Leita í fréttum mbl.is

Íslensk börn verða illa úti í kreppunni

Íslenskir sérfræðingar á sviði lýðheilsu telja merki um aukin fjölskylduvandræði eftir fjármálahrunið árið 2008 sem skildi fjölda foreldra eftir í fjárhagsvanda.
Geir Gunnlaugsson, nýskipaður landlæknir, segist í samtali við Guardian ekki vera í vafa um það hvaða hópur hafi farið verst út úr kreppunni á Íslandi - það séu börn. Tilkynningum til barnaverndanefnda hafi fjölgað frá hruninu en nefndirnar hafi líka verið vel á varðbergi.

„Við teljum að það hafi reynt mjög mikið á samskipti innan fjölskyldna - árekstrar á meðal foreldra til dæmis," segir Geir. Álagið stafi meðal annars af fjárhagsáhyggjum og allt hafi þetta áhrif á börnin.

Halldór Guðmundsson, lektor við félagsráðgjafadeild við Háskóla Íslands, tekur í sama streng og Geir. Hann segir að börn spyrji hvað sé að gerast, hvað það þýði að Ísland sé í kreppu og hvað verði um þau.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rauða Ljónið
Rauða Ljónið

Rautt ljónið er göfugt . Red Lion is noble.

Segðu fólki það sem það þegar veit og skilur og þér verður þakkað.

Segðu fólki það sem það ekki veit og skilur og þú verður fordæmdur.

 Lyginn getur ferðast um allan heiminn, á meðan sannleikurinn er að fara í skóna.

Sigurjón Vigfússon

Nýjustu myndir

  • ...au_anesvita
  • ...aaa
  • ...6239_n_1_jl

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband