Leita í fréttum mbl.is

Sex sveitarfélög í skoðun. Kópavogur og Hafnarfjörður eru í þessum hópi.

Eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga skoðar enn fjárhagstöðu sex sveitarfélaga á landinu þar sem skuldir og skuldbindingar þykja vera úr hófi fram. Kópavogur og Hafnarfjörður eru í þessum hópi.

Eftirlitsnefndin hefur frá því í fyrra legið yfir fjárhagsmálum þeirra tíu sveitarfélaga á landinu sem þykja vera í hvað verstri stöðu. Ákvarðanir hafa verið teknar um fjögur þeirra: Álftanes er komið undir fjárhaldstjórn sem nú ræður öllu um útgjöld bæjarsjóðs, sérstakur samningur var gerður við bæjaryfirvöld í Bolungarvík um endurskipulagningu fjármála þar og áætlanir frá Sandgerði og Reykjanesbæ gefa ekki tilefni til frekari aðgerða að svo stöddu.

 Það er skuldastaðan sem veldur áhyggjum, segir Ólafur Nilsson, formaður eftirlitsnefndarinnar; fjárfestingar liðinna ára og skuldbindingar utan efnahagsreiknings - til dæmis langtíma leigusamningar um byggingar. Þar er sundlaug og íþróttahús á Álftanesi oft tekið sem dæmi.

Eftirlitsnefndin kom saman í dag til að fjalla um málefni þessara sveitarfélaga. Annar fundur verður haldinn á fimmtudag. Ólafur segir að áfram verði fylgst með stöðunni. Hann býst þó ekki við því að farið verði í afgerandi aðgerðir á borð við fjárhaldsstjórn í þessum sveitarfélög

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rauða Ljónið
Rauða Ljónið

Rautt ljónið er göfugt . Red Lion is noble.

Segðu fólki það sem það þegar veit og skilur og þér verður þakkað.

Segðu fólki það sem það ekki veit og skilur og þú verður fordæmdur.

 Lyginn getur ferðast um allan heiminn, á meðan sannleikurinn er að fara í skóna.

Sigurjón Vigfússon

Nýjustu myndir

  • ...au_anesvita
  • ...aaa
  • ...6239_n_1_jl

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband