Færsluflokkur: Lífstíll
28.3.2007 | 09:51
Anstæðingar stækkunar vilja meina eldriborgurum um að kjósa.
Vistmenn á DAS, í Hafnarfirði hafa beðið um að Alcan kæmu og upplýsti það um stækkunar málið og Alcan hefur gert svo .
Þetta virðist vera bannað að sögn þeirra sem eru á móti stækkun þeir treysta ekki eldriborgurum til að mynda sé sjálfstæðum skoðun um málinu svo getur verið að menn hafi fordóma um að eldriborgarar á DAS, kjósi með.
Mega þeir ekki búa við sama lýðræðið og upplýsingar aðrir landmenn. Enn þeir fordómar sem sí og æ koma fram um starfsmenn Alcan sömu fordómar virða vera gagnvart eldriborgurum í Hafnarfirði.
Margir vistmenn á DAS eru fyrverandi starfsmenn Alcan og flestir menn á DAS sem ég hef hitt munu kjósa með stækkun sumir þeirra er utan af landi og vita hvað það er að hafa vinnu og hvað það er að vera atvinnulaus þeir hafa líka séð byggðir dala út á landi þeir geta ekki hugsað sé að hið sama gerist í Hafnarfirði.
Þá koma svörin svona.
.
Auðvitað á að sýna þeim eldri fulla virðingu og kynna þeim málin, en þá frá báðum hliðum.
Hitt er síðan alveg fullgild spurning, hvort það sé í raun og veru þeirra sem komnir eru af léttasta skeiði að ákvarða, með eða á móti.
Kv. Sigurjón Vigfússon
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 12:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.3.2007 | 13:49
Hvað gerðist ef Alcan myndi auglýsa svona?
Auglýsingaherferð, Grátt eða Grænt ósmekkleg. Þarna er verið að auglýsa gegn stóriðja eins og Alcan og til þess eru nýttir krakkar. Börn eru látin fara með línur sem einhverjir aðilar hafa skrifað og síðan matreitt ofan í krakkana. Börnin eru notuð! Það þarf enginn að segja mér að 8-10 ára gamalt barn hafi fastmótaðar skoðanir um stóriðjustefnu eða stækkun Alcan. Ef einhver segir því að segja eitthvað eru allar líkur á því að barnið, í trausti fullorðins einstaklings, geri það. Þarna er verið að taka heitt deiluefni, blanda því saman við ómótaðan og saklausan hug barns og útkoman er hrein misnotkun.
Hvað hefði verið gert ef álfyrirtækin eins og Alcan á Íslandi hefðu gert svipað? Skellt í sjónvarpið auglýsingaherferð þar sem börn sem myndu segja: " X-Við stækkun Alcan." Ætli félagsfræðingarnir í sól hefðu ekki vilja þá senda börnin þá vestur í Breiðuvík ef það væri en hægt .
Kv, Sigurjón Vigfússon
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 19:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.3.2007 | 11:38
Hagur af stækkun álvers yfir 12 milljarðar króna
Vísbending: Hagur af stækkun álvers yfir 12 milljarðar króna
Í nýjasta tölublaði Vísbendingar (11. tbl. 2007) er reiknað hvaða hag landsmenn hafa í heild af álveri í Hafnarfirði miðað við sömu forsendur og Hagfræðistofnun gefur sér um hag Hafnarfjarðarbæjar. Í ljós kemur að heildarhagurinn er um 12 milljarðar króna sem er talsvert hærri fjárhæð en Hagfræðistofnun reiknaði út, enda meira reiknað inn í dæmið.
Úr greininni:
,,Með sama hætti er ekki ástæða til þess að efast um réttmæti þeirra útreikninga sem sýna að árlegur tekjuauki Hafnarfjarðarbæjar af útsvari muni eftir stækkunina nema 45 milljónum króna. Núvirðing með 5% vöxtum gefur heildartekjuauka upp á 575 milljónir. Tekjuauki samfélagsins í heild af þessum þætti er aftur á móti miklu meiri. Ráða þarf um 350 manns til viðbótar í verksmiðjuna ef hún verður stækkuð. Reiknað er með að munur á launum í álverinu og meðallaunum í samfélaginu verði sá sami í framtíðinni og hingað til. Út frá því er núvirt heildarhagræði þjóðfélagsins af þessum hátekjustörfum um 9,4 milljarðar króna.''
Kv, Sigurjón Vigfússon
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 14:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.3.2007 | 21:54
Góð fréttamennska á MBL.
Góð fréttamennska á MBL í dag um stækkunar málið þar er fjallað erum kosninguna um stærra og betra Álver Mogginn fær 10 í einkunn frá Ljóninu, en hér kveður við annan tón en hjá Sól í Efstaleiti.
Ég hvet Hafnfirðinga til að kynna sér málið á þessari frétt og líka að fara á línk Hafnarfjarðar.
Enn fremur að líta inn á Hag Hafnarfjarðar á grein um miðla sem fjallar um hlutdrægan fréttflutning.
Stefnir í tvísýnar álverskosningar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 22:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.3.2007 | 18:59
Áskorun til Hafnfirðinga!!!
Áskorun til Hafnfirðinga!!!
Nú styttist í að við Hafnfirðingar göngum að kjörborði til þess að kjósa um deiliskipulag sem gefur Alcan kost á því að þróast og stækka, nú hafa bæjarbúar fengið mikið af upplýsingum til að taka upplýsta ákvörðun í atkvæðagreiðslunni, þær staðreyndir sem mér finnst skipt mestu máli eru:
- Bæjaryfirvöld hafa selt Alcan lóð undir stækkun.
- Stjórnvöld hafa gefið út starfsleyfi til stækkunar upp í 460 þús. tonna framleiðslu
- Búið er að tryggja raforku fyrir stækkað álver.
- Ljóst er að öll mæligildi vegna mengunar eru langt undir viðmiðunarmörkum opinberra krafna og notaður verði besti mengunarvarnarbúnaður.
- Þynningarsvæði hefur verið minnkað samkvæmt tillögum í deiliskipulagi.
- Það eru miklir hagsmunir í húfi:
- Hagsmunir Hafnarfjarðarbæjar og allra íbúa.
- Verkalýðsfélög starfsmann hafa ályktað með stækkun og nefni ég:
- Vlf. Hlíf, VM - félag vélstjóra og málmtæknimanna, Rafiðnaðarsamband Íslands og FIT félag iðn- og tæknigreina.
- Samstaða hefur náðst í bæjarstjórn um tillögu að deiluskipulagi sem allir flokkar í bæjarstjórn hafa samþykkt að fari í kosningu.
- Og þar með hefur verið gengið að öllum kröfum okkar sveitarfélags.
- Afgreiðsla bæjarstjórnar á spurningu sem leggja á fyrir bæjarbúa í kosningunni var samþykkt með 10 atkvæðum og 1 hjáseta, takið eftir enginn á móti.
- Niðurstöður úr skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands þar sem kostnaður og ábati af hugsanlegri stækkun álversins í Straumsvík
Góðir Hafnfirðingar eins og sést á þessari upptalningu þá hafa náðst fram víðtæk sátt um alla meginþætti og valið ætti að vera auðvelt, en nú er verið að feta nýja slóð til aukins lýðræðis sem flokkast undir íbúalýðræði og þar með að gefa íbúum Hafnarfjarðar kost á að segja til um sitt umhverfi í kosningu, því hvet ég alla Hafnfirðinga til þess að nýta sér kosningarétt sinn og mæta á kjörstað og kjósa.
Við eigum samleið í álinu, Græn orka fyrir grænan málm.
Með hliðsjón af öllu ofantöldu og þeim miklu hagsmunum okkar Hafnfirðinga til framtíðar hvet ég alla til samstöðu og kjósa með framtíðinni og
segja Já á kjördag 31. mars og þeir sem ekki verða heima á kjördag kjósið áður.
Gylfi Ingvarsson aðaltrúnaðarmaður og íbúi í Hafnarfirði
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 22:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég þakka forsvarsmönnum Sólar í Straumi fyrir bæklinginn sem borinn var út í hús í Hafnarfirði í gær. Í bæklingnum kom fram myndarlegt fólk sem kenndi sig við ákveðna stjórnmálaflokka, Vg, Sf og Sjálfstæðisflokkinn. Þetta fólk lýsti sig afdráttalaust á móti álversstækkuninni. Ég saknaði myndar af mínum kæra vini SPS sem kaus það sama og ég síðast en er örugglega orðinn stuðningsmaður Vg eins og málflutningur hans hefur hljómað á síðustu mánuðum.
En hvað um það? Nú er aðeins eftir 6 dagar til kosninga og barátta framfarasinna og afturhaldsinna harðnar. Allt sem Alcan kemur með fram í baráttuna er snúið á haus enda hafa samtökin Sól í Straumi fjórða valdið sér innan handar. Hvað allar þessar þversagnir varðar þá látum við framfarasinnar ekki þetta á okkur fá þótt óskaplega mikill tími fari í að leiðrétta allar þessar þversagnir og vitleysu.
Nú voru hagsmunasamtökin Hagur í Hafnarfirði að flagga fánum hér í bæ en voru síðan látnir taka þá niður, vona að ég fari með rétt mál. Fyrir síðustu alþingiskosningar leigðum við margar fánaborgir og flögguðum fánum ákveðins stjórnmálaflokks hvar sem við vildum án þess að nokkur setti eitthvað út á það.
En svona er Ísland í dag þegar hagsmunir taka í taumanna.? Samsæriskenning mín er sú að Alcan er lagt í einelti af einhverjum sterkum öflum sem styðja Sól í Straumi og sjá sinn hag í því að fyrirtækið stækki ekki. Þótt minn grunur byggist á ákveðnum grun þá mun ég láta það kjurt liggja að fjalla um það að sinni.
Þess vegna segi ég við allt verkafólk? Rísum upp, búum þannig í haginn að allt verkafólk hafi mannsæmandi laun. Það eru þannig laun í álverum. Látum ekki íslenska auðvaldið sem sér kost og hagsmuni í því að styrkja Sól í Straumi, hrekja okkur verkafólk út á gaddinn.
Hvar er þessi blessaða verkalíðshreyfing sem sér um að semja um lágmarkslaun upp á rúm 100.000 krónur. Hvar er Efling hvar er Hlíf?
Stækkum Alcan JÁ TAKK.
Kveðja Árelíus Þórðarson.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 15:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.3.2007 | 17:18
Steingrímur J. Sigfússon lýsti yfir stuðningi við orkufrekan iðnað.
VG og Steingrímur J. Lýsti yfir stuðniingi við orkufrekan iðnað.
Á framboðsfundi lýstu VG eindregnum stuðningu við orkufrekan iðnað.
Þar fór fyrir VG, Steingrímur J. Sigfússon lýsti yfir eindregnum stuðningi við orkufrekan iðnað. En eins og áður hefur komið fram hefur Steingrímur J. sagt að .,, Virkjun við neðri hluta Þjórsá það er vænsti kosturinn.
Fundu þessi var haldinn í apríl. Sjá línk.
Kv,Sigurjón Vigfússon
Stækkum Alcan já takk.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 19:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.3.2007 | 00:05
Fjör í Bæjarbíó. Stækkum Alcan já takk.
Fundurinn í kvöld var mjög skemmtilegur og líflegur og fór Framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins á kostum og tel ég hann mann kvöldsins.
Við þá ágætu framsögumenn Sólarmeginn, minn ágæta vin Sigurð Pétur og hina mælsku konu Kristínu vil ég segja? Til þess að anda að sér,anda menn fyrst frá sér. Málfluttningur sem er að þrotum kominn á sér erfitt uppdráttar. En þetta er meint í góðu þar sem mér finnst rök þeirra og niðurlæging gagnvart störfum okkar áliðnaðarmanna vera mikil. Að skrumstæla sannleikann stanslaust er ekki affarasælast fyrir kosti þessara íbúakosninga en vonandi ganga allir íbúar í takt eftir þessar lýðræðislegu kosningar.
Ingi Rútson hinn mælski talsmaður Hag Hafnarfjarðar virðist hafa nóg við að gera að leiðrétta hinar ýmsu rangfærslur og stendur hann sig feyki vel í þeim efnum.
Kæru Hafnfirðingar stöndum allir saman rúmri viku fyrir kosningar og segjum JÁ TAKK við stækkun Alcans.
Kveðja Árelíus Þórðarson
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.3.2007 | 13:41
Frumkvöðlar ÍSAL voru kallaðir landráðamenn!
Nei, en barn sem fjögurra ára að aldri heyrði að faðir hans væri landráðamaður gæti hafa skaðast af þeirri umræðu. Um það var ekki spurt á þeim tíma, tilgangurinn helgaði meðalið! Fyrir tilviljun hóf þetta barn vinnu við álverið fyrir tíu árum síðan og réð sig til vinnu til framtíðar, landráðamanninum til mikillar skelfingar því jafnvel hann hélt að eitthvað betra væri í stöðunni. Staðreyndin er sú að ef þú ert verkamaður er ekkert betra í stöðunni. Sex vaktir á fimm dögum og fimm daga frí á milli,rútur til og frá vinnu,mötuneyti að nóttu og degi,allur vinnugalli skaffaður þar með talinn allur öryggisbúnaður sem hugsast getur! Að ekki sé talað um sturturnar!!!
Er þetta eitthvað nýtt? Já, fyrir fjörutíu árum var þetta nýtt og ruddi brautina fyrir aðbúnaði og öryggi launafólks í öllum starfsgreinum !!! Hjá ÍSAL hafa þessir þættir aðeins færst til betri vegar og þá, eins og nú í fararbroddi hvað öryggismál og aðbúnað starfsmanna snertir!! Maður sem réð sig til vinnu fyrir tíu árum gat verið viss um að hann væri að ráða sig til frambúðar,stækkun í gangi (3-skálinn)og frekari stækkun í farvatninu, að þeirri stækkun hefur verið unnið í sátt við menn og lög,ólíkt sumum framkvæmdum sem við þekkjum.
Kárahnjúkavirkjun stóðst ekki upprunalegt umhverfismat það gera hinsvegar fyrirhugaðar virkjanir sem tengjast ÍSAL. Ef ekki má virkja í neðri hluta Þjórsár er alveg ljóst að ekki verður virkjað frekar. Sama má segja um Hengilssvæðið, allir flokkar R-listans samþykktu virkjun þar og Sjálfstæðisflokkurinn var ekki á móti!! Hvað er þá málið afhverju, er ekki bara stækkað? Jú,vegna þess að til er íbúalýðræði í Hafnarfirði, gott mál!! Kosið verður um málið 31.mars næstkomandi, vonandi verður umræðan málefnalegri nú en fyrir fjörutíu árum. Starfsmenn ÍSAL fagna ströngum mengunarkröfum þær verða seint strangari en þeir gera sjálfir. Við höfum undirgengist
Kyotosamninginn það hafa líka Kandamenn,Svisslendingar og Frakkar gert, eigendur Alcan á Íslandi, ólikt sumum eigendum álfyrirtækja sem við þekkjum. Það þýðir að ekki verður hægt að reisa álver í hverju kjördæmi eins og frystihús forðum, heldur stöndum við frammi fyrir vali!! Stækkun í Straumsvík, nýtt álver í Helguvík, nýtt álver á Húsavík eða engin ný álver!!
Sonur landráðamannsins er ekki í vafa um valið, stækkum í Straumsvík og hann veit að landráðamaðurinn faðir hans er sammála!! .
Stækkum Alcan Já Takk.Ykkar einlægur, L, H.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 15:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.3.2007 | 00:12
Það er gott að vinna í álveri.
Álverið hjá Alcan mengaði margfalt meira á fyrstu árum starfseminnar sinnar en það gerir nú. Mjög mikið er lagt upp úr því að minnka mengun eins og kostur er, og stefnan er að með nútímatækni er reynt að útrýma menguninni eins og hægt er. Ég tel að mengun álvera verði lítið vandamál í nánustu framtíð.
Álver í dag miðað við mengun og starfsskilyrði er ekki sama og álver fortíðarinnar. Það er gott að vinna í álveri og flestum eða öllum líður þar vel.
Að tala um einhvera mengun í dag miðað við á fyrstu árum álvera er hlægilegt og hjákátlegt.
Fyrir 20 árum síðan keyrðu menn oft í gegnum mengunarský á Reykjanesbrautinni en í dag sjáið þið ekki þessa mengun sem sumir eru sífelt að tönglast á.
Fólkið sem vinnur þarna líður vel, hefur allt til alls og sáralítil hreyfing er á fólki í önnur störf þótt þenslu ástandið sé mikið. Á síðustu árum hefur fólk þurft að bíða í marga mánuði eða árum saman til að fá vinnu hjá Alcan.
Það er stundum hrikalegt að þurfa að sitja undir þeirri ómálefnanlegri umræðu sem sköpuð eru af mönnum með þekkingarleysi hvað það sé slæmt að vinna í álveri og hafa álver. Neikvæð umræða sem oftast virðist byggð á fordómum en rökum hefur vissulega áhrif og setur illt blóð í okkur sem vinnum á mjög góðum vinnustað og líður vel, höfum mannsæmandi laun sem er ekki hægt að segja um allt þjóðfélagið.
Kveðja Árelíus Þórðarson.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó