Færsluflokkur: Íþróttir
10.8.2010 | 18:09
Getuleysi Pálls Magnússonar, útvarpsstjóra og RÚV.
Þetta er annað klúður Ríkissjónvarpsins sem greint er frá í dag, en áður hafði komið fram að Spaugstofan hverfur af sjónvarpsskjáum allra landsmanna.
En Spaugstofan þótti ekki hæfa lengur enda var farinn að gagnrýna ríkisstjórnina og sett því í pólitískt þagnabindindi í boði RÚV.
Páll fyrstur kemur fyrstu fær ekki kenna svo öðrum um um vanhæfi þíns og RÚV.
Væla svo Katrínar Jakobsdóttur menntamálaráðherra að hún íhlutist um að leiki íslenska handboltalandsliðsins á komandi heimsmeistaramóti verði að sýna í ólæstri dagskrá.
Í dag var tilkynnt um að mótið verði sýnt á Stöð 2 Sport en ekki í Ríkissjónvarpinu eins og venjan hefur verið.
Páll sagði að það á færi menntamálaráðherra að fara fram á að íþróttaviðburðir á borð við þennan verði að vera sýndir í opinni dagskrá.
Nú á menntamálaráðherra að bjarga vanhæfni Páls og RÚV, já leikskólabörn væla og klaga í leikskólafóstruna.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.12.2009 | 22:58
Sýnum Hrafnkatli stuðning.
Ég bið menn að ljá sér stund í hjarta sínu og huga að þeim sem liggja á spítölum landsins hvort sem þeir séu alvarlega slasaði eða veikir nú á jólaföstunni og heyja baráttu fyrir tilveru sinni hér á jörð.
Hugsum þá til Hrafnkels og aðra og biðjum og vonum um bata og að lósið lýsi þeim fram veginn.
Líðan Hrafnkels Kristjánssonar, íþróttafréttamanns sem lenti í alvarlegu umferðarslysi á föstudag er óbreytt. Honum er haldið sofandi í öndunarvél.
FH-ingar koma saman í Kaplakrika klukkan átta í kvöld til að sýna Hrafnkatli Kristjánssyni, íþróttafréttamanni . Hann lenti í alvarlegu umferðarslysi á Hafnarfjarðarvegi á föstudag. Tveir létust í slysinu. Hrafnkatli er haldið sofandi í öndunarvél.
Kv. Sigurjón Vigfússon
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.7.2008 | 23:09
Atvinnuleysi í Hafnarfirði að byrja ?
30 manna hefur verið sagt upp í Hafnarfirði verið er að draga saman í byggingariðnaði og eftir vill er þetta byrjunin á því er kom skal, mikið óvissu ástand ríkir hjá byggingarverktökum í Hafnarfirði og annarri starfsemi.
Hafnfirðingar höfnuð í kosningum frekari atvinnumöguleikum fyrir Hafnfirðinga og kusu atvinnuna burt úr bænum á samtíma og önnur bæjarfélög vildu atvinsinnuna í sín bæjarfélög.
Verðbólgan æðir áfram sem enga óraði fyrir og mældist 15.2 prósent eftir að vísitala neysluverðs hafði hækkað um 16.4 % milli mánaða.
Þetta er hæðst sem mælst hefur í átján ár. Gert er ráð fyrir að atvinnuleysið gæti veri 7000 manns síðar á árinu.
Kv, Sigurjón Vigfússon
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 23:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.5.2007 | 18:08
Alcan til Þorlálshafnar og atvinna úr Hafnarfirði.
Þegar íbúar í Hafnarfirði höfnuðu stækkun álversins í Straumsvík í kosningu lá fyrir samningur Alcan og Landsvirkjun um orkusölu vegna stækkunarinnar. Hann var óundirritaður en byggður á viljayfirlýsingu um forgang Alcan að orku í stækkun álversins. Þessi viljayfirlýsing rennur úr gildi eftir sléttan mánuð eða í lok júní.
Alcan leitar nú nýrra leiða til að stækka og nýta sér forgang að orkunni, á skömmum tíma. Í gær voru aðstæður skoðaðar í Þorlákshöfn á fundi með sveitarstjórnarmönnum. Siguður Þór Ásgeirsson, fjármálastjóri Alcan segir að meðal annars hafi verið athugað hvaða staðir kæmu til greina undir nýtt álver. Það væri ein leið sem Alcan væri að skoða til að geta stækkað eftir niðurstöðuna í íbúakosningunni. Þá er rætt um að reisa nýtt 280 þúsund tonna álver.
Sigurður segir það varla raunhæft að ætla að mál væru komin svo langt á næsta mánuði þannig að flötur væri á því að ganga til orkusölusamninga á grundvelli viljayfirlýsingarinnar. Aftur á móti væri möguleiki að reyna að fá Landsvirkjun til að framlengja viljayfirlýsinguna ef raunhæfir kostir um nýtingu orkunnar væru í sjónmáli.
Sigurður segir að ákveðið hafi verið að halda áfram skoðun á Þorlákshafnarálveri í undirnefnd. Sveitarstjórnarmenn hefðu sýnt málinu mikinn áhuga og væri viðmót Þorlákshafnarbúa gagnvart Alcan allt annað og betra en hefði mætt þeim í Hafnarfriði undanfarið.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 21:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.3.2007 | 00:15
Svívirðileg vinnubrögð á Stöð2
Blaðið í morgun kynnti niðurstöður úr skoðanakönnun um stækkun álversins í Straumsvík þar sem útkoman var nánast 50/50 með/móti. Stöð 2 grípur þessa frétt og sýnir í kvöldfréttunum og hvað gera þeir? Tala eingöngu við Pétur Óskarsson talsmann Sólar í Straumi og hann fær að rakka allt og alla niður eins og hann listir. Vælir yfir því að þeim finnist þau vera send með vasahníf í orustu á móti fullkominni herfylkingu. Slá link.
Kv, Sigurjón Vigfússon
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 00:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.2.2007 | 13:54
Stækkun í Straumsvík.
Stækkum í Straumsvík!! Logi Hjartarson
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.2.2007 | 11:33
Við erum bestir...
Á Íslandi búa um 300.000 manns en þrátt fyrir fámennið þá höfum við afrekað jafn mikið og ef ekki meira en aðrar þjóðir heims. Við erum íslendingar og við erum bestir. Afrek okkar má sjá í t.d. framúrskarandi handboltaliði (strákunum okkar) sem voru á góðri leið með að verða heimsmeistarar. Við höfum 8 sinnum verið með sterkasta mann heims og 3 sinnum fallegustu konu heims. Þetta kemur mér persónulega ekkert á óvart því íslenskir karlmenn eru nautsterkir og ég veit að hér búa fallegustu konur heims og þar á meðal konan mín.
Það er þessi íslenski baráttuvilji sem gerir okkur sérstök og fylgir okkur í öllu því sem við gerum. Hann er ástæðan fyrir því að Alcan á Íslandi hefur staðið framar öðrum í álframleiðslu og með þeim bestu í heimi hvað varðar umhverfismál og öryggismál, sem endurspeglast í þeim fjölda viðurkenninga sem fyrirtækið hefur fengið bæði innan lands jant sem erlendis. Hann er einnig ástæðan fyrir því að Alcan móðurfélagið hefur valið að fjárfesta í stækkun hér fremur en annarsstaðar.
Þessi framúrskarandi árangur Alcan á Íslandi náðist ekki með gæði steypunar í gólfum fyrirtækisins heldur með baráttuvilja starfsmanna þess til að gera betur, vera bestir, með því að setja sér kröfuhörð markmið og innlima stöðugar umbætur og verkefnastjórnun. Við leitumst því nú eftir stækkun, fjölgun baráttumikilla starfsmanna, til að geta orðið betri og haldið áfram að vera bestir.
Kjósum með stækkun og höldum áfram að vera bestir, áfram Ísland.
Kveðja,
Fannar
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 12:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.2.2007 | 02:35
Forsvarsmenn Sólar í Sraumi reyna oft að breyta sannleikanum.
Okkar vinsæli bæjarstjóri Hafnfirðinga gagnrýnir yfirlýsingar forsvarsmanna Sólar í Straumi samkvæmt grein í Fjarðarpóstinum í dag. Ég tek undir þessa grein bæjarstjórans þar sem forsvarsmaður Sólar í Straumi reynir að byggja allar upplýsingar sínar á gömlum hasarsíðum en forðast að nefna allar þær upplýsingar sem standa upp á borðinu í dag.
Ef við tölum gott og hart mál og segjum það sem kemur frá hjarta Ljónsins þá hefur mér oft fundist forsvarsmaður Sólar í Straumi telja starfsmenn Alcans fara með rangt mál þegar þeir segja að Alcan sé góður vinnustaður enda munu fyrstu starfsmenn fyrirtækisins verða 40 ára starfsmenn í ár.
Ég segi að forsvarsmaður Sólar í Straumi fer oft með ósannindi og vitlausar tölur eins og hann leggur málin upp.
Við starfsmenn Alcan tjáum okkur á þessari síðu til að koma okkur skoðunum á framfæri og segjum rétt og satt frá. Miðað við allt mengunartal forsvarsmanna Sólar í Straumi og einelti Alcans þá spyr ég? Af hverju er ég lifandi í dag og líður vel? Eitt sem ég get gagnrýnt Alcan fyrir er að þeir hafa besta mötuneyti á Íslandi og er baráttan við aukakílóin hörð. Samt er lagt upp úr góðu næringarinnihaldi og vitum við nákvæmlega reiknað hvað hver maður lætur ofan í sig.
Berjumst fyrir framtíð góðs fyrirtækis sem veitir starfsmönnum sínum vel enda sýnir starfsmannaveltan það svart á hvítu.
Ég vil öflugt fyrirtæki í okkar bæ sem styður við bakið á íþróttahreyfingunni. Ég hef trú á ef Alcan verði stækkað þá sjáum við þann draum að stórt fjölnota íþróttahús/sýningarhöll verði byggt í okkar bæ en það vantar slíkt hús. Uppbygging íþróttamannvirkja gengur alltof hægt og eru rótgróin íþróttafélög farin að líða fyrir það.
Ég treysti góðu fyrirtæki til góðra samfélagsmála í nánustu framtíð ef fyrirtækið fær að nútímavæðast og dafna. Ég væri ekki að hvetja dóttir mína að sækja um sumar vinnu hjá góðu fyrirtæki ef þetta væri svona hrikalegt að vinna þarna eins og forsvarsmenn Sólar í Straumi og Vinstri Grænir vilja álykta.
Stækkum Alcan fyrir framtíð Hafnarfjarðar JÁ TAKK.
ÁÞ
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2007 | 03:36
Áfram Ísland,stolt okkar og skjöldur.
Tek undir hjá félaga mínum Tryggva hér að neðan.
Kraftmikið Ísland getur allt.
Íþróttir undirbýr fólk undir lífið sem gerir það tilbúið að takast á við kraftmikið atvinnulíf.
Við umhverfissinnar sem viljum byggja upp Ísland í sátt við náttúruna óskum handboltalandsliðinu okkar til hamingju með árangurinn og höfum trú á að skipstjórinn Alfred komi liðinu alla leið í úrslitaleikinn.
Tap, sorg, vonbrigði, óréttlæti, sigur.
Þetta er allt sem við þekkjum.
Ísland heimsmeistarar og stækkun Alcans?
Já Takk
ÁÞ
Íslendingar gjörsigruðu Evrópumeistaralið Frakka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 11:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.1.2007 | 20:49
Með eða á móti stækkun í Straumsvík
Það er ekki til umræðu núna. Vil njóta þess að vera galinn virkjannasinni og öfga þjóðremba meðan ég þurrka tárin eftir leik Íslendinga og Frakka í kvöld.
Tryggvi L. Skjaldarson
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 22:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó