Leita í fréttum mbl.is

Framtíð iðnaðar/svæðisins í Hafnarfirði eða íbúðabyggð?

Miðað við skoðanakannanir á hinum ýmsu blogum um atkvæðagreiðslu íbúa Hafnarfjarðar um stækkun Alcans þá væri líklegt að fyrirtækið fengi ekki að stækka.  Í dag er að sjá að þessi munur er um 5-15% stækkunarandstæðingum í vil.  Net- atkvæðakosning er að mínu viti lítið marktæk enda hafa slíkar kosningar sýnt hina ýmsu smáflokka með ofurfylgi og Sjálfstæðisflokkinn sem smá flokk ef einhver dæmi séu tekin.

 

Nú verðum við sem viljum að gott fyrirtæki haldi áfram að eflast og dafna í bænum okkar að berjast fyrir tilverurétti fyrirtækisins. Ég tel að fyrirtækið Alcan á Íslandi fari eftir ströngustu skilyrðum í heiminum til að það fái að nútímavæðast.  Fyrirtækið er það öflugt í umhverfismálum að það fer létt eftir þessum leikreglum og gott betur.

 

Margir andstæðingar stækkunarinnar tala alltaf um eins og þetta svæði eigi að vera framtíðar íbúasvæði þegar álverið fer eftir 10-15 ár ef af stækkun yrði ekki.  Væri þá ekki gott að láta þá vita sem eru um þessar mundir að fjárfesta í iðnaðarlóðum á svæðinu ef þetta iðnaðarsvæði á síðan að vera íbúarsvæði eftir 1-2-3 áratugi.

 Nú þarf bæjarstjóri að skýra út fyrir okkur Hafnfirðingum hvort þetta iðnaðarsvæði eigi að verða eitthvað annað þegar fram líða stundir.

ÁÞ


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rauða Ljónið
Rauða Ljónið

Rautt ljónið er göfugt . Red Lion is noble.

Segðu fólki það sem það þegar veit og skilur og þér verður þakkað.

Segðu fólki það sem það ekki veit og skilur og þú verður fordæmdur.

 Lyginn getur ferðast um allan heiminn, á meðan sannleikurinn er að fara í skóna.

Sigurjón Vigfússon

Nýjustu myndir

  • ...au_anesvita
  • ...aaa
  • ...6239_n_1_jl

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband