26.2.2010 | 19:17
Er Hafnarfjörður á leið í gjaldþrot?
Ný þriggja ára fjárhagsáætlun sem Samfylkingin í Hafnarfirði kynnti bæjarbúum nýverið sýnir glöggt alvarlega fjárhagsstöðu bæjarins. Í henni er greint frá 38 milljarða króna skuldum bæjarins og himinháum fjármagnskostnaði sem áætlaður er 3 milljarðar á næstu 3 árum, eða um milljarður á ári.
Milljarða blekking Samfylkingarinnar.
Hvað hafa þeir gert fyrir bæinn minn?
Hver er framtíð mín?
Því miður er það svo að áætlunin um fjármagnskostnað er í besta falli ókhyggja og í versta falli alvarleg tilraun til að blekkja bæjarbúa. Árið 2009 nam fjármagnskostnaður Hafnarfjarðarbæjar 2,9 milljörðum króna sem er næstum sama upphæð og áætlunin gerir ráð fyrir að greidd verði næstu þrjú árin. Því miður er líklegra er að fjármagnskostnaður á umræddu tímabili verði á bilinu 6 til 8 milljarðar króna. Þetta þýðir að í áætlun Samfylkingarinnar er 3-5 milljarða króna skekkja!.
Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar á að vera vel unnin og taka tillit til þeirra þátta og forsendna sem liggja fyrir þegar hún er gerð. Hún á líka að gefa glögga mynd af fjárhag næstu ára og vera stefnumarkandi.
Áætlunin jafngildir því að bærinn greiði 2,6% í vexti af lánum sínum og að fjármagnskostnaður lækki um 2/3 frá því sem bærinn greiddi síðastliðið ár. Það þarf engan fármálasérfræðing til að sjá að þetta reikningsdæmi gengur ekki upp.
Skoðum staðreyndir varðandi kjör á markaði þessa dagana. Skuldatryggingaálag ríkisins er um 5,15% sem gefur vísbendingu um að lánskjör í erlendri mynt fyrir sveitarfélagið verða að öllum líkindum aldrei lægri en 6% ofan á LIBOR vexti eða alls um 7% í dag. Óverðtryggðir vextir innanlands yrðu líklega aldrei lægri en 10-11% og verðtryggð kjör bæjarins gætu verið í kringum 6% auk verðbólgu. Það má samt ekki gleyma því að síðustu kjör sem bærinn fékk voru rúmlega 9% verðtryggt. Það er ansi langt frá þeim 2,6% sem gert er ráð fyrir í 3ja ára áætlun Samfylkingarinnar.
Hafnfirðingar eiga skilið staðreyndir um fjárhag Hafnarfjarðarbæjar. Bæjarstjórinn, fjármálastjórinn og allir þeir sem vinna við áætlanagerð á vegum bæjarins eiga að leggja sig fram um að draga upp skýra mynd af fjárhagsstöðu bæjarins. Ekki síst í ljósi þess að bærinn þarf að endurfjármagna um 15 milljarða á næstu þremur árum. Þar af um 7,4 milljarða í haust.
Hvað segir þessi samantekt okkur? Hún sýnir að burt séð frá því hvernig fjármögnun verður fengin við endurfjármögnun þá verður hún að minnsta kosti um þrisvar sinnum dýrari en þriggja ára áætlunin gerir ráð fyrir. Þrisvar sinnum dýrari!! Þó er líklegra að hún verði fjórum sinnum dýrari. Það þýðir að vaxtagreiðslur bæjarins eru stórlega vanmetnar á næstu árum.
En hvað þýðir það fyrir okkur Hafnfirðinga? Tvöföldun í vaxtagreiðslum þýðir að um 20% af skatttekjum bæjarins færi í að greiða vexti á næstu árum. Það þýðir líka að bæjarsjóður verður rekin með áframhaldandi skuldasöfnun á næstu árum ef ekki verður skorið enn meira niður á móti. Tvöföldun í vaxtakostnaði samsvarar líka þeirri upphæð sem félagsþjónustun kostar á ári en ef hann þrefaldast þá samsvarar frávikið því sem fer í félagsþjónustuna og íþrótta- og æskulýðsmálin samanlagt.
Þetta er mjög alvarlegt mál og því miður enn eitt dæmið um slæma fjármálastjórn Samfylkingarinnar og villandi framsetningu reikninga og áætlana sem þeir vona að Hafnfirðingar sjái ekki fyrr en eftir
kosningar.
Valdimar Svavarsson Pressan
Eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga skoðar enn fjárhagstöðu sex sveitarfélaga á landinu þar sem skuldir og skuldbindingar þykja vera úr hófi fram. Hafnarfjörður er í þessum hópi.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 19:37 | Facebook
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.