Leita í fréttum mbl.is

Mannorð fjölskyldu í skotlínunni.

Í gær skrifaði ég þessa færslu. ,,Skjaldborgin notuð til að hygla auðmönnum og vinum stjórnarflokkana".
Það er trú mín að allir menn megi verja sinn  rétt og heiður og koma á framfæri sínu athugasemdum þannig að hið sanna komi í ljós.
Nú hefur Skúli Helgason skýrt málið frá sínu sjónar horni  í Presssuni og eru skýringar hann hér.

Fréttastofa Ríkisútvarpsins flutti í kvöld frétt undir yfirskriftinni Vildarkjör til valdra, þar sem látið er að því liggja að ríkisbankarnir séu að selja fasteignir á undirverði til útvalinna einstaklinga í samfélaginu. 

Fréttin byggði á umfjöllun í Spegli Ríkisútvarpsins fyrr í kvöld. Nefnd voru þrjú dæmi af einstaklingum sem tengjast stjórnmálum þar á meðal undirrituðum og minni fjölskyldu.  Fjallað var um kaup okkar á íbúðahúsi síðastliðið haust, birt mynd af kaupsamningnum og myndir af húsinu okkar.  Gaman hefði verið ef viðkomandi fréttamenn hefðu haft dug í sér til að hafa samband við okkur áður en einkalíf okkar var tekið til umfjöllunar með þessum hætti en því var ekki að heilsa.  Reyndar var það svo að sonur okkar tók eftir myndatökumanni á lóðinni í dag og höfðum við samband við fréttastofuna til að spyrja hverju það sætti en fengum þau svör að enginn kannaðist við að vera að vinna frétt frá þessum slóðum og væntanlega hefði myndatökumaðurinn bara verið að mynda óveðrið!   Þau eru dapurleg fyrstu kynni tíu ára sonar okkar af samskiptum við fréttastofu allra landsmanna.

En aftur að staðreyndum málsins.    Síðsumars gerðum við tilboð í fasteign á Gnitanesi  sem auglýst var í fasteignaauglýsingum Morgunblaðsins.  Margir skoðuðu eignina og fleiri tilboð bárust og þurftum við á endanum að borga 3 milljónir króna yfir ásettu verði.   Þess ber að geta að eignin var í því ástandi að gera þurfti á henni verulegar endurbætur, því  hún var ótrúlega illa farin að innan miðað við ytra útlit. 

Undanfarna þrjá mánuði hefur fjölskyldan, vinir og vandamenn því unnið hörðum höndum að endurbótum ásamt iðnaðarmönnum og er því starfi hvergi nærri lokið.   Fasteignasalan staðfesti við fréttamann Útvarpsins að hér hefði verið um eðlilegt verð að ræða miðað við ástand hússins en engu að síður gefur fréttastofa Sjónvarpsins í skyn að um óeðlilega fyrirgreiðslu hafi verið að ræða þegar sannleikurinn er sá að við keyptum fasteign á yfirverði á opnum markaði í kjölfar auglýsinga í dagblöðum og á netinu.

Ég geri mér grein fyrir því að stjórnmálamaður á Íslandi getur ekki farið fram á það að fá að vera í friði með sitt einkalíf en það er óneitanlega magnað þegar heiður fjölskyldu manns er dreginn í svaðið í Ríkisútvarpinu án þess að maður fái tækifæri til að bera hönd fyrir höfuð sér.

Skúli Helgason


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rauða Ljónið
Rauða Ljónið

Rautt ljónið er göfugt . Red Lion is noble.

Segðu fólki það sem það þegar veit og skilur og þér verður þakkað.

Segðu fólki það sem það ekki veit og skilur og þú verður fordæmdur.

 Lyginn getur ferðast um allan heiminn, á meðan sannleikurinn er að fara í skóna.

Sigurjón Vigfússon

Nýjustu myndir

  • ...au_anesvita
  • ...aaa
  • ...6239_n_1_jl

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband