Leita í fréttum mbl.is

Draumur er sama og hugleiðing þar af leiðandi ekki mútur.

Allt sem Alcan gerir um þessar mundir til að gleðja fólk er kallað mútur af andstæðingum stækkunarinnar. 

Alcan hefur á þeim örfáu árum þegar þeir tóku yfir gamla fyrirtækið Ísal staðið fast á baki ýmsum félagasamtökum með ýmsum stuðningi. Alcan er með samning við íþróttafélög bæjarins um fjárstuðning fyrir börn og unglinga.  Alcan rekur samfélagssjóð sem veittar eru margar milljónir úr á hverju ári. Alcan er aðal styrktaraðili Íslensku bjartsýnisverðlaunanna og fl og er þessi fjárhagslegi stuðningur fyrirtækisins við hin ýmsu samfélagsmál alltaf að stór aukast.

 

Það er nauðsynlegt fyrir okkur Hafnfirðinga að hafa fyrirtæki í okkar bæ sem er tilbúið að styðja hin ýmsu málefni.  Ég tel að stuðningur af hinum ýmsu toga mun aukast mikið á næstu árum ef af stækkun yrði.

 

Ég á mér þann draum að byggt verði stórt fjölnota íþrótta/sýningarhöll í bænum okkar fljótlega á næstu árum eða sem fyrst.  Með stuðningi öflugra fyrirtækja bæjarins eins og Actavis og Alcan og fl.  Tek það fram að þetta er minn draumur og hugleiðing en ekki mútur. Horfi öfundaraugum á Reyðarfjörð þar sem ég sé stórt fjölnota íþróttahús rísa í boði Alcoa.

 Hafnfirðinga vantar svona hús.

 

ÁÞ


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alcan var síðast að styrkja SH og e-n grunnskóla í HFJ man nú ekki hvað hann heitir.

 kv Jóhanna

Jóhanna Björg (IP-tala skráð) 11.1.2007 kl. 10:40

2 Smámynd: Rauða Ljónið

Ér ekki prinsinn og betlarinn mættur á staðinn og vantar aura frá Alcan nú er ég hissa, hefur ekki kynnt sér Alcan og skólastarfið ,farðu á Alcan-síðuna, ég hef enga peninga handar þér núna.

Rauða Ljónið, 11.1.2007 kl. 17:56

3 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll Fyrirsagnabaninn.

http://www.alcan.is/?PageID=47

 Styrkir og samstarfAlcan styður myndarlega ýmis samfélagsmál. Fyritækið styður til dæmis við barna- og unglingastarf allra íþróttafélaga í Hafnarfirði, en samkvæmt sérstökum samningi leggur fyrirtækið fram 15 milljónir króna á árunum 2005 - 2007 til stuðnings barna- og unglingastarfinu. Fyrirtækið hefur stutt umhverfisrannsóknir og verkefni af ýmsum toga og látið fé renna til ýmissa góðgerðarfélaga. Meðal nýlegra verkefna má nefna veglegan stuðning við átakið Blátt áfram, verkefni Slysavarnafélagsins Landsbjargar um að hafa björgunarsveitir til taks á hálendinu yfir sumartímann og gerð göngustíga í skógarlundum Undirhlíða við Kaldársel. Alcan var einn bakhjarla rannsóknar á atvinnuþátttöku og stöðu foreldra að loknu foreldraorlofi og hefur stutt æskulýðsstarf hafnfirskra skáta svo dæmi séu nefnd.

Rauða Ljónið, 12.1.2007 kl. 11:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rauða Ljónið
Rauða Ljónið

Rautt ljónið er göfugt . Red Lion is noble.

Segðu fólki það sem það þegar veit og skilur og þér verður þakkað.

Segðu fólki það sem það ekki veit og skilur og þú verður fordæmdur.

 Lyginn getur ferðast um allan heiminn, á meðan sannleikurinn er að fara í skóna.

Sigurjón Vigfússon

Nýjustu myndir

  • ...au_anesvita
  • ...aaa
  • ...6239_n_1_jl

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband