16.1.2007 | 08:06
Sjónmengun og fleira
Margir tala um sjónmengun af álverinu í Straumsvík. Umhverfi álversins er með snyrtilegustu iðnaðarlóðum sem ég hef séð. Hins vegar ef skoðað er hinumegin við Reykjanesbrautina erum við komin í mjög svo sóðalegt umhverfi. Það virðist ekki vera nema eitt fyrirtæki þar, Íslandsprent, sem hefur fyrir því að líta þokkalega út, enda tekst þeim það mjög vel, allt mjög snyrtilegt og flott hjá þeim. Ef byggingar Isal eru sjónmengun, hvað eru þá blokkirnar í Vallarhverfinu annað en sjónmengun og þá aftur byggingarnar í iðnaðarhverfinu hinumegin við Reykjanesbrautina ? Hvað er IKEA annað en sjónmengun í þessu fallega hrauni ? Hve stór hluti íbúa á Völlunum sjá álverið út um gluggan hjá sér, ótrúlega lítið hlutfall held ég. Ég held að það sé nokkuð ljóst að ef Isal fær að stækka, þá verður það landsvæði sem það mun standa á, eins snyrtilegt og það getur orðið ef verður byggt á því á annað borð, og það er ekkert ef, því það verður byggt á því, hvað sem verður svo byggt.
Nálægð við byggð er þekkt um allan heim. Hjá til dæmis frændum okkar í Noregi eru álver inn í grænum dölum með íbúabyggð alveg upp að girðingu, allir eru sáttir, því fólk veit hve mikils virði þau eru fyrir samfélagið og að því stafar engin hætta af þeim.
Fram kemur á heimasíðu Isal: ...viðmiðunarmörk sem gilda um flúor taka mið af því að gróður er mun viðkvæmari fyrir flúormengun en fólk. Þannig eru heilsuverndarmörk fyrir fólk 30 sinnum hærri en þau viðmiðunarmörk fyrir gróður sem okkur er gert að uppfylla ( http://www.alcan.is/?PageID=215 ).
Það er einnig ljóst að þó Isal verði ekki stækkað verður samt virkjað í Þjórsá, því það er vöntun á rafmagni. Ég þekki mann sem þekkir mann sem á foreldra sem eiga land að Þjórsá. Hann hefur eftir þeim að af þeim sem eiga land að Þjórsá er einungis einn sem er á móti því að virkja, svo hvað erum við að rífa kjaft sem vitum ekki um hvað er verið að tala. Teljið þið ykkur vita um hvernig virkjanir er verið að tala ? Áður en þið játið því, bið ég ykkur að brjóta odd af oflætinu, kynna ykkur málið og athuga hvort þið hafið rétt fyrir ykkur. Eruð þið viss um að virkjun sé bara eitthvað slæmt ?
Læt þetta duga í bili á meðan þið athugið þetta.
JFD
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Lífstíll, Menning og listir, Vefurinn, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 10:27 | Facebook
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó
Af mbl.is
Innlent
- Veltir deilumálinu fyrir sér
- 760 manns eru í vinnu í Grindavík
- Vegir lokaðir og margir á óvissustigi
- Fagnar brú sem hann áður gagnrýndi
- Andlát: Þórhallur Ásmundsson
- Lögregla kölluð til vegna ágreinings um bifreiðakaup
- Lögregla veitti ökumanni eftirför í miðbænum
- Ferðalöngum ráðlagt að kanna aðstæður
- Gullhúðun stöðvar Hvammsvirkjun
- Allt hveiti er nú innflutt
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.