Færsluflokkur: Menntun og skóli
4.3.2014 | 20:02
Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
Sigurður Jóhann: Lokapróf eru tilgangslaus
Sigurður Jóhann Andrésson
Ég hef aldrei fallið í áfanga vegna vanskila á verkefnum né mætingu. Ég hef unnið flest verkefni mjög samviskusamlega og hef í flestum tilfellum haft 100% mætingu, ég hef hinsvegar fallið í fjölmörgum áföngum einfaldlega vegna lokaprófs, segir Sigurður Jóhann Andrésson, ungur maður sem hefur stundað nám í menntaskóla síðan árið 2010. Hann segir að lokapróf eigi ekki að vera til og kvíðinn sem eitt lítið próf getur skapað sé ótrúlegur.
Við erum eins mismunandi og við erum mörg þannig að einn páfagaukalærdómur fyrir heila þjóð finnst mér algjörlega fráleitt, segir Sigurður í samtali við Pressuna en pistill hans hefur vakið mikla athygli og svo virðist að margir séu sammála honum um að breytinga sé þörf í skólakerfinu.
Að maður hafi ekki val á milli lokaprófs eða lokaverkefnis er mér enn óleyst ráðgáta. Undir hvað eru lokapróf að búa mann? Er búist við því að ég fari að taka próf í vinnunni? Ég ýki ekki þegar ég segi að ég væri tilbúinn að skrifa 3000-5000 orða ritgerð í stað þess að þurfa að taka lokaprófið í þeim áföngum sem ég hafði fallið í, segir hann og bætir við: Ég spyr sjálfan mig hvort einhverjum hafi einhvern tímann undir einhverjum kringumstæðum gengið betur í námi eða orðið fróðari við það að taka próf, er einstaklingur sem er góður í að taka próf hæfari í tiltekið starf heldur en einstaklingur sem er lélegur í að taka próf? Hefur próf eitthvað vægi fyrir einhvern feril? Jú ef ferillinn snýst um að semja próf þá kannski, annars sé ég ekki fram á að þetta þjóni einhverjum ofboðslegum tilgangi.
Sigurður Jóhann bætir við að hann hafi oft velt fyrir sér hvaða svör hann myndi fá hann myndi spyrja menntamálaráðherra um skoðun hans á að nota próf til að skera úr um hæfni nemanda.:
Ábyggilega yrði svarið útúrsnúningafullt eða fyrirlestur um hvernig próf eru hin eina almennilega athugun á því hvort nemandinn sé með námsefnið á hreinu. En hér lýkur pistlinum mínum og ég vona að sjónarhorn nemanda með gríðarlegan prófkvíða verði tekið til greina.
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 20:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.1.2008 | 17:06
Hlýnun jarðar hættir á næsta ári.
Eins og sjá má á samanburði við jörðina geta sólblettir orðið gríðarlega stórir.
Vísir.is greinir frá því í dag.
Þegar á næsta ári mun hlýnun jarðar byrja að snúast við. Og eftir nokkra áratugi hefst lítil ísöld sem mun vara í 45-65 ár. Hún mun valda fimbulkulda um mestallan heiminn.
Í Bretlandi verða veturnir til dæmis eins og í Síberíu. Þetta eru niðurstöður rússneskra veðurfarsfræðinga sem segja að þetta gerist þótt allar heimsins þjóðir hætti að blása frá sér góðurhúsalofttegundum.
Rússarnir eru nefnilega þeirrar skoðunar að gróðurhúsalofttegundir hafi ekkert með loftslagsbreytingar jarðar að gera, heldur séu það breytingar á virkni sólarinnar sem valdi henni.
Talsmaður rússnesku vísindamannanna er Khabibullo Abdusamatov, sem er yfirmaður Pulkovo geimrannsóknarstöðvarinnar í Sankti Pétursborg.
Niðurstöður sínar byggja rússarnir á fækkun sólbletta. Sólblettir eru dökkir að sjá vegna þess að þeir eru kaldari en umhverfið. Þeir geta orðið stærri um sig en jörðin og hafa mikil áhrif á virkni sólarinnar. Því fleiri sem þeir eru þeim mun meiri er útgeislun hennar.
Rússarnir sækja samlíkingu til hinnar svokölluðu litlu ísaldar sem stóð frá 1645 til 1715. Þá urðu gríðarlegir kuldar í Evrópu og Bandaríkjunum.
Abdusamatov segir að sannað sé að þá hafi sólblettavirknin aðeins verið einn þúsundasti af norminu. Þetta er að gerast aftur, segir hann.
Abdusamatov segir að árið 2041 verði sólblettir í lágmarki. Snörp kæling jarðarinnar hefjist því í síðasta lagi í kringum 2060. Næstu 65 árin verði ísöld. Með skelfilegum afleiðingum fyrir mannkynið.
Rússarnir eru síður en svo einir um þá skoðun að sólblettir hafi áhrif á veðurfar á jörðinni. Bradley E. Schaefer, prófessor við Yale háskóla skrifaði árið 1997 grein í tímaritið Sky & Telescope.
Þar veltir hann fyrir sér örlögum byggðar norrænna manna á Grænlandi. Hún lagðist af af óútskýrðum ástæðum. Um það leyti voru sólblettir í lágmarki. Grein sína kallaði Schaefer Sunspots that Changed The World.
Kv,Sigurjón Vigfússon
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó
Af mbl.is
Erlent
- Ríkisstjórn Ísraels samþykkir vopnahlé
- Breytingar bera árangur: París verður hjólaborg
- Byggja geymslu fyrir kjarnorkueldsneyti
- Innsetningarathöfnin færð inn í þinghúsið
- Verð að fá tíma til að fara yfir stöðuna
- Sonja í fullu fjöri með gangráðinn
- Hæstiréttur staðfestir TikTok-bann
- Öryggisráð Ísraels samþykkir vopnahlé
- Fasísk öfl bak við innbrot í sendiráð
- Kennari stunginn í Svíþjóð