Leita í fréttum mbl.is

Ísland „umhverfisvænasta“ land í heimi

Ísland lendir í fyrsta sæti þegar frammistaða þjóðríkja í umhverfismálum er metin. Frá þessu var skýrt á Davos ráðstefnunni í dag þar sem valdamestu menn heimsins koma saman til þess að ræða efnahagsmál og önnur málefni sem hæst eru á baugi hverju sinni. Þetta kemur fram í skýrslu sem gefin er út annað hvert ár og kallast EPI, eða The Envrironmental Performance Index, sem útleggja mætti sem Umhverfis-frammistöðu vísitalan.

Öðrum ríkjum farnast ekki eins vel í umhverfismálunum og samkvæmt skýrslunni hefur Bandaríkjunum og Kína, tveimur öflugustu ríkjum heims, mistekist hvað varðar umhverfismál síðustu árin.

mynd

EPI vísitalan tekur saman tíu mismunandi þætti fyrir hverja þjóð, þar á meðal umhverfislega heilsu, loftgæði, vatnsbúskap, líffræðilegan fjölbreytileika, fiskveiðistjónun og landbúnað. Ísland hreppti fyrsta sætið fyrir vinnu við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og skógrækt. Aðrar Evrópuþjóðir á borð við Sviss, Svíþjóð og Noreg röðuðu sér í efstu sætin en Costa Rica er eina landið utan Evrópu sem kemst í eitt af fimm efstu sætunum.

Fátækari ríki heimsins eru hinsvegar verr stödd og í fimm neðstu sætunum lentu Tógó, Angóla, Máritanía, Miðafríkulýðveldið og Síerra Leone lenti í nesta sæti.

Bandaríkin lentu í 61. sæti og hafa fallið um 22 sæti frá síðustu skýrslu. Önnur iðnríki sem koma illa út í skýrslunni eru Kanada sem fellur um 44 sæti og Kína, sem lækkar um 16 sæti.

 




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rauða Ljónið

u

Rauða Ljónið, 28.1.2010 kl. 12:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rauða Ljónið
Rauða Ljónið

Rautt ljónið er göfugt . Red Lion is noble.

Segðu fólki það sem það þegar veit og skilur og þér verður þakkað.

Segðu fólki það sem það ekki veit og skilur og þú verður fordæmdur.

 Lyginn getur ferðast um allan heiminn, á meðan sannleikurinn er að fara í skóna.

Sigurjón Vigfússon

Nýjustu myndir

  • ...au_anesvita
  • ...aaa
  • ...6239_n_1_jl

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband