Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Kjaramál

Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér.

Verkalýðsfélag Akraness undirbýr nú opinn fund þar sem grafalvarleg staða er nú komin upp og æði margt sem bendir til þess að alvarleg átök séu framundan á félagssvæði félagsins. Félagið reiknar með að þessi fundur verði haldinn um miðja næstu viku, á miðvikudag eða fimmtudag, og er gríðarlega mikilvægt að allir starfsmenn Norðuráls, Elkem Ísland og Klafa ehf fjölmenni á fundinn því oft hefur verið þörf en nú er algjör nauðsyn á gríðarlegri samstöðu launafólks.

 Spurningin er einfaldlega: Ætla menn að láta þetta ofbeldi yfir sig ganga, láta troða ofan í kokið á sér samræmdri launastefnu þar sem kveðið er á um 2,5% launahækkun á ári og samning til þriggja ára þar sem ekkert tillit verður tekið til gríðarlega góðrar stöðu útflutningsfyrirtækja? Formaður segir, stöndum nú saman öll sem eitt, því orðatiltækið sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér, hefur aldrei átt betur við.

Sjá vef Verkalýðsfélag Akranes

 

„Ég get ekki leyft mér nokkurn skapaðan hlut,“ segir Kristín H. Tryggvadóttir, 74 ára eftirlaunaþegi.

Sem býr á Hrafnistu í Hafnarfirði. Eftir að hafa starfað fyrir hið opinbera í rúm 40 ár hefur Kristín einungis 65 þúsund krónur á milli handanna um hver mánaðarmót.
Kristín skrifaði bréf sem hún sendi fjórum ráðherrum; forsætis-, fjármála-, innanríkis- og velferðarráðherra. Í bréfinu lýsir Kristín aðstæðum sínum og spyr hvað hafi orðið að lífeyrissjóði sínum. Kristín starfaði meðal annars sem deildarstjóri, fræðslufulltrúi hjá BSRB og síðustu tíu ár starfsævi sinnar sem skólastjóri í Reykjavík. Hún flutti á Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir tveimur árum.

240 þúsund til Hrafnistu
Í bréfinu segir Kristín að hún greiði 120 þúsund krónur í skatta um hver mánaðarmót. Þá greiði hún 240 þúsund krónur til Hrafnistu. Eftir að búið er að draga allt af henni standa eftir um 65 þúsund krónur sem er ákaflega lítið að hennar mati. „…Þar sem ég lagði svona hart að mér, og meðvitað, til að eiga rétt á góðum lífeyrisgreiðslum í ellinni, skil ég ekki hvar pottur er brotinn og það stórlega að mínu mati.“

65 þúsund krónur hrökkva skammt
Í samtali við DV segist Kristín í raun aðeins hafa efni á helstu nauðþurftum. 65 þúsund krónur hrökkvi skammt þegar leggja þarf út fyrir tannlæknakostnaði, fatnaði, heyrnatækjum og gleraugum svo dæmi séu tekin. Og um jólin hafði Kristín ekki efni á að gleðja ellefu barnabörn sín eins og hún hefði viljað. „Manni langaði svo sannarlega að gleðja þau.“

Á að duga fyrir „öllum óþarfa“
„Skyldulífeyrir er ca. 65 þúsund á mánuði og á að duga fyrir „öllum óþarfa.“ Síma, sjónvarpi, blöðum, tölvu, hársnyrtingu, fótsnyrtingu, skóm og fötum, nammi og gjöfum, að ég tali nú ekki um gleraugu, heyrnartæki og tannlækni, allt upp á hundruðir þúsunda. Þetta er það sem ég er að brjóta heilann um,“ segir Kristín í bréfinu og veltir fyrir sér hvers vegna fólki sé ekki leyft að hafa meira eftir af sparnaði sínum, til dæmis til að geta boðið sínum nánustu út að borða.

Líkar lífið á Hrafnistu
„Ég geng við kerru eftir skyndilega lömum og þurfti því að fara á Dvalarheimili (eftir sjúkrahús í 8 mánuði). Þar bý ég í mjög litlu herbergi, 12-16 fm, og kem því ekki bókunum mínum né fleiri stólum eða hillum fyrir […] Langömmubörnin mín segjast aldrei hafa séð svona „nett herbergi“,“ segir hún og bætir við að þau hafi ekki viljað særa hana með því að segja að það væri lítið. Í samtali við DV tekur Kristín það þó fram að hún kunni ákaflega vel við sig á Hrafnistu; starfsfólkið og íbúar séu yndislegir. „Það er ekki hægt að neita því en maður lifir ekki á því,“ segir hún.

Við fátækramörk
„Því í ósköpunum fæ ég á fimmta hundrað þús. kr á mánuði í lífeyri og lifi við fátækramörk??? Til hvers erum við yfirleitt að borga í lífeyrissjóð, þar sem ríkið tekur allt til baka? Er þetta sanngjarnt? Er ríkið ekki að mismuna fólki sárlega?,“ spyr Kristín í bréfinu sem hún skrifaði þann 30. janúar síðastliðinn.

Krist%C3%ADn_H._Tryggvad%C3%B3ttir_br%C3%A9f_jpg_900x1300_q95,

Sjá DV.


Slegið á útrétta sáttarhönd

Í gærkvöldi var kosið um vinnustöðvun í Fiskimjölsverksmiðju HB Granda hf á Akranesi. Það er skemmst frá því að segja að verkfallsboðunin var samþykkt af 80% atkvæðisbærra manna. Samtökum atvinnulífsins hefur verið sent formlegt erindi þar sem fram kemur að verkfall muni skella á kl. 19:30 þann 15. febrúar næstkomandi og standa ótímabundið.

 

Rétt er að geta þess rækilega að formaður Verkalýðsfélags Akraness hefur reynt allt til að leysa þessa deilu, meðal annars boðið forsvarsmönnum HB Granda beint í tvígang að framlengja samninginn til 1. maí næstkomandi gegn eingreiðslu til starfsmanna og væri kostnaður vegna þessarar eingreiðslu einungis rúmar 3 milljónir sem myndi koma í veg fyrir að komandi loðnuvertíð væri ógnað.

 

Það er mat formanns að forsvarsmenn fyrirtækisins hafi alls ekki tekið illa í þessa hugmynd en það liggur fyrir að Samtök atvinnulífsins hafa komið í veg fyrir þessa lausn á málinu. Ef þetta hefði verið gert væri hægt að koma í veg fyrir yfirvofandi vinnustöðvun með hagsmuni fyrirtækisins, starfsmanna og alls þjóðarbúsins að leiðarljósi. Á þeirri forsendu vísar formaður VLFA ábyrgðinni alfarið yfir á Samtök atvinnulífsins.

 

Rétt er að geta þess að bræðslumenn hafa fengið tilboð upp á 2,5% hækkun á ári til þriggja ára eða samtals 7,5%. Þetta væri hækkun sem næmi 5.900 kr. á mánuði sem er ekki einu sinni fyrir þeirri bensínhækkun sem dunið hefur á landsmönnum á liðnum misserum. Grunnlaun starfsmanna í síldarbræðslunum eru 236 þúsund krónur og það er lágmarkskrafa að þeirri kaupmáttarskerðingu sem þessir aðilar hafa orðið fyrir frá janúar 2008 verði skilað að fullu til baka. En það er rétt að geta þess einnig að verð á lýsi hefur hækkað um 115% og verð á mjöli upp undir 140% á síðustu 2-3 árum.

 

Á þeirri forsendu er útilokað að sætta sig við einhverja samræmda launastefnu þar sem litlar sem engar kjarabætur eiga að koma til fólks. Það er hægt að sýna atvinnugreinum sem eiga í vandræðum skilning en að ætla sér að setja útflutningsfyrirtækin sem hafa hagnast gríðarlega vegna gengisfalls íslensku krónunnar undir sama hatt og atvinnugreinar sem berjast í bökkum eins og til dæmis byggingariðnaðurinn, er óskiljanlegt og verður ekki liðið. Nú er það hlutverk samningsaðila að setjast niður af alvöru og leysa þessa deilu með hagsmuni áðurnefndra aðila að leiðarljósi. Ábyrgð Samtaka atvinnulífsins í þessu máli er mikil. Þeirri ábyrgð verður ekki vísað á þá aðila sem rétt hafa út sáttarhönd.

 Sjá á link. Verkalýðsfélags Akraness


Skaga Villi er hetja dagsins, Verkalýðsfélag Akraness segir sig frá samfloti.

 Í morgun var haldinn fundur í samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands og var á þeim fundi samþykkt að skoða hugmyndir forseta Alþýðusambands Íslands um samræmda launastefnu. Fyrir liggja hugmyndir að þessari launastefnu og það er morgunljóst að þær falla alls ekki að þeirri kröfugerð sem Verkalýðsfélag Akraness stendur fyr

Á þeirri forsendu hefur formaður Verkalýðsfélags Akraness tilkynnt samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands að félagið segir sig frá þessu samstarfi og hefur félagið nú þegar tilkynnt Starfsgreinasambandinu formlega um að það hafi dregið samningsumboð sitt til baka. Einnig hefur félagið sent Ríkissáttasemjara bréf og vísað kjaradeilu félagsins á hinum almenna vinnumarkaði til hans á formlegan hátt.

 

Það er mat samninganefndar Verkalýðsfélags Akraness að þessi samræmda launastefna eins og hún er hugsuð af forseta Alþýðusambands Íslands og kynnt fyrir félögunum er ekkert annað en skemmdarverk gagnvart öllum þeim starfsmönnum sem starfa í útflutningi. Það er skoðun formanns að með þessari samþykkt samninganefndar SGS sé í raun og veru verið að fela forseta ASÍ og samninganefnd ASÍ að hefja viðræður við Samtök atvinnulífsins um samræmda launastefnu. Í því sambandi er félaginu minnistæður síðasti gjörningur samninganefndar ASÍ þegar stöðugleikasáttmálinn var undirritaður 25. júní 2009.

 

Formaður greindi einnig frá því á fundinum í dag að nýjar upplýsingar væru að koma fram sem lúta að viðmiði lágmarksframfærslu, en Harpa Njálsdóttir félagsfræðingur hefur reiknað út að einstaklingur þurfi að lágmarki 250.000 kr. til að geta framfleytt sér. Inni í þessu neysluviðmiði Hörpu er tekið tillit til þess að viðkomandi leigi einstaklingsíbúð og reki gamlan bíl. Núna er félagsmálaráðuneytið að vinna að sams konar lágmarksframfærsluviðmiði og á þeirri forsendu er gríðarlega mikilvægt að upplýst verði um þetta neysluviðmið því ef það byggist á sambærilegri niðurstöðu og hjá Hörpu Njálsdóttur þá er ljóst að sú krafa sem er verið að leggja fram núna varðandi lágmarkslaun er langt fyrir neðan viðmið um lágmarksframfærslu.

 

Þess vegna er útilokað að ganga frá kjarasamningum fyrr en þessir hlutir eru komnir á hreint því verkalýðshreyfingin getur ekki samið um lágmarkslaun sem duga engan veginn til þess að fólk nái lágmarksframfærslu. Hugmyndir forseta ASÍ varðandi lágmarkslaun eru að lágmarkslaun verði orðin 200.000 kr. í lok samningstímans sem er árið 2014. Þetta er að mati formanns algjör skandall því krafa okkar hefur verið sú að lágmarkslaun verði frá 1. desember 2010 kr. 200.000. Þessi hugmynd um samræmda launastefnu er galin og nægir að nefna í því samhengi að þær hugmyndir sem maður hefur séð varðandi samræmda launastefnu myndi þýða að verkafólk á töxtum gæti verið að fá á bilinu 10-13 þúsund króna hækkun á mánuði, á meðan menn eins og Gylfi Arnbjörnsson sem er með milljón á mánuði fengi 35.000 kr. hækkun. Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambands Íslands sem var með skv. tekjublaði mannlífs á síðasta ári um 1,4 milljón væri að fá tæpar 50.000 kr. og Vilhjálmur Egilsson frkv.stj. Samtaka atvinnulífsins sem var með skv. sömu heimild rúma 1,8 milljón á mánuði fengi 63.000 króna hækkun. Er þetta samræmda launastefnan sem menn vilja stefna að? Að þeir tekjuhærri fá ennþá meira en fólk sem er á launum sem ekki duga til lágmarksframfærslu? Svar Verkalýðsfélags Akraness við því er nei, og sveiattan!

 

Það verður að gera þá skýlausu kröfu á Guðbjart Hannesson velferðarráðherra að hann skili þessari vinnu er lýtur að neysluviðmiðinu tafarlaust, þannig að verkalýðshreyfingin geti notað þessa viðmiðun varðandi lágmarkslaunin í sinni kjarasamningsgerð.

 

Grundarvallaratriðið er lýtur að samræmdri launastefnu er eins og áður hefur komið fram að það er verið að eyðileggja möguleika þeirra starfsmanna sem starfa í útflutningsfyrirtækjum ef það á að setja alla upp í einn og sama sporvagninn algerlega óháð getu hverrar atvinnugreinar fyrir sig. Slíku samráði mun Verkalýðsfélag Akraness ekki taka þátt í.

 

Strax eftir helgi mun félagið boða til áríðandi fundar með starfsmönnum Elkem Ísland, Klafa, Síldarbræðslunnar og starfsmönnum Norðuráls þar sem þeim verður gerð grein fyrir þessari nýju stöðu sem upp er komin. Starfsmenn þessara fyrirtækja starfa eftir sérkjarasamningum og öll þessi fyrirtæki tengjast útflutningi. Þessir starfsmenn munu núna taka ákvörðun um það á næstu dögum hvort þeir eru tilbúnir til að fara í verkföll til að knýja fram að þessi fyrirtæki skili þeim gríðarlega ávinningi sem þau hafa haft vegna gengisfellingar íslensku krónunnar að einhverru leyti til starfsmanna. Rétt er að geta þess að starfsmenn Norðuráls eru einungis með launaliðinn lausann þannig að það er ljóst að ekki mun koma til verkfalla í þeirri verksmiðju.

Eftir  Vilhjálm Birgisson, formans Verkalýðsfélags Akraness


Börn komast ekki í tómstundastarf sökum skulda eða vanskila foreldra

Nokkur fjöldi barna situr heima sér síðdegis meðan jafnaldrar þeirra taka þátt í leikjum og íþróttum sökum þess að ekki er til fjármagn til að greiða fyrir tómstundastarf eða að börnin missa rétt til tómstunda sökum skulda foreldranna.

 Dæmi eru um börn á höfuðborgarsvæðinu sem verða að gera sér að góðu að dvelja heima meðan önnur leika sér saman sökum þess að skuldir eða vanskil foreldra eru orðin of mikil. Þau verða því af leik og skemmtan og félagsskap. Mæður segja óréttlátt að börnin gjaldi þess að fjárhagur heimilanna sé orðinn bágur og því séu ekki til peningar fyrir öllu þó tómstundastarf sé vissulega í forgangi.

Ríkisstjórn sem kennir sig við félagshyggju, velferð og síðast en ekki síst réttlæti, og réttlætir svo gjörðir sínar en er í raun ranglát því vont er hennar ranglæti en verra er hennar réttlæti og segir síðan við höfum sýnt okkar réttlæti með að afskrifa og leiðrétta á skuldum heimilanna 22 milljörðum en á sama tíma höfum við afskrifað skuldir auðmenna og einstaka fyrirtæki um samtals hundruð milljarða í afskriftir.
 Eða samtals 306,5 milljarðar.

•   54,7 milljarðar hjá 8 ótilteknum fyrirtækjum
•   Kjalar í eigu Ólafs Ólafssonar 88 milljarðar
•   Ólafur Ólafsson, Egla 25 milljarðar
•   1998 í eigu Jóns Ásgeirs 30 milljarðar
•   SÆ14 (áður Húsbygg) 400 milljónir
•   Bjarni Ármannsson 800 milljónir
•   Pálmi Haraldsson í Fons 30 milljarðar
•   Sigurður Bollason 11 milljarðar
•   Finnur Ingólfsson í Langflugi 14 milljarðar
•   Magnús Kristinsson útgerðarmaður 50 milljarðar
•   Skinney Þinganes 2,6 milljarðar
•   Samtals 306,5 milljarðar

Ríkisstjórinn eykur samt fylgið sitt þá sést hverslag fólk veitir henni stuðning þeir sem er sama um samborgara sína og fjölskyldur í nauð en hyllast kapítals hugsun VG og Samfylkingarinnar.
Því vont er hennar ranglæti en verra er hennar réttlæti

c documents and settings notandi desktop myndir 2009 sad day

 


Trúnaðarráð verkalýðsfélaga skorar á Bæjarráð Hafnarfjarðar að efna kosningar loforð sín.

Fundur Trúnaðarráðs verkalýðsfélaga starfsmanna í álverinu í Straumsvík með um 65 þúsund meðlimi skorar á Samfylkinguna og Vinstri Græna  í Hafnarfirði að efna kosningarloforð sín og samstarfssáttmála þessa flokka að efna kosningarloforð sín um lýðræðislega íbúðar kosningu í bænum um deiluskipulagið í Straumsvík.

Fundur Trúnaðarráðs verkalýðsfélaga starfsmanna í álverinu í Straumsvík haldinn miðvikudaginn 3. nóv  2010 samþykkir eftirfarandi ályktun  til Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar
„Trúnaðarráðið fer fram á að Bæjarstjórn Hafnarfjarðar fari eftir lýðræðislegum leikreglum og virði undirskriftir 25% atkvæðisbærra Hafnfirðinga um kosningu á deiliskipulagi fyrir Álverið í Straumsvík“.  Bæjarráð Hafnarfjarðar hefur úrskurðað að undirskriftirnar uppfylli samþykktar lýðræðisreglur bæjarstjórnar fyrir atkvæðisgreiðslunni, samanber eftirfarandi bókun bæjarráðs Hafnarfjarðar:

 „"Á fundi bæjarráðs þann 22. október ´09. var lögð fram samantekt um að fjöldi undirskrifta íbúa bæjarins varðandi kosningu um nýtt deiliskipulag fyrir álverið í Straumsvík uppfyllti skilyrði samþykkta Hafnarfjarðabæjar varðandi íbúakosningar.  Engar athugasemdir komu fram við þá niðurstöðu“


Gylfi gagnrýnir Stopp Stopp flokkana fyrir að taka atvinnumálinn í gíslingu.

 Forseti Alþýðusambands Íslands, krefst þess að horfið verði frá kaupmáttarskerðingu, uppboðum heimila og áformum um skerðingu fæðingarorlofs. Hann krafðist launahækkana í ræðu við setningu ársþings ASÍ.
Gylfi er sannfærður um að lausnin á vandanum í efnahagslífinu réðist af því hvort það tækist að koma hjólum atvinnulífsins aftur í gang og hvort Sopp Sopp flokkarnir yrði frekari dragbítur á atvinnuuppbyggingu.
Stjórnvöld hafi ævarandi skömm fyrir því nú þegar á reyni og fjöldi félaga í ASÍ séu í sárri þörf fyrir félagslegt íbúðarhúsnæði. Fyrir þetta fólk sé að litlu að hverfa. Gylfi gagnrýndi að húsaleiga væri flestum óviðráðanleg og að stjórnvöld áformi verulega skerðingu á húsaleigubótum.
mbl.is Tóku atvinnumálin í gíslingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skattar hækka um 19 milljarða ekki um 11 milljarða eins og ríkisstjórnin heldur fram.

Í fjárlagafrumvarpinu gerir ráð fyrir því að skattahækkanir skili ríkissjóði ellefu milljörðum króna á næsta ári.
Í raun má nærri tvöfalda þessa tölu því ekki stendur til að hækka persónuafslátt sem þýðir að skattar á almenning hækka um átta milljarða hér er því verið að blekkja almenning þetta eru óbeinar skattahækkanir.
Ekki stendur til að hækka bætur öryrkja, eldri borgara og atvinnulausra eða þeirra er minnst mega sín.

 Það er mjög óeðlilegt og hrein mann vonska að það sé gengið í það þriðja árið í röð að þeir sem eru með allra lægstu tekjurnar í samfélaginu eigi enn einu sinni að sitja hjá og taka á sig þessar byrðar fyrir fjármálseigendur og bankana og ríkisstjórnina.

bilde_931906.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

                       Okkar ást sæla ríkisstjórn


Skjaldborgin og Alþingi neita að styrkja Fjölskylduhjálpina.

Það er mjög slæmt fyrir starfið okkar á næsta ári að verða af styrknum ,, segir Ásgerður Jóna Flosadóttir framkvæmdastjóri Fjölskylduhjálpar Íslands en Fjölskylduhjálpin fær ekki fjögurra milljóna styrk frá fjárlaganefnd Alþingis eins og vaninn hefur verið undanfarin ár". Styrkir til listamann virðist hafa gengið fyrir og kostnaður við Hörpuna. Fjárlaganefnd hefur sýnt ósveigjanleika.

Hjá Fjölskylduhjálp Íslands starfa 40 sjálfboðaliðar sem útdeila vikulega matargjöfum, fötum og öðrum vörum til fólks sem sökum fjárskorts hefur ekki efni á nauðsynjum.

 

dv1003107559_03_jpg_620x800_q95.jpg

 


Nær 45% allra uppboðsbeiðna koma frá Skjaldborgini ríki og sveitarfélögum

Tæplega 45% uppboðsbeiðna í þessari viku koma frá ríki, sveitarfélögum og Íbúðalánasjóði. 92 uppboð eru auglýst í vikunni.

138 uppboðsbeiðendur standa að uppboðunum 92 sem auglýst eru í þessari viku og standa ríki og sveitarfélög að 25% þeirra og Íbúðalánasjóður, sem er í eigu ríkisins, með 20% og eru þessir aðilar því með um 45% eða nærri helming allra uppboðsbeiðna.

Bankar standa á bak við 14% uppboðsbeiðna, Sparisjóðir og dótturfélög þeirra með 10% og tryggingafélög með 16%.

imagehandlerca2thfc6.jpg



« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Rauða Ljónið
Rauða Ljónið

Rautt ljónið er göfugt . Red Lion is noble.

Segðu fólki það sem það þegar veit og skilur og þér verður þakkað.

Segðu fólki það sem það ekki veit og skilur og þú verður fordæmdur.

 Lyginn getur ferðast um allan heiminn, á meðan sannleikurinn er að fara í skóna.

Sigurjón Vigfússon

Nýjustu myndir

  • ...au_anesvita
  • ...aaa
  • ...6239_n_1_jl

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband