28.2.2010 | 22:58
Hvað er líkt með Leif heppna og Finn heppna?
Finnur Ingólfsson, fyrrverandi seðlabankastjóri og viðskiptaráðherra, skuldar þrjá komma sjö milljarða króna í gegnum fjárfestingafélag sitt. Eftir því sem næst verður komist eru engar eignir til upp í skuldina.
Finnur Ingólfsson á einkahlutafélag sem heitir FS7, sem hélt meðal annars utan um hlut hans í Icelandair. Í ársreikningi fyrir árið 2008 kemur fram að félagið skuldar í lok ársins 3,9 milljarða króna, eignirnar voru rúmar 200 milljónir.
Hann seldi síðan hlut sinn í Icelandair og hagnaðist um 400 milljónir og greiddi sér síðan lungann af því í arð, 385 milljónir. Finnur segir í skriflegu svari til fréttastofu að arðurinn hafi verið greiddur út með samþykki Glitnis og notaður til að greiða niður skuld hans hjá bankanum.
En staðan á þessu einkafélagi Finns, þar sem engar persónulegar ábyrgðir eru á lánum eftir því sem næst verður komist, er þá þannig að félagið skuldar líklega um 3,7 milljarða króna umfram eignir. Fari það í gjaldþrot verður því varla um annað að ræða en að afskrifa þá skuld.
Þegar milljarðarnir glymja í eyrum okkar daginn út og inn nú í eftirmálum hrunsins má til samanburðar til dæmis benda á að einkaskuld fyrrverandi seðlabankastjóra er meiri en hagnaður Færeyjabanka á síðasta ári en bankinn fagnaði árangrinum í vikunni. Hagnaðurinn reyndist 3,2 milljarðar.
Drjúgt mætti gera fyrir slíkt fé. Til dæmis reka Menntaskólann í Reykjavík í nærri átta á og þá mætti rekja Læknavaktina í fimmtán ár.
Finnur Ingólfsson á einkahlutafélag sem heitir FS7, sem hélt meðal annars utan um hlut hans í Icelandair. Í ársreikningi fyrir árið 2008 kemur fram að félagið skuldar í lok ársins 3,9 milljarða króna, eignirnar voru rúmar 200 milljónir.
Hann seldi síðan hlut sinn í Icelandair og hagnaðist um 400 milljónir og greiddi sér síðan lungann af því í arð, 385 milljónir. Finnur segir í skriflegu svari til fréttastofu að arðurinn hafi verið greiddur út með samþykki Glitnis og notaður til að greiða niður skuld hans hjá bankanum.
En staðan á þessu einkafélagi Finns, þar sem engar persónulegar ábyrgðir eru á lánum eftir því sem næst verður komist, er þá þannig að félagið skuldar líklega um 3,7 milljarða króna umfram eignir. Fari það í gjaldþrot verður því varla um annað að ræða en að afskrifa þá skuld.
Þegar milljarðarnir glymja í eyrum okkar daginn út og inn nú í eftirmálum hrunsins má til samanburðar til dæmis benda á að einkaskuld fyrrverandi seðlabankastjóra er meiri en hagnaður Færeyjabanka á síðasta ári en bankinn fagnaði árangrinum í vikunni. Hagnaðurinn reyndist 3,2 milljarðar.
Drjúgt mætti gera fyrir slíkt fé. Til dæmis reka Menntaskólann í Reykjavík í nærri átta á og þá mætti rekja Læknavaktina í fimmtán ár.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Kjaramál | Facebook
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó
Athugasemdir
Annar týndi heimsálfu, en Finnur týndi aurum og við borgum.
Hekla Sól Ásdóttir, 28.2.2010 kl. 23:11
Já þetta glymur daginn í eyrum daginn út og inn og er bara hrikalegt. Svo kemur svarta skýrslna og þeir leggja til tveggja daga frí til að við náum að jafna okkur. Hvar enda þessi ósköp?
Kveðja í Fjörðinn.
Silla.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 1.3.2010 kl. 08:05
Framsóknarmenn eru samir við sig;) (og meðbræður sína).
Heimir Lárusson Fjeldsted, 1.3.2010 kl. 09:31
Já Silla tveggja daga frí gæti verið of stutt.
Heimir Framsóknarmenn eru góðir við sjálfan sig , það er ekki sem sagt að þeir séu samt englar.
Kv. Sigurjón
Rauða Ljónið, 1.3.2010 kl. 11:14
Spurning hvort ekki má ógilda arðgreiðslu Finns sér til handa, en fordæmi eru fyrir að ógilda má gerninga sem virðast til þess eins gerðir, að koma fé undan.
En, mé sýnist að sú arðgreiðsla hafi engu öðru hlutverki gengt. Í ljósi stöðu félagsins í dag, hefur það þá þegar, sennilega haft neikvæða eiginfjárstöðu.
Ekki er heimilt, að greiða arð úr félögum, með neikvæða eiginfjárstöðu. Svo, ef til vill, má einnig lögsækja hann, fyrir beint lögbrot.
Helst vildi ég gera þennan mann, að öreiga og að auki, koma honum í fangelsi.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 1.3.2010 kl. 12:44
Ég veit ekki til þess, að hann sé enn félagi í Framsókn.
Held, að honum hafi verið sparkað.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 1.3.2010 kl. 12:46
Sæll. Einar er svo hjartanlega sammála þér um að ógilda arðgreiðslurnar og anna sem þú setur fram, Framsókna ásökunin hjá mér er sögð í hálfgerðu gríni
Kv. Sigurjón
Rauða Ljónið, 1.3.2010 kl. 13:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.