21.1.2010 | 10:30
Kalli í Pelsinum grunaður um fjársvik.
Ríkislögreglustjóri var með fjóra menn í yfirheyrslu í gær athafnamaðurinn Karl Steingrímsson er einn þeirra, sem nú hefur stöðu sakbornings og sonur hans Aron Pétur voru yfirheyrðir í gær í tengslum við rannsókn efnahagsbrotadeildar á sölu stórhýsis til kínverska sendiráðsins.
Þeir eru grunaðir um fjársvik og gruns um fjársvik við sölu á fasteign til kínverska sendiráðsins, hann hefur um árabil verið meðal umsvifamestu manna í fasteignabransanum .
Veldi hans fylgja skuldir upp á yfir þrjá milljarða.
Karl hefur verið stórtækur við kaup og sölu á fasteignum og rekstur og útleigu atvinnuhúsnæðis á undanförnum árum. Í dag rekur hann ásamt syni sínum eignarhaldsfélagið Sundafasteign, sem á skrifstofuhúsnæðið við Sundagarða 2 í Reykjavík - þar sem Olís er meðal annars til húsa, auk þess fasteign og bílastæðahús við Grensásveg í Reykjavík og iðnaðarhús við Fiskislóð. Þá er Karl eigandi félagsins Eignamiðjan sem er með í byggingu lúxusblokk og verslunarhúsnæði að Tryggvagötu 18. Einnig á hann ásamt syninum Austurstræti 16, þar sem skemmti- og veitingastaðurinn Apótekið er til húsa.
Og fasteignir út fyrir höfuðborgarsvæðið því feðgarnir Karl og Aron eiga líka stórt skrifstofuhúsnæði við Austurveg á Selfossi, sem raunar er eitt stærsta hús bæjarins.
Umsvifum sem þessum fylgir skuldsetning en skuldir og ábyrgðir félaga í eigu Karls Steingrímssonar og fjölskyldu vegna áðurnefndra fasteigna nema á bilinu 3 til fjórum milljörðum króna samkvæmt nýjustu opinberu gögnum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó
Athugasemdir
Já - þetta tímabil, ofurskuldsettra viðskipta, verður örugglega lengi í mynni mannkyns.
Maður veltir fyrir sér, hvort þeir sem spá öðru alþjóðlegu hruni hafi rétt fyrir sér.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 21.1.2010 kl. 16:23
Sæll. Einar ég hef nú grun um að þetta sé fyrsta málið af mörgum sem eiga eftir að koma í fasteignarviðskiptu, ég þori varla að hugsa til þess að spá á öðru hruni komi til með að rætast þá líkur hafi aukist frá síðasta sumri.
Kv. Sigurjón
Rauða Ljónið, 21.1.2010 kl. 16:32
Það langar sosum engan að sjá frekara hrun, en eins og AGS hefur varap iðnríkin við - þá er núverandi hagvöxtur iðnríkjanna ekki sjálfbær.
Byggist á eyðslupökkum stjórnvalda. Maður fær ákveðna "deja vu" tilfinningu, er maður les þessar aðvaranir - því ofurskuldsetning almennings og bankastofnana, er sögð orsaka áframhaldandi skort á eftirspurn í hagkerfunum og veikleika í fjárfestingu frá einkahagkerfunum.
Því, þ.e. svo ljóst, að þær aðvaranir eru mjög auð-yfirfæranlegar á okkar aðstæður, nema helst að hjá okkur er sambærileg skuldsetning almennings og fyrirtækja enn stórfelldari, og bankakerfið enn mjög - mjög veikt.
-------------------------
Ég hef lesið töluvert af greinum, sem spá því að hækkanir á mörkuðum, þ.e. meðaltali 30% í Evrópu og nokkuð meira í Bandaríkjunum; byggi einfaldlega ekki á nægilega traustum grunni, í ljósi aðstæðna, svo að þær hljóti að leita til baka.
Þetta hefur hljómar í mín eyru fremur trúlegt. En, hvort slík leiðrétting í átt að raunhæfari verðum, leiðir til beinlínis nýs efnahags samdráttar erlendis, er ekki endilega alveg víst.
Ef til vill, ná stjórnvöld, að bægja hættunni frá, með enn einum risa eyðslu pakkanum.
En, þá má vera, að fari að reyna verulega, á getur þeirra til að safna skuldum.
Þ.e. klár stór óvissa um framhaldið.
Ég held, að þetta sé mjög raunhæf sýn, án einhverrar ofurbölsýni.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 21.1.2010 kl. 16:50
Sæll. Einar hef verið að fylgjast með málmörkuðum og hráefnismörkuðum sem er frum undirstaða á hveri iðnríkin ná sé á strik hækkanir hafa verið þar á undan förnum mánuðum en þó svolítið sveiflu gjarnar ef ál er til dæmis tekið inn í myndina þá eru heims birgðir þar nú um 4.62 milljón tonn sem er um 45 daga birgðastaða sem er nokkuð hátt ,,mikla birgðir,, samt helst verð hátt þó sveiflur séu verð í dag á LME 2.250 $ á mánudag var verðið 2.290$ maður spyr sig eru spámenn að fjárfest þarna í áli í þeirri trú að heimsmarkaður sé að ná sér á strik og öðrum málmum og hráefni eitthvað hljóta þeir að hafa fyrir sér í þeim efnum.
Kv. Sigurjón
Rauða Ljónið, 21.1.2010 kl. 21:02
í dag 2.290$
Rauða Ljónið, 21.1.2010 kl. 21:03
Þ.e. möguleiki, að vegna þess hve vaxtastig er lágt mjög víða, séu aðilar með lausafjármagn að leita fanga eftir ávöxtun í öðru en gjaldmiðlum og skuldabréfum.
Þ.e. hægt að græða nokkuð, ef þú átt byrgðir af einhverju, og þú veðjar réttilega á að hagkerfin séu á uppleið. Þ.e. náttúrulega einnig önnur hlið á þessu.
Síðan er líka annar möguleiki, er getur spilað með, þ.e. vegna óvissu á gjaldeyris- og verðbréfamarkaði; þá séu fjárfestar að sækja í óforgengileg verðmæti. En, eftir allt saman, þó föst verðmæti geti hækkað eða lækkað, þá verða þau væntanlega aldrei verðlaus.
------------------------------
Þannig, að ákveðin smölun fjárfesta yfir á þessa markaði, getur hafa verið í gangi vegna óvenju lélegra fjárfestingatækifæra um þessar mundir í mörgu af því sem fyrir kreppu var arðvænlegt - annars vegar - hins vegar - að óvissan af völdum kreppunar, íti aðilum út í það að fjárfesta í einhverju sem hið minnsta, hverfur ekki þó ílla fari.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 21.1.2010 kl. 21:39
Sæll. Einar hækkun t.d á áli er langt umfram vaxta stig eða um 67% á síðustu sex mánuðum eftir því sem ég best veit, telja fjárfestum peningum sínu best varið í málmörkuðum og hráefnismörkuðum en sem komið er svo maður bíður eftir að breyting verða á þessu sem mun sína að hagvöxtur heimsins sé að ná sér til framtíðar.
Þetta er mergur málsins.
,,Þannig, að ákveðin smölun fjárfesta yfir á þessa markaði, getur hafa verið í gangi vegna óvenju lélegra fjárfestingatækifæra um þessar mundir í mörgu af því sem fyrir kreppu var arðvænlegt - annars vegar - hins vegar - að óvissan af völdum kreppunar, íti aðilum út í það að fjárfesta í einhverju sem hið minnsta, hverfur ekki þó ílla fari."
Kv. Sigurjón
Rauða Ljónið, 21.1.2010 kl. 22:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.