17.1.2007 | 04:00
Munu hafnfirðingar sjá ljósið og samþykkja stækkun Alcans?
Í heimspeki má lesast ? Bæjarstjórn sem virðist duglaus, er oft affarasælust fyrir bæjarbúa. Ströng bæjarstjórn sem skiptir sér af öllu veldur bæjarbúum ófarnaði. Eymd er alltaf á hælum góðærisins og hamingjan hvílir á bágindunum.
Eigum við að hverfa frá réttlætinu þótt fyrirtækið Alcan hafi farið alla þá lýðræðislegu leið til að fá að nútímavæðast? Ef við hverfum frá réttlætinu? Þá fer allt aflaga. Vinstri-grænir og afturhaldssinnar hafa svo sannalega vaðið í villu og svima.
Þess vegna vaki ég dag og nótt yfir réttlætinu þannig að gott fyrirtæki fái að vaxa og dafna. Ég er fastur fyrir ef ég vil það, alltof hreinskilinn þannig að vinum mínum ofbýður stundum. Reyni að vera ekki ónærgætinn. Reyni að túlka ljósið þó Vinstri- grænir og félagar þeirra í Sóli í Straumi vilji sjá eitthvað annað.
Affærasælast fyrir Hafnarfjörð og allt Ísland er að Alcan stækki og fari eftir öllum þeim leikreglum sem settar eru. Allar tölur sýna að álver mengar alltaf minna og minna með hverju árinu sem líður. Mesti mengunarvaldurinn á næstu árum mun líklegast verða ferðamanna iðnaðurinn að mínu viti þar sem hver einasta manneskja mengar eitthvað.
Þarf kannski 10% atvinnuleysi til að fólk sjái ljósið.
Stækkun Alcans, JÁ TAKK.
ÁÞ
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Ferðalög, Lífstíll, Menning og listir, Vefurinn, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 04:02 | Facebook
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó
Athugasemdir
Ágæta rauða ljón, í Sól í straumi er fólk úr flestum ef ekki öllum flokkum og einnig þeir sem standa utan stjórnmálaflokka. Þetta eru grasrótarsamtök sjálfboðaliða sem farið hefur fram á - og stundað málefnalega umræðu um stækkun álversins í Straumsvík úr 180.000 tonnum í 460.000 tonn. Ég hvet þig eða ykkur sem standið að þessari síðu að koma fram undir nafni. Með kveðju, Þröstur Sverrisson, félagi í Sól í straumi
Þröstur (IP-tala skráð) 17.1.2007 kl. 15:55
Þetta rauða ljón sem sem heldur úti þessari síðu má eiga að það hefur húmor fyrir sjálfu sér - vitnar í heimspeki og veltir fyrir sér sannleikanum í von um að meðbræðurnir sjái ljósið. Það eru ekki allir sem leggja á sig eftirfarandi með fullri vinnu: ,,Þess vegna vaki ég dag og nótt yfir réttlætinu þannig að gott fyrirtæki fái að vaxa og dafna." Ég hélt fyrst að ljónið væri að tala um veikburða tré sem þyrfti að hlúa að. Það er eins og þetta stóra fyrirtæki sé komin á heljarþröm og þurfi björgunaraðgerða við ef marka má orð heimspekingsins. Talandi um réttlæti, hverra réttlæti er ljónið að tala um? Er það réttlæti erlenda auðhringsins sem vill hámarka arð sinn eða er það réttlæti hins óbreytta íbúa Hafnarfjarðar? Hver bað um þessa stækkun? Varst það þú rauða ljón? Af hverju? Ef ekki þú, hver er það þá sem hefur svona miklar áhyggjur af velferð nágrannans?
Sigurður P. Sigmundsson (IP-tala skráð) 17.1.2007 kl. 22:23
Sæll. Þröstur .
Þessi síða er til að starfsmenn Alcan geti tjáð sig og reynt að leiðrétta það sem rangt er farið með, miklar rangfærslur hafa komið fram frá ýmsum fjöðmiðlum blöðum og ljósvakamiðlum og svo líka frá Sól í Straumi og það á þér að vera kunnugt um, þess vegna meðal annar var þessi síða sett upp.
Varðandi nöfn okkar er síðari ákvörðunar að væmta í því máli en fyrst um sinn er ritð umdir skammstöfum.
Kv. Svig.
Rauða Ljónið, 17.1.2007 kl. 22:33
Sæll Sigurður Pétur og þakka hlý orð til Ljónsins. Það sem þér finnst réttlæti gæti starfsmanni Alcans fundist ranglæti? En hvað er rétt eða rangt? Sá sem fylgir sanneðli sínu hefur taum á tungu sinni og það hef ég verið að reyna að gera. Megi ykkur Sólarmönnum farnast vel.
ÁÞ
Rauða Ljónið, 17.1.2007 kl. 23:11
Djöfulsins bull eruð þið starfsmenn alcan svona heimskir eða er ykkur skipað að tala svona.
Járnkallinn (IP-tala skráð) 18.1.2007 kl. 17:44
Sæll Járnkall.
Ég Þakka fyrir málefnalega athugasemd.
Hver og einn starfsmaður álversins tjáir sig hér með sínar eigin skoðanir. Framsýnir menn sem vilja sjá gott fyrirtæki vaxa og dafna.
Hver og einn eru rétt að byrja að hita sig upp. Við munum koma gríðasterkir inn með köflum en munum að sjálfsögðu fylgjast með.
Alltaf gaman að berjast fyrir framförum á Íslandi
ÁÞ
Rauða Ljónið, 19.1.2007 kl. 00:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.