19.1.2010 | 21:37
Kínverska sendiráðsmálið.
Ríkislögreglustjóri var með fjóra menn í yfirheyrslu en nú er búið að sleppa mönnunum fjórum, gerðar hafa verið húsleitir þar á meðal hjá fasteignarsölu og lögfræðistofu og hald verið lagt á tæpar 100 milljónir króna og gögn vegna sölu á húsnæði til kínverska sendiráðsins. Um er að ræða fasteignina Skúlagötu 51 var í eigu félagsins Vindsúla en fyrir því félagi eru skráðir feðgarnir Karl Steingrímsson og Aron Karlsson. Fasteignin var veðsett fyrir rúman milljarð króna vegna lána í Arion banka, Íslandsbanka og Glitni.
Gegnið var í desember að tilboði frá indversku fyrirtæki í fasteignina fyrir 575 milljónir króna. Féllust bankarni á þá sölu. Í kjölfarið var fasteignin flutt í nýtt félag, 2007 ehf. sem er einnig í eigu feðganna. Þremur dögum síðar var tekið öðru tilboði í húsið, nú frá kínverska sendiráðinu og hljóðaði það upp á 875 milljónir.
Bankarnir þrír kærðu söluna til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra og töldu að verið væri að hlunnfara þá um 300 milljónir króna með blekkingum.
Mikið af upplýsingunum eru skjalfest vegna viðskiptanna sem auðveldar rannsókn málsins. Kæra barst embættinu á föstudaginn í síðustu viku og hófst þá rannsóknin. Þá þegar var lagt hald á 93 milljónir króna sem er ætlaður ágóði af sölu félagsins Vindasúlur ehf. eftir að þeir seldu kínverska sendiráðinu hús á Skúlagötu 51 fyrir 870 milljónir króna.Arion banki, Glitnir og Íslandsbanki telja að með þessum gjörningi hafi feðgarnir haft af þeim allt að 300 milljónir króna.--
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Fjármál | Breytt s.d. kl. 21:44 | Facebook
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.