyrirtæki vilja aðlaga sitt starf að umhverfi og staðháttum og kröfum íbúana.
En það hefur verið stefan Alcan Straumsvík og mun svo vera áfram þetta er ein liðurinn að þau Verklýðsfélög sem eru inn Alcan eru hlynnt stækkun.
Kv, Svig
Vísindi og fræði | Breytt 23.1.2007 kl. 13:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.8.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó
Af mbl.is
Innlent
- Þorði varla að sofa
- Ný hengibrú opnuð yfir Hólmsá
- Bílastæðamál áskorun á Stóra Kjörísdeginum
- Fjórfaldur Lottópottur í næstu viku
- Missti máttinn fyrir neðan bringu en gengur á ný
- Allir nema einn fengu úthlutun
- Óboðnir gestir hreiðruðu um sig á dvalarheimili
- Kristinn Örn lést á sjúkrahúsi á Spáni
- Næstum of heitt á Egilstöðum
- Viðreisn ræður ferðinni til Evrópu
Erlent
- Sagður styðja tillögu Pútíns um landtöku
- Pútín: Færði þjóðirnar nær nauðsynlegum ákvörðunum
- Alaskafundurinn einungis eitt skref
- Órofin arfleifð ofbeldis
- Trump og Selenskí funda á mánudag
- Trump útilokar vopnahlé
- Við náðum ekki þangað
- Tala um mikinn árangur á fundinum
- Upptaka: Blaðamannafundur Trumps og Pútíns
- Lavrov verður Pútín innan handar
Fólk
- Sigurbjartur Sturla túlkar Hamlet
- Snýr aftur í poppið
- Vitgrannur og ruddalegur prins
- Þetta kveikti í mér aftur
- Beraði geirvörturnar í nýju myndskeiði
- Kommúnísk keyrsla handan múrs
- Helen Mirren yngist með árunum
- Brýtur blað í sögu Strictly Come Dancing
- Allan og Hannes Þór leikstýra áramótaskaupinu
- Á einhver ítalska ömmu sem endurfæddist í júlí 2023?