13.2.2010 | 14:24
Bankastjóri hlýtur Gyllta strokleðrið
Finnur Sveinbjörnsson, settur bankastjóri Arionbanka, hlaut í dag Gyllta strokleðrið, ein eftirsóttustu verðlaun sem veitt eru í bankaheiminum.
Strokleðrið hlýtur Finnur fyrir einstakan árangur við afskriftir og aðdáunarverða þolinmæði og velvild gagnvart ofurskuldsettum fyrirtækjum og einstaklingum eins og segir í umsögn dómnefndar.
Það er félagið 49456-B.is ehf. sem veitir verðlaunin, en Ljóninu tókst því miður ekki að rekja sig gegnum flókin eignatengsl þess við vinnslu þessarar greinar.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 14:27 | Facebook
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó
Athugasemdir
Góður:)
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 13.2.2010 kl. 14:32
Já Takk.
Rauða Ljónið, 13.2.2010 kl. 14:35
EÐA fyrir uppfinningu á Arion þvottaefninu.
Gleðifréttir fyrir þá sem málið varðar !
Á markaðinn er nú komið þvottaefnið Arion. Það hvítþvær samvisku manna eins og ekkert sé, einnig er hægt að hreinsa burtu skuldir og gjaldþrot.
Þetta nýja efni frá Arion hefur sannað virkni sína og fengið viðurkenningu bankaeftirlitsins og fjármálaeftirlitsins. Efnafræðingar Arions hafa unnið hörðum höndum í marga mánuði við þróun þess og tilraunir á því. Lokatilraunin sem gaf endanlega niðurstöðu fór fram í Sviss þar sem Ólafur nokkur Ólafsson býr.
Í leiðbeiningum stendur :
A: Til að hreinsa mjög slæma samvisku skuli gefa viðkomandi eina kúfaða matskeið og láta hann skola því niður með hálfum lítra af freyðivíni.
B: Til að hreinsa gjaldþrot, þarf að gefa tvæt kúfaðar teskeiðar af þessu undraefni fyrir hvern milljarð sem hreynsa á og skola því niður með koníaki um það bil 30 sentrilítrum.
C: Ekki er mælt með að fleiri en fjórir milljarðar séu hreinsaðir á einum sólarhring þar sem koníakið er bæði dýrt og mjög áfengt.
D: Sé samviskan sérlega slæm og erfið hreinsunar má endurtaka meðferðina einu sinni til tvisvar, það ætti að nægja fyrir svörtustu samvisku.
Þá er um það vil að koma í sölu efni sem veldur glansi hjá þeim sem hreinsaðir hafa verið með Arion hreinsiefninu.
Þetta glansefni er heitir Glitur og var þróað á Kirkjusandi undir eftirliti Glitnisbanka og þróunin var kostuð af Bónusfeðgum. Lokatilraunum eru um þessar mundir að ljúka og eru þeir Bónus feðgar þáttakendur í þeim. Eins og margir hafa tekið eftir er kominn háglans á Jóhannes, en soninn þarf að hreinsa betur . Það verður að vera búið að meðhöndla viðkomandi með Arion þvottaefninu til að glans náist með Gliti.
Kaupa núna 50 % afsláttur fram yfir helgi. Fæst í öllum útibúum Arionbanka og hjá Svenna bankastjóra.
Ragnar L Benediktsson, 13.2.2010 kl. 15:57
Þetta er snilld hjá þér Ragnar.
Rauða Ljónið, 13.2.2010 kl. 16:09
Já heldur betur, tær snilld..
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 13.2.2010 kl. 16:17
Bíddu, eru menn farnir að stela frá Baggalúti? Það er nú ekki fallega gert.
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 13.2.2010 kl. 18:00
Hver er að stela frá hverjum ?
Hver er þessi baggalúser ?
Ragnar L Benediktsson, 13.2.2010 kl. 22:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.