15.1.2010 | 18:00
Svíar handrukkarar Breta og Hollendinga
Ögmundur Jónasson, er harðorður í garð Svía eftir viðtal Reuters við forsætisráðherra Svía, Fredrik Reinfeldt.
Ögmundur er einn fárra þingmanna VG sem stendur í lappirnar.
Forsætisráðherra Svíþjóðar, Fredrik Reinfeldt, segir að Svíar muni ekki lána Íslendingum fyrr en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) gefi grænt ljós:Við viljum að Ísland haldi sig við þessar alþjóðlegu skuldbindingar og í kjölfarið munum við standa við okkar loforð."
Strauss Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, segir að hann gefi ekki grænt ljós fyrr en aðstandendur sjóðsins ( les: hinn kapítalíski heimur ) gefi grænt ljós. Og aftur er talað um skuldbindingar Íslands undir sömu formmerkjum.
Skyldu Svíar sklija að "skuldbindingarnar" eru skilyrðin sem Bretar og Hollendingar hafa þröngvað upp á okkur undir hótunum?
Skyldu Svíar skilja að Íslendingar véfengja greiðsluskyldu sína? Skyldu Svíar sklija að greiðsluskilmálarnir eru ósvífin þvingunarúrræði?
Skyldu Svíar skilja að þeir eru orðnir handrukkarar Breta og Hollendinga?
Kannski finnst Reinfeldt forsætisráðherra það vera í góðu lagi að gerast handrukkari. En hvað skyldi sænsku þjóðinni finnast um þetta nýja hlutverk sitt? Hvað skyldi þjóðinni sem átti Olov Palme finnast um að vera komin í fótgöngulið fjármagnsins gegn fólkinu? Skyldu menn almennt átta sig á því að viðhorfsbreytingin í Evrópu á meðal almennings er vegna þess að fólk er farið að stilla dæminu svona upp: Annars vegar hinir eignalausu. Hins vegar þeir sem töpuðu innistæðum sínum. Almennt finnst fólki ekki sjálfgefið að hinir eignalausu, eða þeir sem eru lasburða og þurfa á velferðarþjónustu að halda, verði látnir blæða til að hinir missi ekki spón úr aski.
Þannig er almenningur í Evrópu að byrja að líta á málin. Hann þarf hins vegar að sannfærast um að séð verði til þess að fjárglæfrabófar skili hverri krónu; skili ránsfengnum. Um ásetning Íslendinga hvað þetta varðar má ekki leika nokkur vafi. Tiltrúin má ekki bara byggja á orðstír Evu Jolý. Hún hefur gert meira fyrir Ísland en flestir aðrir. Hún staðfestir nefnilega gagnvart umheiminum með nærveru sinni og verkum sínum að Íslendingar vilja réttlæti.
Þetta þurfum við að segja Svíum milliliðalaust, Líka Norðmönnum, Dönum og Finnum og öllum öðrum, alþýðu manna í Bretlandi, þeirri sömu alþýðu og kýs Brown og Miliband á þing, og í Hollandi. Í þessum löndum öllum þekkja menn frekjuna í fjármagninu og almennt halda menn meira með fólki en fjármagni.
Myndin sýnir Svía á ferð eins og sjá má á grein Ögmundar.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 18:03 | Facebook
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 87044
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó
Athugasemdir
Heldurðu að það sé nú. Ég er búin að missa mikið álit á Norðurlöndunum. Reyndar ekki vinum okkar Færeyingum.
Kveðja Silla.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 15.1.2010 kl. 18:05
Sæl. Vinur okkar frændur og bræður eru sannarlega Færeyingar.
Rauða Ljónið, 15.1.2010 kl. 18:23
Sýnir þetta ekki í hnotskurn hversu kynning á okkar málstað hefur verið yfirborðskennd.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 15.1.2010 kl. 19:27
Jú sæll, Heimir að vísu gerir það það ,maður spyr hvort kynningin hafi gleymst í orðahríðinni eða hvort menn hafi ekki haft vit né rænu að kynna málstað okkar.
Rauða Ljónið, 15.1.2010 kl. 19:52
Jú SIgurjón, eitthvað gleymdist. Er þetta ekki bara barnaskapur?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 15.1.2010 kl. 20:13
Auðvit er það barnaskapurinn.
Rauða Ljónið, 15.1.2010 kl. 22:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.