16.1.2007 | 02:10
Sól í Straumi sækir um annan styrk til Hafnarfjarðarbæjar án hjálpar Vinstri- grænna,
Í gær þann 15 janúar lögðu forsvarsmenn Sólar í Straumi fram nýja umsókn um nýja styrktarveitingu til Hafnarfjarðarbæjar. Að þessu sinni án hjálpar forsvarsmanna Vg. Það hefur líklegast ekki þótt nógu heppilegt að kreista þessa peninga út úr bæjarsjóði með hjálp vinstri- grænna?
Á heimasíðu Sólar í Straumi er hægt að lesa um umsóknina.
. Nú í morgun lagði Sól í Straumi fram umsókn um styrk til Hafnarfjarðarbæjar. Umsóknin miðast við kynningu á málstað Sólar í Straumi fyrir bæjarbúum í Hafnarfirði fram að kosningu um málið. Í kostnaðaráætlun hópsins er gert ráð fyrir framhaldi á borgarafundunum sem haldnir hafa verið í vetur, aðkomu sérfræðinga að þeim fundum, útgáfu á prentuðu efni og dreifingu á því, auglýsingum, gerð teikninga og mynda af framtíðarskipulagi Straumsvíkursvæðisins, dagsferð fyrir Hafnfirðinga að virkjunarsvæðunum á Reykjanes og Þjórsá og öðru kynningarstarfi. Áætlun Sólar í Straumi gerir ráð fyrir heildarútgjöldum að upphæð 6.915.000,- með vsk. og hljóðar umsóknin uppá þá upphæð. Umsókn Sólar í Straumi er lögð fram í trausti þess að Hafnarfjarðarbær vilji að öll sjónarmið í stækkunarmálinu komi fram. Með mikilli sjálfboðavinnu kjarnahópsins og elju þeirra íbúa bæjarins sem bætast vilja í hópinn telur Sól í Straumi að fyrir þessa upphæð takist hópnum að kynna sín sjónarmið fyrir bæjarbúum.Mín skoðun er sú að það er ekki hægt að bæjarstjórnin veiti peninga í slík verkefni sem skaða bæinn okkar. Hvet forsvarsmanna Sólar í Straumi að leita til fyrirtækja. Ef bæjarstjórnin samþykkir svona styrki þá er hún búin að veita fordæmi til handa hinum ýmsu mótmælahópum.
Hvar á að draga mörkin í vitleysunni.
ÁÞ
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Ferðalög, Lífstíll, Menning og listir, Vefurinn, Vinir og fjölskylda | Facebook
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó
Athugasemdir
minnir á byrgið, á bloggsíða að fá 8 millur vegna mótmæla? ég ætla að opna blogg og heimta 5 millur frá hafnarfjarðabæ vegna þess að ég er hlyntur álveri
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 16.1.2007 kl. 03:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.