Leita í fréttum mbl.is

10 ára uppbygging framundan á Haítí

Stephen Harper, forsætisráðherra Kanada, segir að uppbyggingin á Haítí muni að minnsta kosti taka 10 ár. Þetta sagði hann á neyðarfundi ríkja sem koma að hjálparstarfi í landinu, en ráðstefnan fer fram í Kanada.

„Það eru engar ýkjur að segja að heimurinn standi frammi fyrir að minnsta kosti 10 ára erfiðu uppbyggingarstarfi á Haítí,“ sagði Harper.

„Við verðum að tryggja það að öll úrræði, allir hjálparstarfsmenn, öll ökutæki og hver dalur sé nýttur á sem bestan hátt,“ sagði ráðherrann ennfremur með Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Jean-Max Bellerive, forsætisráðherra Haítí, sér við hlið.
Harper vonast til þess að lögð verði fram áætlun á fundinum sem  muni verða nýtt sem leiðarljós í uppbyggingarstarfinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rauða Ljónið
Rauða Ljónið

Rautt ljónið er göfugt . Red Lion is noble.

Segðu fólki það sem það þegar veit og skilur og þér verður þakkað.

Segðu fólki það sem það ekki veit og skilur og þú verður fordæmdur.

 Lyginn getur ferðast um allan heiminn, á meðan sannleikurinn er að fara í skóna.

Sigurjón Vigfússon

Nýjustu myndir

  • ...au_anesvita
  • ...aaa
  • ...6239_n_1_jl

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband